FORMÁLI

Handbók Íþróttasambands fatlaðra.

Hér er að finna upplýsingar um stjórn Íþróttasambands fatlaðra og aðildarfélaga þess, auk nefnda og ráða sem starfa á vegum ÍF. Hér eru einnig lög og reglugerðir auk leikreglna í þeim íþróttagreinum sem keppt er í á Íslandsmótum ÍF. Sýnishorn af metaskýrslum, eyðublöð vegna félagaskipta og fleira sem getur nýst í slíkri handbók.

Handbókin verður í rafrænu formi á heimasíðu ÍF. Upplýsingar verða uppfærðar reglulega í samræmi við breytingar á einstaka lið. Gildistími hvers kafla miðar við nýjustu uppfærslu.

Ef ábendingar eru um atriði sem þarf að uppfæra vinsamlega hafið samband við skrifstofu Íþróttasambands fatlaðra í síma 514 4080 eða með tölvupósti til if@isisport.is


Með bestu kveðju,
f.h. stjórnar Íþróttasambands fatlaðra,

Anna Karólína Vilhjálmsdóttir,
framkvæmdastjóri fræðslu-og útbreiðslusviðs ÍF