Aðferðir við val keppenda fyrir Ólympíumót fatlaðra

í Sydney árið 2000.

 

Aðferðir við val keppenda fyrir þátttöku á Ólympíumóti fatlaðra (ÓMF) í Sydney árið 2000 fer fram á eftirfarandi hátt.

1.

Stjórn Íþróttasambands Fatlaðra og Ólympíuráð ÍF sér um val keppenda vegna Ólympíumóts fatlaðra (ÓMF) í Sydney árið 2000. Það er hlutverk Ólympíuráðs ÍF að skipuleggja, stýra og stjórna vali keppenda vegna Sydney árið 2000 og senda tillögur til stjórnar ÍF til endanlegs samþykkis.

Fyrir 31. janúar 1999 skulu íþróttanefndir ÍF hafa skilað inn fyrstu tillögum til Ólympíuráðs ÍF varðandi þátttakendur í sinni íþróttagrein fyrir undirbúningshóp vegna þátttöku Íslands í Sydney árið 2000. Skilyrt er að þeir þátttakendur sem tilnefndir eru í undirbúningshóp vegna Sydney árið 2000, taki þátt í æfingabúðum og öðrum þeim undirbúningi sem Ólympíuráð ÍF leggur til að fram fari fram að ÓMF árið 2000. Einnig verða þeir þátttakendur sem valdir eru í undirbúningshóp þennan að hafa sýnt fram á að þeir hafi náð árangri innanlands og erlendis, sem sem ætla megi að verði til þess að þeir uppfylli þau lágmörk sem tilskilin eru vegna Sydney 2000.

Uppfylli einstaklingur ofangreind skilyrði verður hann tilnefndur í:

ÓMF undirbúningshóp fyrir Sydney 2000

Fyrir lok desember 1998 skulu endanleg lágmörk fyrir ÓMF liggja fyrir af hálfu Ólympíuráðs ÍF.

2.

Fram til maímánaðar árið 2000 og eftir ábendingum frá íþróttanefndum ÍF er hægt velja keppendur fyrirfram samkvæmt eftirfarandi skilyrðum:

Val keppenda fyrir ÓMF árið 2000

Unnt er að velja keppendur fyrirfram til þátttöku í ÓMF í Sydney sem árið 1999 og á fyrri hluta árs árið 2000 hafa náð tilskildum lágmörkum Ólympíuráðs ÍF í keppnum s.s. Evrópu- og/eða Heimsmeistaramótum eða öðrum stórmótum sem fyrirfram hafa verið ákveðin sem úrtökumót fyrir ÓMF árið 2000 .

Einstaklingar sem ná tilskildum lágmörkum á ofangreindan hátt geta vænst þátttöku á ÓMF svo fremi sem þeir sýni stöðugleika í æfingum og keppni fram að ÓMF árið 2000.

Nái einstaklingar ekki lágmörkum fyrir 1. maí árið 2000 hafa einstaklingar tækifæri til þess að ná tilskyldum lágmörkum Ólympíuráðs ÍF fyrir 1. júní árið 2000 samkvæmt sérstökum skilyrðum íþróttanefnda IPC (IPC = Alþjóðaólympíuhreyfing fatlaðra) og Ólympíuráðs ÍF.

Í íþróttagreinum þar sem alþjóðasamböndin og íþróttanefndir IPC hafa sett fjöldatakmarkanir s.s. með ákveðnum kröfum, "kvóta" eða úrtökumótum, nær einstaklingur lágmörkum fyrir ÓMF uppfylli hann þau lágmörk sem ofangreind alþjóðasamtök og íþróttanefndir IPC hafa sett sem skilyrði fyrir þátttöku.

Endanlegt val keppenda fyrir ÓMF fer fram í síðasta lagi 15. ágúst árið 2000.

3.

Val þjálfara/fararstjóra/aðstoðarmanna.

Þegar keppandi hefur verið valinn til þátttöku í íþróttagrein skal Ólympíuráð ÍF tilnefna þjálfara með viðkomandi keppanda.

Til þess að fá þá þjálfara/fararstjóra/aðstoðarmenn sem best geta nýst keppendum á ÓMF verða settar upp vinnureglur um hvernig að vali þeirra skuli staðið. Val þessara einstaklinga ætti að fara fram eins tímanlega og kostur er og eigi síðar en 15.ágúst árið 2000.

Það er stjórn ÍF í samráði við Ólympíuráð ÍF sem tekur endanlega ákvörðun um val þjálfara / fararstjóra / aðstoðarmanna.