Miðvikudagur 14. ágúst 2013 22:51
Thelma Björg Björnsdóttir hafnaði í kvöld í 7. sæti í úrslitum 50m skriðsunds kvenna í flokki S6 á HM fatlaðra í sundi. Thelma kom í bakkann á tímanum 41,07 sek. sem var rétt við ríkjandi Íslandsmet hennar sem er 40,94 sek.
Það var hin ítalska Emanuela Romano sem kom öllum að óvörum og hafði sigur í greininni er hún synti á 36,33 sek. Nú er þremur keppnisdögum lokið en á morgun er það Hjörtur Már Ingvarsson, Fjörður, sem keppir í 200m fjórsundi.
Mynd/ ifsport.is - Thelma hefur nú lokið við tvær greinar á HM en á enn eftir að keppa í 100m bringusundi og 100m skriðsundi.