Föstudagur 27. september 2013 13:29
Í sumar framlengdu Íþróttasamband fatlaðra og Radisson Blu Hótel Saga á Íslandi samstarfs- og styrktarsamning sinn. Hótel Saga hefur um árabil verið öflugur bakhjarl ÍF og má þess geta að árlega fer kjörið á Íþróttafólki ársins úr röðum fatlaðra fram á Radisson Blu Hótel Sögu.
Formaður ÍF Sveinn Áki Lúðvíksson undirritaði nýja samninginn ásamt þeim Valgerði Ómarsdóttur sölu- og markaðsstjóra og Ingibjörgu Ólafsdóttur hótelstjóra Radisson Blu Hótel Sögu.