Miðvikudagur 21. ágúst 2013 09:27
Síðastliðið mánudagskvöld komu íslensku sundmennirnir aftur til Íslands að loknu heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi. Það var fjölmenn mótttökunefnd sem beið þeirra í Leifsstöð við komuna til landsins. Með í för voru silfurverðlaun sem Jón Margeir Sverrisson vann í 200m skriðsundi sem og fjöldi Íslandsmeta.
Sveinn Áki Lúðvíksson formaður Íþróttasambands fatlaðra var mættur í Leifsstöð og afhenti hópnum blómvendi við komuna til landsins.
Metin sem íslenski hópurinn setti í Montréal.
Jón Margeir SverrissonEvrópu og Íslandsmet: 200m skriðsund S14 - 1.59,30mín.
Íslandsmet: 200m fjórsund S14 - 2.18,79mín.
Íslandsmet: 50m flugsund S14 - 27,44sek.
Hjörtur Már IngvarssonÍslandsmet: 100m skriðsund S5 - 1.31,62mín.
Íslandsmet: 50m skriðsund S5 - 43,74sek.
Íslandsmet: 200m skriðsund S5 - 3.10,84mín.
Thelma Björg BjörnsdóttirÍslandsmet: 50m bringusund S6 - 59,72sek.
Íslandsmet: 100m bringusund S6 - 2.08,56mín.
Kolbrún Alda StefánsdóttirÍslandsmet: 50m bringusund S14 - 40,93sek.
Íslandsmet: 200m fjórsund S14 - 2.44,26mín.