Mánudagur 19. ágúst 2013 04:08

HM lokiđ í Montréal: Kvatt međ Íslandsmeti


Heimsmeistaramóti fatlađra í sundi er lokiđ en mótiđ fór fram í Montréal í Kanada. Jón Margeir Sverrisson lokađi hringnum fyrir íslensku sveitina ţegar hann hafnađi í 5. sćti á nýju og glćsilegu Íslandsmeti í 200m fjórsundi S14 karla.

Í úrslitum ţetta lokakvöld synti Hjörtur Már Ingvarsson í 100m skriđsundi í flokki S6 og hafnađi í 8. sćti á tímanum 1:34,38 mín. Thelma Björg Björnsdóttir var nćst á sviđ í 100m skriđsundi S6 kvenna og hafnađi einnig í 8. sćti. Ţau leiđu mistök urđu á framkvćmd sundsins ađ engir tímar voru skráđir heldur skipađ í sćti eftir ţeirri röđ sem sundmenn komu í bakkann. Forsvarsmenn ţeirra ţjóđa sem áttu sundmenn í ţessu úrslitasundi, ţar á međa Ísland, voru beđnir um ađ kjósa hvort synda ćtti greinina aftur eđa láta hana standa og rađa eftir sćtum. Ţađ varđ ofaná ađ rađa eftir sćtum hvenćr sundmennirnir komu í bakkann og ţví fćst enginn skráđur tími á ţetta sund.

Nokkur töf varđ á mótinu fyrir vikiđ en ţađ kom loks ađ 200m fjórsundi S14 karla ţar sem Jón Margeir Sverrisson bćtti Íslandsmetiđ sitt til muna sem hann hafđi sett í undanrásum fyrr um morguninn. Jón var í bullandi baráttu um verđlaun en varđ ađ láta sér lynda 5. sćtiđ á tímanum 2.18,79 mín en fjórir sundmenn í sćtum 2-5 syntu allir á 2.18,30 mín - 2.18,79 mín. Hollendingurinn Marc Evers hafđi sigur á 2.12,37 mín. og ber höfuđ og herđar yfir ađra í greininni. Jón Margeir var skráđur inn í 200m fjórsund á 2.23,72 mín. og ţví um gríđarlega bćtingu ađ rćđa eđa um fimm sekúndur!

Mynd/ Íslenski hópurinn ađ keppni lokinni í Jean Parc Drapeau sundlauginni í Montréal. Efri röđ frá vinstri: Kristín Guđmundsdóttir landsliđsţjálfari, Aníta Ósk Hrafnsdóttir liđsstjóri, Kolbrún Alda Stefánsdóttir, Jón Margeir Sverrisson. Neđri röđ frá vinstri: Thelma Björg Björnsdóttir og Hjörtur Már Ingvarsson.

Til baka