Flokkaskipting þroskaheftra

Gildir frá 9.4.2005

Vegna flokkaskiptingar þroskaheftra samkvæmt samþykkt Sambandsþings ÍF 2005.


Notast verður við skilgreiningu WHO ICD - 10 varðandi þroskahömlun.
Samkvæmt skilgreiningu WHO ICD - 10 er þroskahömlun; "Þroskahömlun er ástand þar sem þróun heilans hefur stöðvast eða er ábótavant og lýsir sér í skertri getu sem kemur fram á þroskastigi einstaklings. Hann hefur áhrif á almenna greind, þ.e. hæfni á sviði vitsmuna, tungumáls, hreyfinga og á félagssviði.
Aðlögun atferlis að aðstæðum er ávallt skert en í vernduðu félagslegu umhverfi þar sem stuðningur er fyrir hendi getur þessi skerðing verið alls óljós hjá fólki sem er vitsmunalega seinþroskað".

Til nánari greiningar og að undangengnu upplýstu samþykki lögráða einstaklings, foreldra / forráðamanns viðkomandi íþróttamanns sem við þroskahömlun á að stríða, er Íþróttasambandi Fatlaðra nauðsyn að fá staðfestingu á fötlun viðkomandi og til grundvallar liggi viðurkenndar greiningaraðferðir.
Þannig skráist og keppi þeir einstaklingar sem greindir eru með þroskahömlun í sér flokki (sbr. flokkun WHO, ICD – 10 – greindarvísitala/IQ undir 70).
Þeir sem ekki ná minnstu fötlun samkvæmt skilgreiningu WHO keppi í U-flokki (utan flokka) eða öðrum flokkum sem ákveðnir eru af íþróttanefndum ÍF, nema annað sé ákveðið. Íþróttamenn sem ekki hafa greiningu, en hafa keppt innanlands í ákveðnum flokki haldi þeim réttindum áfram.

Íþróttanefndum ÍF er þó samkvæmt lögum ÍF heimilt að semja sínar leikreglur og sníða þær að þörfum þeirra sem í íþróttagreininni keppa. Þannig er þeim heimilt að blanda saman og bjóða upp á opna keppni í flokki þroskaheftra ef þeim sýnist svo.

WHO: World Health Organization - Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin
ICD - 10: Alþjóðleg tölfræðiflokkun sjúkdóma og skyldra heilbrigðisvandamála
ICD - 10 flokkun:
Mild/mild IQ 50 - 69
Moderate/hófleg IQ 35 - 49
Severe/hörð IQ 20 - 34
Profound/djúpstæð IQ undir 20



Yfirlýst samþykki; Ég undirrituð/aður, lögráða einstaklingur, foreldri eða forráðamaður_______________________ heimila hér með Greiningar- og ráðgjafamiðstöð ríkisins að upplýsa Læknaráð ÍF um niðurstöður greiningar á fötlun minni.