Þriðjudagur 6. janúar 2009 13:21

Knattspyrnuæfingar fatlaðra á Akranesi

Samstarfsverkefni KSÍ, ÍA og Þjóts

Næstkomandi laugardag hefjast knattspyrnuæfingar fyrir fatlaðra á Akranesi og fara þær fram í íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum.  Þessar æfingar eru samstarfsverkefni á milli Knattspyrnusambands Íslands, ÍA og Þjóts sem er íþróttafélag fatlaðra á Akranesi.

Æfingarnar verða á hverjum laugardegi fram í maí og hefjast kl. 11:00.  Á fyrstu æfingunni nú á laugardaginn, 10. janúar, munu þeir Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari A kvenna og Gunnleifur Gunnleifsson landsliðsmarkvörður taka þátt í æfingunni.

Æfingarnar eru fyrir strákar og stelpur, konur og kalla á öllum aldri hvattir til að láta sjá sig.  Foreldrar eru einnig velkomnir að koma og fylgjast með fjörugum æfingum.

Til baka