FORMANNAFUNDUR
ÍÞRÓTTASAMBANDS FATLAÐRA HALDINN Á LAUGARVATNI 16. SEPTEMBER 2001.
Sveinn Áki Lúðvíksson (SÁL), formaður ÍF
Þórður Árni Hjaltested (ÞÁH), stjórn ÍF
Kristján Svanbergsson (KS), stjórn ÍF
Ólafur Þ. Jónsson (ÓÞJ), stjórn ÍF
Margrét Hallgrímsdóttir (MH), varastjórn ÍF
Svava Árnadóttir (SÁ), varastjórn ÍF
Ólafur Magnússon (ÓM), framkvæmdastjóri Fjármálasviðs og Afrekssviðs ÍF
Anna K. Vilhjálmsdóttir (AKV), framkvæmdastjóri Fræðslu og útbreiðslusviðs og Special Olympics
Anna G. Sigurðardóttir (AGS), sviðsstjóri Þjónustusviðs ÍF
Júlíus Arnarson (JA), formaður ÍFR
Svanur Ingvarsson (SI), formaður Suðra
Þorbjörg Vilhjálmsdóttir (ÞV), þjálfari Suðra
Gísli Jóhannsson (GJ), formaður
Hafsteinn Ingibergsson, (HI), varaformaður
Ólöf Guðmundsdóttir (ÓG), formaður Þjóts
Magndís Guðmundsdóttir (MG), stjórnarmaður Þjóts
Tómas Jónsson, (TJ) formaður Fjarðar
Sóley Guðmundsdóttir, (SG) formaður Örvars
Ólafur Ólafsson (ÓÓ), formaður Aspar
Sólborg Bjarnadóttir (SB), varaformaður Aspar
Haukur Þorsteinsson (HÞ), formaður Eikar
Jósep Sigurjónsson (JS), formaður Akurs
Snorri Magnússon (SM), formaður Gáska
Steinn Sigurðsson(SS), varaformaður Grósku
Halldór Guðbergsson (HG), framkvæmdastjóri Sólheima
Kristján Ólafsson (KÓ), formaður Gnýs.
Jóna Björg Guðmundsdóttir (JBG), fulltrúi Ívars
1. Setning fundar og skýrsla stjórnar ÍF, SÁL
2. Frá sérsviðum ÍF – Kynning á helstu verkefnum
Ø Fjármálasvið
Ø Afrekssvið
Ø Fræðslu og útbreiðslusvið
Ø Þjónustusvið
Ø
3. Frá Special Olympicsnefnd ÍF – helstu verkefni
4. Málefni þroskaheftra á alþjóðavettvangi
5. Tilnefningar á mót á vegum ÍF, erlendis
6. Samstarfsverkefni ÍF og aðildarfélaga – tengiliður við skrifstofu ÍF
7. Hvati – tengiliður við skrifstofu ÍF
8. Umræðuhópar
9. Önnur mál
1.
SÁL bauð fundarmenn velkomna og sagðist vera mjög ánægður með það hvað formenn tóku vel í það að taka með á fundinn annan aðila frá hverju félagi. SÁL fór síðan yfir helstu atriði sem komu fram í skýrslu ÍF fyrir fundinn. Engar athugasemdir komu fram við skýrsluna.
2.a.
ÓM fór yfir verksvið Fjármálasviðs og sýndi
glærur þar að lútandi. Einnig tilkynnti
hann hverjir sætu með honum í starfshóp sviðsins en það eru þau Sveinn Áki
Lúðvíksson – Kristján Svanbergsson – Svava Árnadóttir og
Svavar Kristinsson. Það sem m.a. kom fram var að þetta svið sér m.a. um að yfirfara
fjármagnsþörf og gerð áætlana, auka tekjur sambandsins o.fl. Sviðshópurinn hefur sett sér það markmið að vera búinn að ljúka lið 1 fyrir 1.október n.k. en það er að
yfirfara fjármagnsþörf hvers sviðs, nefndar og ráðs innan ÍF,
KS tók síðan til máls og kynnti
fjáröflunarverkefni sem ÍF vinnur nú að en það er að gefa út jólageisladisk
fyrir næstu jól. Stefnt er að því að
hann komi út í október og þá verður aðildarfélögum
boðið að kaupa eintök sem þau geta síðan endurselt á sínu svæði. Staðið verður að símsölu til þess að byrja
með og síðan fer diskurinn á markað. Byrjað verður að leika
lögin í útvarpi á fyrsta sunnudegi í aðventu. Tvö frumsamin lög eru á
diskinum og hin lögin eru þekkt og vinsæl íslensk
jólalög. KS bað formenn um að koma með
hugmyndir að nafni á diskinum og eru niðurstöður
eftirfarandi.
1.
Jólin eru að koma
2.
Jól.is
3.
Jólalögin þín
4.
Því jólin eru að koma
5.
Jólarokk
6.
Jólasyrpa ÍF
7.
Væntingar
8.
Meiri jól-meiri jól
9.
Jólasmellir 2001
10.
Jólaland
Og eftir æsispennandi kosningu um hvaða titill
fengi flest atkvæði þá kom í ljós að titillinn “Jólasyrpa ÍF” hafði fengið
flest atkvæði eða alls 6. Í öðru sæti
lenti titillinn “Jólin eru að koma” og í 3. Sæti lenti titillinn “Jól.is”.
Fjármálasvið áskilur sér rétt til að binda þessa
kosningu ekki, ef skoðanir starfshóps sviðsins benda til þess að annar titill
eigi betur við markaðslega séð.
2.b.
AFREKSSVIÐ
ÓM kynnti starfssvið Afrekssviðs og tilkynnti
hverjir sætu í starfshóp sviðsins ásamt honum en það eru þeir Erlingur Þ.
Jóhannsson - Kári Jónsson - og Baldur Fredrikssen.
ÓM fór yfir verkefnalista fyrir afrekshópa fatlaðra fyrir næsta ár
ásamt því sem hann sagði frá fundum sem starfshópurinn
hefur setið með fulltrúum allra íþróttanefnda ÍF. Á þessum fundum kom fram að
nefndirnar eru misjafnlega langt á veg komnar með að útbúa afreksstefnu
íþróttagreinarinnar en þó væru allavega 2 nefndir búnar að klára það verkefni.
2.c.
FRÆÐSLU- OG ÚTBREIÐSLUSVIÐ
AKV kynnti starf fræðslu og útbreiðslusvið og tilkynnti hverjir sætu ásamt henni
í starfshóp sviðsins, en það eru Margrét Hallgrímsdóttir, Ragnheiður
Guðmundsdóttir og Svandís Sigurðardóttir.
Sviðið skiptist síðan í nokkur ráð þar sem
margvíslegt starf er innan sviðsins, þau ráð sem eru innan sviðsins eru,
fagráð, útbreiðsluráð og fræðsluráð.
Sviðshópur og ráðin eiga að stuðla að betra fræðslu og útbreiðslustarfi
hjá ÍF, t.d. gagnvart aðildarfélögum ÍF.
AKV kynnti síðan reiðnámskeið sem fræðslu og útbreiðsluráð ÍF stendur
fyrir dagana 5.-7. október n.k. á Sauðárkróki í samstarfi við Hestamiðstöð
Íslands. Almennar umræður urðu um
reiðnámskeiðstilboð víða um land.
Að lokum kynnti AKV verkefni innan “Adapted physical education” sem
tengist þjálfun ungbarna. Hingað til lands er nýflutt kona, Carola Frank
Aðalsteinsson, sem er sérmenntuð á þessu
sviði og hefur ÍF óskað eftir nánari kynningu og samstarfi varðandi ýmis mál
sem tengjst hennar sérnámi sem er nær því óþekkt hér á landi.
AKV kynnti einnig helstu verkefni á vegum Special Olympics nefndar ÍF
s.s. undirbúningsmót á Írlandi vegna alþjóðaleika SO 2003.
Hún sýndi fundargestum kort í svipuðu formi og bocciadómaraskírteini ÍF
en þetta kort yrði afhent skráðum sjálfboðaliðum innan ÍF og sett í prentun ef
áhugi væri á því.
Þetta mál hafði verið kynnt á formannafundi ÍF í maí.
Í tengslum við kynningu á Special Olympics tók ÞÁH
við og sló saman liðum 3 og 4.
ÞÁH útskýrði uppbyggingu íþróttasamtaka þroskaheftra s.s. Inas-FID sem
eru íþróttasamtök þroskaheftra og
Special Olympics og fór yfir stöðu mála varðandi þá uppákomu sem varð í
Sydney í tengslum við keppni þroskaheftra.
ÞJÓNUSTUSVIÐ
AGS kynnti starfssvið Þjónustusviðs ásamt því að tilkynna hverjir sætu með henni í starfshópi sviðsins en það eru þær Camilla Th. Hallgrímsson og Ragnheiður Kristiansen. AGS sagðist óska eftir miklu og góðu samstarfi við aðildarfélög ÍF í framtíðinni og sagði að með nýju skipulagi kæmu líklega einhverjar breytingar fram og m.a. nefndi hún að nú hefði verið reynt á hvort skráningarfrestur á Íslandsmótið myndi verða tekinn alvarlega eða ekki og sagðist hún ánægð með viðbrögð aðildarfélaganna þótt skráningar hefðu ekki borist frá öllum félögunum. AGS sagði að þau markmið sem kæmu fram í starfslýsingu sviðsins ættu að verða til þess að þjónustustarf skrifstofunnar m.a. gagnvart aðildarfélögunum ætti að verða markvissara en sagði að það myndi að sjálfsögðu byggja á góðu samstarfi.
Að lokum var dreift til fundarmanna mynd sem prýðir næsta jólakort ÍF og fundarmenn beðnir um að skrifa niður pantanir á jólakortum ef möguleiki væri á.
Einnig var dreift lista þar sem fundarmenn voru beðnir um að skrifa niður pantanir á jólageisladisk ÍF ef möguleiki væri á. Verkefnalista ÍF var dreift til fundarmanna.
AGS lauk sínu erindi með því að koma bréfi frá lionsklúbbnum Hæng á Akureyri áfram til Sveins Áka sem las bréfið fyrir fundarmenn. Í bréfinu var skýrt frá því að klúbburinn vilji halda Íslandsmót ÍF í boccia, sveitakeppni árið 2002 og 2003 í samræmi við samþykkt formannafundar í maí 2001. Samþykktu fundarmenn þessa niðurstöðu.
ÓÓ sagði að boccianefnd ÍF myndi áskilja sér rétt til þess að koma að þessu móti með mótshöldurum þar sem þetta er Íslandsmót ÍF og vonaðist eftir því að áfram yrðu notuð þau forrit og annað sem nefndin hefur notað á Íslandsmótum hingað til. Nokkrar umræður urðu um bréfið og Íslandsmót ÍF.
5.
AKV áréttaði það að þegar ÍF óskaði eftir tilnefningum á keppendum frá
aðildarfélögum, sérstaklega vegna móta erlendis þá yrði að vinna vel að þeim
málum og ekki mætti tilnefna, bara til að tilnefna. Góð þekking verður að vera á fötlun
viðkomandi einstaklinga og ekki síður þjálfunarástandi viðkomandi. Ef
forráðamenn félaga þekkja ekki einstaklinginn þannig að hægt sé að rökstyðja
tilnefninguna, þá yrði að vera samstarf á milli stjórna aðildarfélaganna og
þjálfara félaganna þannig að ekki væri verið að tilnefna einstaklinga sem
jafnvel eiga ekki heima á þessum mótum.
Önnur tilboð væru þá betri fyrir viðkomandi aðila.
6.
AKV spurði formenn aðildarfélaga ÍF hvort það gæti stuðlað að markvissari vinnubrögðum og meiri áhuga og ábyrgð gagnvart samstarfsverkefnum, ef félögin tilnefndu ákveðinn aðila frá félaginu, til aðstoðar formanni við að sjá um viss málefni sem bærust frá Í. Það kom fram að formenn töldu þetta vera hugmynd sem gæti skilað betra samstarfi á sumum sviðum en AKV bað formenn að hugleiða þetta mál.
AKV sagði að lokum að stjórn ÍF hefði eindregið viljað að hún héldi áfram að sinna DV-síðunni sem kemur út hálfsmánaðarlega en AKV sagði það vera orðið erfitt þar sem hún fær ekki nein viðbrögð við þeim óskum sem hún sendir aðildarfélögunum s.s. vegna aðstoðar við efnisöflun og fleira. AKV tók fram að þótt félögunum þættu sín verkefni kannski ekki eiga erindi á þessa síðu þá þætti öðrum mjög gaman að fræðast um það sem er að gerast hjá félögunum eða keppendunum innan félaganna. SÁL hvatti formenn eindregið um að skoða verkefnin í sínum félögum og senda þó ekki væru nema nokkrar línur og myndir frá því starfi sem er í félaginu, t.d. frá æfingum eða fundum eða ferðalögum o.fl.
7. HVATI
AKV beindi þeirri fyrirspurn til formanna hvort ekki væri hægt að hafa tengilið frá aðildarfélögum við skrifstofu ÍF sem sæi um efni í HVATA, það gætu verið myndir, greinar, upplýsingar o.fl og bað formenn um að íhuga hver það yrði annar en formaður ef hann treystir sér ekki til að taka öll mál að sér, enda erfitt að láta öll verkefni vera á herðum sama aðila. SÁL benti á að bæði DV-síðan og HVATI væri til þess að koma t.d. starfsemi aðildarfélaga ÍF á framfæri.
8. UMRÆÐUHÓPAR
AKV sá um að skipta fundarmönnum í hópa og hver hópur fékk verkefni sem
hann átti að ræða saman um og skila síðan greinargerð eftir tiltekinn tíma.
HÓPAR.
1.
Ímynd ÍF er mjög tengd afrekum á
íþróttasviðinu-getur þessi ímynd fælt fólk frá?
>Hvernig má tengja ímynd ÍF betur að hinum almenna
iðkanda, 99% iðkenda?
>Hvað gæti stuðlað að auknum áhuga á þessum hópi
innan hreyfingarinnar?
2.
Er orðið “íþróttir” of einangrað við tilboð í
ákveðnum greinum innan ÍF?
>Á að fara nýjar leiðir til þess að ná til þessa
hóps? Þá hvaða leiðir?
>Gætu tilboð í leikjaformi aukið þátttöku barna í
íþróttafélögum fatlaðra?
3.
Hætta er á að einstaklingar “týnist” ef þeir eru
ekki innan aðildarfélaga ÍF?
>Eiga aðildarfélög ÍF að eiga frmkvæði að samstarfi
við almenn íþróttafélög?
>Hvaða leiðir er æskilegast að fara svo einstaklingar
“týnist”ekki?
4.
Starfsemi íþróttafélaga er of oft á herðum örfárra
einstaklinga?
>Geta formenn virkjað umhverfi sitt betur og þá með
hvaða hætti?
>Getur verið að skýrt afmarkað starfssvið leiði til
aukinnar ábyrgðar hvers og eins?
>Skorast fólk undan ábyrgð eða eru aðrar ástæður að
baki?
1. Hópur
Góður árangur t.d. í frjálsum íþróttum, knattspyrnu virkar sem vítamínsprauta í viðkomandi íþrótt, langsótt að afreksíþróttamenn fæli aðra frá en þó þarf að leggja mikla áherslu á gildi almennrar þátttöku og reyna að gera þann hóp sýnilegan á sem flestum stöðum.
Ná
til almennra iðkenda:
Halda eftirfarandi á lofti;
*Heilsugildi
*Félagslegu gildi
*Fá sögu afreksmannsins (af og til) byrjandi - afreksmaður
*Allir fá að keppa sem vilja>bæta sinn árangur eða bara að vera með.
*Fjölbreytt val – bjóða upp á fjölbreytt tilboð
“Maður á mann”aðferðin.
2. Hópur
*Nei, við skilgreinum okkur sem íþróttafélög
*Mætti kallast íþrótta og leikjaskóli fyrir yngri iðkendur
*Tilboð í leikjaformi geta aukið þátttöku
*Hafa opinn kynningardag hjá félögunum
*Aldursskipting er nauðsynleg.
3. Hópur
1a
Aðildarfélögin komi sér í samband við íþróttafélögin sem eru með leikjanámskeið og jafnvel starfi þar með (hér er átt við yngstu börnin)
1b
Og eins, að þátttakendur sem eru komnir lengra og vilja/þurfa meiri kröfur hafi möguleika að æfa með ófötluðum (að hluta).
1c
Ef samstarf á að vera þurfa aðildarfélögin að hafa frumkvæði
2a
Virkja íþróttakennara og sérkennara í skólunum.
2b
Senda kynningarbæklinga um íþróttir fatlaðra í gegnum svæðisskrifstofur og sveitarfélögin.
2c
Fá ráðgjöf frá fræðsluráði.
9.
ÖNNUR MÁL
AKV lagði fram skjal þar sem t.d. kemur fram hlutfall karla og kvenna í íþróttum ,t.d. hjá ÍF þar sem hlutfallið er tiltölulega jafnt 60% kk 40% kvk en einnig var yfirlit yfir aldursskiptingu - 15 ára og +16 ára. Þar var hlutfall – 15 ára 26%
AKV benti á að þeir sem vildu skoða þetta nánar gætu farið inn á heimasíðu ÍSÍ.
ÓÓ minntist á tilboð Café RIIZ á Ísafirði en veitingastaðurinn ætlar að
opna sérstaklega fyrir hópa aðildarfélaga en venjulega lokar staðurinn
1.september. ÓÓ hvatti fólk til þess að
hafa samband við staðinn sem fyrst ef félögin vildu gera stutt stopp á ferð
sinni til Ísafjarðar og fá sér að borða, en ítrekaði að þetta er tilboð og það
sé ekki verið að segja félögunum að nýta sér það, það er alfarið undir hverju
félagi komið hvort þau nýta sér þetta eða ekki.
AKV lagði fram skjal vegna lokahófa og mótssetninga sem hún bað formenn
um að leggja fram á næsta stjórnarfundi í sínu félagi og fara yfir og senda
svar á skrifstofu ÍF fyrir 1. október n.k.
GJ benti á að hann hefði sent ÍF bréf varðandi kostnað við lokahóf þar
sem hann taldi, þetta bréf var ekki lagt fram en verður sent með skýrslu frá formannafundi
ÍF.
GJ kom með athugasemd vegna verðs á lokahófi á Íslandsmótinu á
Ísafirði, sagðist skilja að að Ívarsfólk vildi hafa þetta flott og það kostar
en sagðist samt vera á móti þessum mikla kostnaði við lokahóf. Einnig bað hann aðra formenn um að taka frá í
dagbókinni 17. nóvember n.k. en þá verður íþróttafélagið Nes, Suðurnesjum 10
ára.
JS kom með fyrirspurn vegna HVATA, sagði að það liði allt of langur
tími frá því að HVATI kæmi út og þangað til aðildarfélögin fengju blaðið í
hendur, einnig minntist hann á gang mála varðandi heimasíðuna. ÓM svaraði vegna heimasíðunnar og sagði að
ferlið væri búið að vera of langt en að reynt yrði mjög fljótlega að setja
“allt á fullt” í að koma þessu í gott lag. Varðandi Hvata nú í sumar, varð
breyting á fyrirkomulagi útsendinga frá prentsmiðju en yfirleitt hefur Hvati
verið sendur beint þaðan.
Jósep minntist á að þar sem flestir væru nú komnir með tölvupóst væri
gott að fá sendar t.d. myndir sem ástæða þykir til að kynna, beint í
tölvupósti.
HÞ kom og þakkaði stjórn og starfsmönnum fyrir mjög góða
þjálfararáðstefnu og formannafund.
Einnig benti hann á að honum hefði fundist skipulag Íslandsleika SO í
sumar ekki eins og hann hefði búist við af ÍF, t.d. vantaði íslenska fánann, ÍF
fánann og það var enginn fulltrúi ÍF til að setja mótið þannig að hann sjálfur
hefði gert það sem honum fannst reyndar ánægjulegt. ÓM svaraði þessu og sagði að þar sem mjög
fáir keppendur hefði verið á þessum Íslandsleikum/þríþraut þá hefði verið
ákveðið af undirbúningshóp að hafa þetta í “Low profile” þar sem þeir teldu að
mikil athygli að svona litlu móti yrði jafnvel ÍF, mótinu og keppendum til
vansa, þannig að hann sagði að þetta hefði átt að vera eins og þetta var. ÓM tók líka fram að það hefði verið skýr
verkaskipting hjá undirbúningsnefndinni.
AKV spurðist fyrir hvernig formönnum litist á uppkast að
sjálfboðaliðakorti og líkaði fundarmönnum vel þessi hugmynd.
Að þessu loknu tók SÁL til máls og þakkaði fundarmönnum mjög góðan fund
og sleit fundinum kl. 16:00.
Fundarritari
AGS