Fimmtudagur 11. júlí 2013 09:44

HM hóparnir komu saman í Bláa Lóninu


Íslensku keppendurnir sem á nćstunni munu taka ţátt í heimsmeistaramótunum í sundi og í frjálsum komu saman í Bláa Lóninu ţann 9. júlí síđastliđinn og áttu ţar saman afslappađa stund í mögnuđu umhverfi. Bláa Lóniđ er einn af stćrstu samstarfs- og styrktarađilum Íţróttasambands fatlađra og var HM-förunum bođiđ til matar og ađ sjálfsögđu lét hópurinn líđa úr sér í heilsulindinni heimsfrćgu. Bćđi frjálsíţróttafólkiđ og sundfólkiđ hafa ćft af miklu kappi undanfariđ og ţví vel ţegin slökun hjá hópnum ađ koma viđ í Bláa Lóninu.
 
Forsvarsmenn Bláa Lónsins leystu hópinn út međ veglegum gjöfum og var reiddur fram ljúffengur kjúklingur á veitingastađnum Lava. Íslensku keppendurnir halda ţví endurnćrđir á stórmótin en frjálsíţróttahópurinn heldur til Lyon í Frakklandi ţann 18. júlí nćstkomandi og er vćntanlegur aftur heim 28. júlí. Sundhópurinn heldur til Montréal í Kanada ţann 8. ágúst og snýr aftur heim ţann 19. ágúst. Međ í för í ţessi tvö stćrstu verkefni fatlađra íţróttamanna síđan Ólympíumótiđ í London fór fram eru allir Ólympíumótsfararnir, ţau Helgi Sveinsson og Matthildur Ylfa Ţorsteinsdóttir í frjálsum ásamt Arnari Helga Lárussyni. Ţá keppa ţau Jón Margeir Sverrisson og Kolbrún Alda Stefánsdóttir í sundi í Kanada en  Thelma Björg Björnsdóttir, Hjörtur Már Ingvarsson og Aníta Ósk Hrafnsdóttir verđa einnig fulltrúar Íslands á heimsmeistaramótinu í sundi.

Bláa Lóniđ og Íţróttasamband fatlađra gerđu međ sér samstarfssamning fyrir Ólympíumót fatlađra í London síđastliđiđ sumar. Samningurinn er til fjögurra ára og gildir fram yfir Ólympíumót Fatlađra í Ríó 2016.

Mynd/ Ellert Grétarsson - HM hópar ÍF og međ á myndinni eru Linda Kristinsdóttir formađur frjálsíţróttanefndar, Ţór Jónsson formađur sundnefndar, Sveinn Áki Lúđvíksson formađur ÍF og fulltrúar Bláa Lónsins á myndinni eru kapparnir Arnar Már og Atli sem eru starfsmenn markađs- og söludeildar Bláa Lónsins.

Til baka