Mánudagur 12. ágúst 2013 17:19

Jón og Thelma í úrslit


Jón Margeir Sverrisson og Thelma Björg Björnsdóttir komust áđan í úrslit í sínum greinum ađ loknum undanriđlum á heimsmeistaramóti fatlađra í sundi í morgun. Jón Margeir synti á 2.00.08mín. í 200m skriđsundi í flokki S14 karla og Thelma Björg kom í bakkann á tímanum á 6.21.09mín. í 400m skriđsundi í flokki S6 kvenna.

Úrslitin hjá Thelmu hefjast kl. 17:09 ađ stađartíma eđa kl. 21.09 ađ íslenskum tíma og mun Thelma synda á braut nr. 2. Međ Thelmu í úrslitum er hin margfrćga Eleanor Simmonds sem fór hamförum á heimavelli á Ólympíumótinu í London 2012 en Simmonds á einmitt heimsmetiđ í greininni sem er 5.19.17mín.

Jón Margeir syndir kl. 20:26 ađ stađartíma eđa kl. 00:26 ađ íslenskum tíma en Jón Margeir á Ólympíumótsmetiđ í greininni en Ástralinn Daniel Fox sem varđ ţriđji inn í úrslit í morgun á heimsmetiđ sem er 1.58.42mín. Kóreumađurinn Cho Wonsang átti besta tímann í undanrásum í morgun er hann synti á tímanum 1.59,82mín.

Kolbrún Alda Stefánsdóttir varđ ellefta í undanrásum í 200m skriđsundi í flokki S14 og komst ţví ekki í úrslit en hún synti á 2.23.06mín.

Úrslitin í dag eru í beinni netútsendingu sem nálgast má hér á forsíđu ifsport.is en tengillinn er hér ofarlega til vinstri.

Svipmyndir frá undanrásunum í morgun/ Myndir Sverrir Gíslason

Til baka