Fundargerð
formannafundar haldinn á Akureyri 1. maí 1999.
Á fundinn mættu eftirtaldir
aðilar.
Sveinn Áki Lúðvíksson, ÍF (SÁL)
Kristján Svanbergsson, ÍF (KS)
Ólafur Þ. Jónsson, ÍF (ÓÞJ)
Camilla Th. Hallgrímsson, ÍF (CTH)
G. Sóley Guðmundsdóttir, Örvars (GSG)
Inga Harðardóttir, Þjóts (IH)
Valgerður Hróðmarsdóttir, Firði (VH)
Kristján M. Ólafsson, Gný (KMÓ)
Valgerður Pálsdóttir, Gný (VP)
Guðmunda Jónasdóttir, Kveldúlfi (GJ)
Hafsteinn Ingibergsson, Ness (HI)
Gísli H. Jóhannsson, Nes (GHJ)
Þórður Á. Hjaltested, ÍF/Gáski (ÞÁH)
Jósep Sigurjónsson, Akurs (JS)
Ísleifur Bergsteinsson, ÍFR (ÍB)
Bragi Sigurðsson, bocciadeild Völsungs (BS)
Haukur Þorsteinsson, Eikar (HÞ)
Ólafur Ólafsson, Aspar (ÓÓ)
Salmína S. Tavsen, Grósku (SST)
Erlingur Þ. Jóhannsson, ÍF (EÞJ)
Svava Árnadóttir, ÍF (SÁ)
Margrét Hallgrímsdóttir, ÍF (MH)
Svanur Ingvarsson,Suðra (SI)
Ólafur Magnússon, ÍF (ÓM)
Anna Guðrún Sigurðardóttir, ÍF (AGS)
Á dagskrá fundarins var:
1. Fundarsetning; Sveinn Áki
Lúðvíksson, formaður ÍF
2. Skýrsla stjórnar
3. Samstarfssamningur Flugfélags
Íslands og Íþróttasambands Fatlaðra
4. Afmæli ÍF
5. Frá milliþinganefnd
6. Endurskoðun laga ÍF
7. Íslandsmót ÍF
8. Fjáraflanir, Kristján
Svanbegsson, ÍF
Ólafur Magnússon,
ÍF
Gísli
Jóhannsson, Nes
9. Vetraríþróttir fatlaðra, Þröstur Guðjónsson
10. Annað
1. – 2.
SÁL bauð fundarmenn velkomna á fundinn og las yfir dagskrá
fundarins. Þessu næst stiklaði hann á
stóru í skýrslu stjórnar ÍF og sagði frá helstu verkefnum, s.s. mótum, fundum,
námskeiðum og kynningum sem ÍF hefur tekið þátt í frá Sambandsþingi ÍF
1998. Ein fyrirspurn kom um að
sundbæklingur sem sundnefnd ÍF hannaði fyrir alla sundþjálfara á landinu hefði
ekki sést hjá aðildarfélögum ÍF.
Sagði ÓM að hann yrði sendur með fundargerðinni, og skýrði EÞJ frá því
að þessi bæklingur hefði verið sendur til allra sundþjálfara hjá Sundfélögum
ófatlaðra, en árétti að bæklingurinn yrði sendur til aðildarfélaga ÍF.
SST sagði að kynningar væru nauðsynlegar og þyrfti helst að auka þær
þar sem þær eru mjög jákvæðar og verða til þess að fólk þekkir bæði sambandið,
starfið og aðildarfélögin betur.
ÍB sagðist sammála og sagði að ÍFR hefði að einhverju leiti kynnt starf
sitt með kynningum, en sagði að það þyrfti að leggja meiri áherslu á kynningar.
HÞ sagði frá því að í Eik er lítil nýliðun, en sagði að þar gætu margar
ástæður legið að baki, en hann sagði að bæjarbúar þekktu félagið, þannig að það
væri ekki kynningu að kenna.
ÓÓ sagði að Ösp sendi út bréf um starfsemi Aspar til kynningar á
félaginu til sérkennara sem kæmi síðan upplýsingunum áfram til sinna
skjólstæðinga, ÓÓ sagði að þetta hefði skilað sér með aukinni þátttöku hjá
félaginu.
GHJ sagði að félögin þyrftu stanslaust að þrýsta á staðarblöðin, senda
inn greinar og myndir af öllu því sem er að gerast hjá félaginu, því ekki kæmu
fjölmiðlanir á staðinn, en þetta hefur reynst vel hjá Nesi.
GJ sagði aukningu hafa orðið í Kveldúlfi, sérstaklega eftir góðan
árangur Einars Trausta en hún tæki eftir því að fólk væri ennþá hrætt við að
koma.
ÍB sagðist hafa viljað fá smá umræðu um þessi kynningarmál frá hinum
félögunum, en hann minntist einnig á af hverju fjölmiðlar væru algjörlega
áhugalausir þegar kæmi að fötluðu afreksfólki, að þeim fyndist afrek fatlaðra
ekki á við afrek ófatlaðra.
SÁL lauk þessum umræðum með því að segja að samkvæmt skoðanakönnun sem
ÍF lét gera 1998, hefði almenningur í landinu áhuga og þekkingu á starfi ÍF en
fjölmiðlar lítinn sem engan áhuga, hverju sem um væri að kenna.
3.
ÓM sagði frá samningum sem nýbúið er að undirrita við Flugfélag
Íslands, en samkvæmt þeim fær ÍF og aðildarfélög þess tækifæri á að fljúga
innanlands á lægri hópfargjöldum en annars.
(Samningi var dreift til fundarmanna)
4.
SÁL sagði frá starfsemi ÍF á 20 ára afmæli sambandsins og ýmsum atriðum
tengd afmælinu s.s.
Ø Ratleik sem
haldinn verður sunnudaginn 16. maí og hvatti aðildarfélögin að auglýsa þessa
uppákomu vel og hvatti þau jafnframt til þess að taka þátt.
Ø Móttöku sem
verður á Hótel Sögu á 20 ára afmælisdag ÍF, þann 17. maí n.k., en þar eru
aðildarfélög ÍF velkomin til að taka þátt í afmælishátíðinni.
Ø Heimsókn forseta
IPC (alþjóðaólympíunefndar fatlaðra), en hann mun m.a. koma fram í fjölmiðlum,
hitta forseta Íslands, forseta ÍSÍ,
íþróttafulltrúa ríkisins og taka þátt í afmælishátíðinni.
Ø SÁL sagði þetta
ár vera tileinkað íþróttum fyrir þá sem ekki teljast til afreksfólks og sagði
einnig frá tveimur stærstu verkefnum sem ÍF tekur þátt í á árinu en það er
norræna barna- og unglingamótið sem haldið verður í Finnlandi í júní og
Sumarleikum Special Olympics sem verða haldnir í Bandaríkjunum í júní/júlí, en
þetta er stærsti íþróttaviðburður heims á þessu ári.
Ø Smásagnasamkeppni
grunnskólabarna sem stefnt er á að halda í haust.
Ø Námskeiði/kynningu
fyrir leiðbeinendur mikið fatlaðra sem haldið verður í október.
5.-6.
ÞÁH sagði frá starfi milliþinganefndar frá Sambandsþingi 1998 og kynnti
breytingatillögu nefndarinnar á lögum ÍF.
Nokkrar umræður urðu um 5. grein laganna en ekki er endanlega búið að
vinna að þessari tillögu.
Í þessum lið sögðu SÁL og ÓM að ÍF og jafnvel aðildarfélög þess þyrftu
að fara að huga að stefnumótun-hvert eiga íþróttir fatlaðra að stefna á nýrri
öld. Á ÍF t.d. að taka að sér allar þær greinar sem óskað væri eftir eða á ÍF að vera í samstarfi með hinum samböndunum
innan ÍSÍ, t.d. vegna kynninga á nýjum íþróttagreinum. Hvað með nýja skaðahópa
?
ÍB sagði að ÍFR væri búið að gera ákveðna stefnumótun, t.d. varðandi
þátttöku geðfatlaðra og einhverfra í íþróttum fatlaðra, einnig sagði hann
mikilvægt að sjálfboðaliðavinnan sem væri mikil í þessum geira, að hún myndi
halda áfram.
EÞJ sagði fjölda geðfatlaðra/einhverfra væri alltaf að verða meiri og
meiri. Benti EÞJ á að það væri ekkert
síður hlutverk almennra íþróttafélaga að sinna þessun hópi einstaklinga en
íþróttafélaga fatlaðra. EÞJ lagði
áherslu á að ef íþróttafélög fatlaðra tækju að sér kennslu/þjálfun þessara
einstaklinga kæmi til sér greiðslna frá sveitarfélögum.
ÍB sagði að ÍFR hefði tekið inn á æfingar ofvirka einstaklinga og
gengið vel.
ÓÓ bætti því við að Öspin tæki þessa einstaklinga líka en þá væri farið
fram á það að þeir hefðu með sér séraðstoðarmann á æfingar. ÓM endurtók það að ÍF og aðildarfélögin
þyrftu að taka ákveðna stefnu vegna starfa sinna, t.d. varðandi það að taka inn
nýjar greinar, er það skylda ÍF að taka það að sér, eða geta hin sérsamböndin
tekið á því.
SÁL bað fundarmenn um samþykki fyrir því að ÍF ynni að stefnumótun
fyrir sambandið og aðildarfélög þess og að milliþinganefnd fengi leyfi til að
halda áfram að vinna að endurskoðun laganna og voru fundarmenn sammála honum um
það.
7.
ÓM sagði það orðið mjög erfitt að innkalla farandbikara sem keppendur
fá á Íslandsmótum. Bað hann vegna þess um samþykki fundarmanna að hannaðir yrðu
eignabikarar í staðinn fyrir farandbikar og var það samþykkt með lófaklappi
fundarmanna.
ÓM kynnti útbreiðsluverkefni sem nýráðinn landsliðsþjálfari ÍF í
frjálsum íþróttum vinnur að fyrir KHÍ - Fjör í Frjálsum.
GHJ sagði að á Íslandsmótum ÍF væru dómaramál í boccia ekki nægilega
góð og kom fram með tillögu sem gekk út á það að miðað við ákveðinn fjölda af
liðum sem félögin senda á mótið, þá þyrftu félögin að útvega vissan fjölda af
dómurum, miklar umræður urðu um þessi
mál og m.a. sagðist HÞ algjörlega vera á móti þessari tillögu þar sem þetta
hefði í för með sér of háan kostnað sem félagið gæti ekki staðið undir, en hann
sagðist geta útvegað þennan fjölda dómara en félagið myndi þá ekki greiða fyrir
þá.
IH sagði það mjög mikilvægt að fá “alvöru” dómara á þessu mót, en ÓÓ
sem talaði fyrir boccianefnd sagði að oft kæmi það fyrir að félögin væru að senda
algjörlega óhæfa dómara á mótin og það þyrfti að gera eitthvað í þessum
málum.
JS benti á að boccia væri ekki eina greinin sem vantaði dómara, það
ætti alveg eins við í borðtenniskeppninni þar sem keppendur eru að dæma líka,
og þetta ætti líka við í íþróttum ófatlaðra, JS sagði að kynningar ÍF hlytu að
skila sér í fleira fólki sem hægt væri að láta dæma á Íslandsmótum.
ÍB sagði að hægt væri að lækka kostnaðinn við að félögin kæmu með
dómara, einfaldlega með því að félöginn ynnu betur saman, t.d. gæti hann og
fleiri aðilar útvegað gistingu ef á þyrfti að halda, sagði að fólk þyrfti að
athuga þetta betur.
8.
ÓM hélt erindi ásamt KS um hvernig staðið skyldi að því að afla sér
styrktar og samstarfsaðila.
GHJ fór yfir fjáraflanir sem Nes hefur staðið fyrir og hvernig hin
aðildarfélögin gætu verið að nýta sér einfaldar og mjög kostnaðarlitlar
hugmyndir um fjáröflun fyrir félögin.
CTH sagði, vegna þess hversu fjölmiðlar eru áhugalausir um íþróttir
fatlaðra, að hægt væri að hanna staðlað bréf með texta og myndum af keppendum
sem yrði síðan látið sem auglýsing í fjölmiðla þar sem tilkynnt væri um árangur
þeirra á hinum ýmsu mótum.
ÓÞJ benti á að ÖBÍ væri með sérstakan blaðafulltrúa, spurði hvort ekki
væri hægt að skipa ákveðin blaðafulltrúa um íþróttir fatlaðra.
9.
Þröstur Guðjónsson hélti erindi um ferð sína til Aspen í Bandaríkjunum
þar sem hann lærði að leiðbeina og kenna fötluðum í vetraríþróttum, hann sýndi
mjög áhugaverðar myndir frá skíðasvæðinu þar sem sýnt var hvernig þessi kennsla
fer fram.
10.
SÁL minntist á kjör Íþróttamanns ársins, velti því upp hvort ÍF ætti að
draga sig úr kjöri íþróttafréttaritara ársins, þar sem oftast hafa fatlað
afreksfólk ekki komist á blað. Þessu
næst þakkaði SÁL fundarmönnum fyrir árangursríkan og góðan fund og sleit fundi.