FORMANNAFUNDUR ÍF,
HALDINN Í
SJÁLFSBJARGARHÚSINU
HÁTÚNI 12, LAUGARDAGINN 15. APRÍL 2000.
MÆTT
VORU;
ÍF - Sveinn Áki Lúðvíksson, formaður
FJÖRÐUR - Tómas Jónsson/Valgerður Hróðmarsdóttir
KVELDÚLFUR - Guðmunda Ó. Jónasdóttir
ÞJÓTUR - Ólöf Guðmundsdóttir
NES - Guðmundur Ingibersson
EIK - Unnur María
GRÓSKA - Steinn Sigurðsson
ÖRVAR - G. Sóley Guðmundsdóttir
GÁSKI/ÍF - Þórður Á. Hjaltested
ÖSP - Þuríður Einarsdóttir
SUÐRI - Svanur Ingvarsson
ÍF - Ólafur Magnússon
ÍF - Anna K. Vilhjálmsdóttir
ÍF - Anna G. Sigurðardóttir
ÍF - Margrét Hallgrímsdóttir
ÍF - Svava Árnadóttir
ÍF - Ólafur Þ. Jónsson
ÍF - Erlingur Þ. Jóhannsson
ÍF - Kristján Svanbergsson
DAGSKRÁ
1. Skýrsla ÍF lesin
2. Íslandsleikar SO
3. Samstarfsverkefni ÍF og KSÍ - knattspyrna
4. Tillögur/lagabreytingar til Sambandsþings
5. Samstarf/tengsl við almenn íþróttafélög
6. Stefnumótun
7. Annað * Ratleikur
* Sambandsþing
1.
SÁL bauð fundarmenn velkomna og las dagskrá fundarins, síðan las hann punkta úr skýrslu ÍF frá síðasta formannafundi.
2
AKV kynnti dagskrá Íslandsleika SO og sagði að núna yrði það haldið í tengslum við Vor- og afmælismót íþróttafélagsins Aspar.
3.
ÓM sagði frá 5000 $ styrk sem Ísland hefði fengið frá Special Olympics til þess að geta undirbúið og staðið fyrir knattspyrnumóti fyrir þroskahefta. ÓM bað félögin um að athuga í sinni heimabyggð hvort ekki væri hægt að finna stelpur og stráka í aðildarfélögunum eða utan þess sem hefðu áhuga á knattspyrnu og senda á mótið. Vonast er eftir um 40 þátttakendum. Í tengslum við þennan styrk sagði ÓM frá því að hann hafi setið fundi með fulltrúum KSÍ sem m.a. hafa samþykkt að í öllu sínu fræðsluefni væri knattspyrna fyrir fatlaða kynnt. Knattspyrnumót fyrir fatlaða verður liður í íþróttahátíð ÍSÍ og verður mótið haldið í Reykjaneshöllinni laugardaginn 20. maí. Keppendum yrði fyrir mótið skipt upp í 5 manna lið, t.d. Reykjavík á móti landsbyggðinni. Félögunum leist vel á þetta mót og voru bjartsýn á að næðist jafnvel til krakka sem ekki hefðu verið með þeim í starfi áður. Keppendur mega vera allt niður í 8 ára á þessu móti. Ábending kom um að það þyrfti að vera til íslensk þýðing á þessu móti.
4.
ÞÁH fór yfir tillögur milliþinganefndar sem hann afhenti fundarmönnum og fór yfir þær breytingartillögur sem lagðar verða fyrir sambandsþing ÍF í nóvember n.k.(Sjá framlagt skjal). SÁL benti á að félögin þyrftu að breyta sínum lögum í samræmi við þessar tillögur ef þær verða samþykktar og jafnframt að breyta í sínum lögum varðandi sameiningu Íþróttasambands Íslands og Ólympíunefndar Íslands sem nú heitir Íþrótta- og ólympíusamband Íslands, skammstafað ÍSÍ.
5.
AKV ræddi við fundarmenn um þetta málefni og kom m.a. inn á að nú væri blöndun orðin meiri í skólum en áður og hefur það bæði kosta og galla í för með sér. Einnig kom AKV inn á samstarf íþróttafélaga fatlaðra og "opinna" félaga, og sagði að félögin og þeir sem vinna að íþróttum fatlaðra þyrftu að fara að athuga hvort ekki geti hentað betur að félögin t.d. leiðbeini "sínum" einstaklingum inn í "opin" félög ef það er það sem þeir vilja. Kom fram í umræðum um þetta að það eru skiptar skoðanir um þetta en það væri alveg víst að þótt félögin hugsuðu og ynnu fyrst og fremst eftir því hvað einstaklingarnir sjálfir vildu þá myndi íþróttafélög fatlaðra líklega aldrei leggjast af, þótt starfssvið þeirra gæti breyst töluvert ef samstarf við "opin" félög gengi vel í framtíðinni. AKV sagði að miklar breytingar væru núna í gangi í tengslum við tilfærslu á málefnum fatlaðra frá í ríki til sveitarfélaga og þyrftum við að nota tækifæri núna og ganga inn í þetta ferli áður en endanlega verður búið að ákveða hvernig þetta nýja starfssvið sveitarfélaga verður ennfrekar, með því að koma inn í ferlið núna gætum við komið með hugmyndir sem annars myndu ekki koma fram. Ábending kom frá Unni, EIK að á Akureyri væri skipulagið á breytingunum ekki gott og hefði íþróttafélögunum þar t.d. ekki verið boðin þátttaka í að ræða um þessar breytingar, og nú sé strax farið að skera niður í hinum ýmsu flokkum. ÞÁH benti á að ýmis félög væru nú þegar komin í byrjunarsamstarf við "opin" félög og nefndi þar Gáska sem er inn á æfingum hjá Aftureldingu. AKV sagði frá samstarfi ÍVARS og sundfélagsins Vestra og íþróttafélagsins ASPAR og Gerplu vegna fimleika þroskaheftra. ÓM benti á að ef samstarf okkar aðildarfélaga og "opinna" félaga yrði aukið væri meiri möguleikar t.d. á að stofnaðar yrðu sérdeildir hjá "opnu" félögunum þar sem gæti verið boðið upp á knattspyrnu fyrir fatlaða.
Miklar og góðar umræður urðu um málið.
6.
SÁL lagði fram tillögur stefnumótunarnefndar ÍF sem unnar voru úr því sem kom fram á stefnumótunarfunum með starfsfólki/nefndum/stjórn ÍF og formönnum aðildarfélaga. SÁL fór sérstaklega yfir þær helstu breytingar sem myndu verða á starfsemi ÍF ef þessar tillögur verða samþykktar og unnið úr þeim og þá sérstaklega fór hann yfir og kynnti starfssvið hverrar stjórnsýslunefndar.
Mikil umræða var um hugmynd um að koma af stað starfi með "konsulentum" sem yrðu líklega í hverjum landsfjórðungi. Félögunum leist mjög vel á þessa hugmynd og töldu að þetta starf gærti hagrætt starfi ÍF og skrifstofunnar jafnt sem starfi íþróttafélaganna sjálfra. SÁL sagði að ef þessir "konsúlentar" kæmu inn í starfið þá myndi þeirra verksvið m.a. að efla og auka starfsemi og tilboð aðildarfélaga ÍF og tilboð fyrir fatlaða í heimabyggð auk þess sem hægt væri að sjá fyrir sér að þessir starfsmenn sæju um að fylgjast með þeim fötluðu einstaklingum sem væru komin í "opin" félög. Ábending kom um að svona konsúlentastarf þyrfti að undurbúa mjög vel, hvar eiga þeir að starfa, hvað verður þeirra verksvið o.fl. SÁL sagði að hann hefði rætt við heilbrigðisráðherra um þetta mál sem leist vel á þessar hugmyndir og rætt hefði verið að þessir starfsmenn myndu jafnvel vinna á eða í sambandi við svæðisstjórnirnar sem eru í hverjum landsfjóðrungi. Einnig sagði SÁL frá hugmynd um að starfsemi þessara "konsúlenta" yrði greidd af t.d. ríki og eða sveitarfélögum (Samband íslenskra sveitarfélaga) . Ábending kom um að það þyrfti að ráða séraðila eingöngu í undirbúning fyrir stofnum starfsemi "konsulentanna". SÁL sagði að jafnvel þyrfti að a ráðs undurbúningsaðili að stofnum "konsúlentastarfi" . Hugmynd kom um að hafa þyrfti samstarf við t.d. ÖBÍ og Sjálfsbjörg vegna þessa, en ábending kom á móti um að ef konsúlentarnir myndu vinna fyrir fleiri félög en ÍF þá myndi þetta dreifast of mikið og sá starfskraftur myndi ekki leggja allt sitt í að standa að og vinna að málefnum ÍF, en SÁL sagði þó að umræður yrðu líklega við ÖBÍ varðandi þetta mál.
SÁL sagði að þetta verkefni yrði til reynslu t.d. til 2-3ja ára ásamt því að reynt yrði að fá öflugustu íþróttanefndirnar til þess að starfa eftir nýrri starfsmótun, þ.e. sjálfstæður fjárhagur þeirra.
Ýmsar hugmyndir og umræður varðandi þetta mál komu fram.
MH benti á að "konsulenta" starfið væri ekki nýtt hjá ÍF því starfsmenn hafi sinnt því með öðrum skipulögðum verkefnum, en sagði að nýtt skipulag á þessum "konsulentastarfi" myndi minnka álag á starfsfólk og myndi líklega auka starfsemi aðildarfélaganna eða í kringum þau.
Tómas, Firði benti á að "opin" félög hefðu aðlagað sig að sífellt yngri og yngri þátttakendum í íþróttum og ættu þar að leiðandi alveg eins að vera möguleiki fyrir þau að aðlaga sig að þjálfun og þátttöku fatlaðra í starfi hjá þeim.
Ýmsar almennar umræður urðu um málefni sem tengdust stefnumótunartillögunum.
Fundarmenn samþykktu að stefnumótunarnefnd hélgi áfram að starfa að þessari mótun og jafnframt að vinna að því að athuga með undirbúningsstarfsmann að "konsúlentastarfi" og einnig að athuga með hvar sé hægt að fá styrki eða fjármagnsstuðning við þetta verkefni, en vegna "undirbúningsstarfsmanns" að "konsúlentastarfi" þyrfti að athuga fjármagnskostnað.
7.
* AKV kynnti tilboð frá Danmörku um að leiðbeinendur kæmu þangað ÍF að kostnaðarlausu til þess að kenna og setja upp ratleik fyrir fatlaða. Bað AKV félögin um að láta sig vita hvernig þessu máli verði tekið hjá félögunum.
* SÁL bar upp það erindi hvort formenn væru samþykkir því að ef með þyrfti að þá yrði Sambandsþingið fært fram um eina viku, og var það samþykkt
AKV kom með ábendingu frá Hörpu, ÍVARI að þeim fyndist nóg að taka þátt í 2 mótum á ári.
Að þessu loknu þakkaði SÁL fyrir mjög góðan fund og sleit honum kl. 13:45.
Fundarritari: AGS