Tilgangur Verkefnasjóðs ÍF er að styðja aðildarfélög ÍF í frumkvöðlastarfi og efla framboð íþrótta fyrir fatlaða einstaklinga


REGLUGERÐ FYRIR VERKEFNASJÓÐ
ÍÞRÓTTASAMBANDS FATLAÐRA


1. Almennt

1a) Sjóðurinn heitir Verkefnasjóður ÍF og er stofnaður af stjórn ÍF með stofnframlagi að upphæð kr. 1.000.000.- Stofnframlagið samanstendur auk framlags stjórnar ÍF af ógreiddri eldri úthlutun til óvirkra aðildarfélaga ÍF.
1b) Tekjur sjóðsins eru:
  i. Árleg fjárveiting samkvæmt ákvörðun stórnar ÍF
  ii. Ósóttar lottógreiðslur óvirkra aðildarfélaga samkvæmt 50% úthlutunarreglunni
  iii. Frjáls framlög og söfnunarfé
  iv. Vaxtatekjur
1c) Formaður og gjaldkeri fara með stjórn Verkefnasjóðs ÍF og gera þeir tillögur um úthlutun til stjórnar ÍF, eftir umsóknum sem berast til sjóðsins.
1d) Umsóknir í Verkefnasjóð skulu berast stjórn sjóðsins a.m.k. tveimur vikum fyrir stjórnarfundi ÍF.
1e) Umsóknum í Verkefnasjóð skal fylgja fjárhagsáætlun yfir það verkefni sem sótt er um styrk til, og eftir atviku reikningar og áætlanir.


2. Sérverkefni
Átaksverkefni sem lokið er á 4 – 6 mánuðum sem eru íþróttum fatlaðra og íþróttahreyfingu fatlaðra til framdráttar, eru styrkhæf.

3. Nýjungar í starfi
Ekki er styrkt eða lánað þó teknar séu upp nýjar íþróttagreinar en fræðslustarf og kynning á nýjum íþróttagreinum geti hinsvegar fallið undir starfsemi sjóðsins. Að öðru leyti fer úthlutun eftir mati stjórnar sjóðsins

4. Afmörkun verkefna
Ekki er styrkt eða lánað til mannvirkjagerðar né áhaldakaupa

Styrkhæf eru stór sameiginleg verkefni sem einn eða fleiri aðilar taka að sér í þágu íþróttahreyfingar fatlaðra allrar eða á afmörkuðu svæði. Að öðru leyti en hér kemur fram eru úthlutanir eftir mati stjórnar sjóðsins

5. Skýrslugerð
Þeir aðila sem hljóta styrk úr sjóðnum skulu skila skýrslu til Verkefnasjóðs ÍF, eigi síðar en eimum mánuði eftir að verkefni hefur farið fram