HALDINN
Í ÍÞRÓTTAHÖLLINNI Á AKUREYRI
6.
MAÍ 2001
MÆTT:
Sveinn Áki Lúðvíksson, formaður ÍF (SÁL)
Camilla Th. Hallgrímsson, varaformaður ÍF (CTH)
Ólafur Þ. Jónsson, stjórn ÍF (ÓÞJ)
Margrét Hallgrímsdóttir, stjórn ÍF (MH)
Svava Árnadóttir, stjórn ÍF (SÁ)
Ólafur Magnússon, starfsmaður ÍF (ÓM)
Anna K. Vilhjálmsdóttir, starfsmaður ÍF (AKV)
Anna G. Sigurðardóttir, starfsmaður ÍF (AGS)
Júlíus Arnarson, formaður ÍFR, Reykjavík (JA)
Gísli H. Jóhannsson, formaður
Guðrún Árnadóttir, formaður Snerpu, Siglufirði (GÁ)
G. Sóley Guðmundsdóttir, formaður Örvars, Egilsstöðum (GSG)
Harpa Björnsdóttir, formaður Ívars, Ísafirði (HB)
Svanur Ingvarsson, formaður Suðra, Selfossi (SI)
Jósep Sigurjónsson, formaður Akurs, Akureyri (JS)
Haukur Þorsteinsson, formaður Eikar, Akureyri (HÞ)
Lilja Sæmundssdóttir, stjórnarmaður Völsungs, Húsavík (LS)
Ólafur Ólafsson, formaður Aspar, Reykjavík (ÓÓ)
Tómas Jónsson, formaður Fjarðar, Hafnarfirði, (TJ)
Kristján Ólafsson, formaður Gnýs, Sólheimum (KÓ)
Valgerður Pálsdóttir, starfsmaður Gnýs, Sólheimum (VP)
Kári Jónsson, verkefnisstjóri ÍF í frjálsum íþróttum (KJ)
1.-2. Fundarsetning/skýrsla
SÁL setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna, las síðan nokkra punkta úr
skýrslu ÍF fyrir fundinn en sagði þó sérstaklega frá því hvernig staðan er í
alþjóðamálum íþrótta fatlaðra. T.d. sagði hann frá
afleiðingum hneykslismálsins í
SÁL skýrði einnig frá þeim
styrktarsamningum sem ÍF er búið að undirrita við hin ýmsu fyrirtæki s.s.
Rúmfatalagerinn, Flugleiðir, Sjóvá-Almennar o.fl.,
einnig sagði hann að unnið væri að undirbúningi fleiri samninga.
3a. Stefnumótun
SÁL kynnti formönnum ný
skipurit að innra og ytra starfi ÍF ásamt því að
tilkynna skiptingu starfsmanna sem nú hafa ákveðin svið sem þau sjá um. Ólafur Magnússon, framkvæmdstjóri
fjármálasviðs og Afrekssviðs, Anna K. Vilhjálmsdóttir,
framkvæmdastjóri fræðslu og útbreiðslusviðs og Special Olympics og Anna G.
Sigurðardóttir, sviðsstjóri Þjónustusviðs.
ÓÓ minntist á heimasíðu ÍF, mætti vera betri,
þannig að ekki væru úreltar upplýsingar inn á henni, spurði hvenær hún væri
uppfærð. SÁL svaraði þessu og sagði starfsfólk vera að vinna að þessu og verið væri að
athuga hvernig hægt sé að
3.b. Afreksstefna
ÓM kynnti hverjir hefðu
verið í nefnd sem hefði mótað stefnuna, og skýrði
stefnuna og markmið hennar fyrir fundarmönnum.
JA sagðist hafa áhyggjur af nýliðun og keppni fer harðnandi á mótum erlendis, það
þarf að leggja meira að sér.
HÞ spurðist fyrir út í
kostnað vegna afreksfólks ÍF og hvort mikill tími starfsfólki færi ekki í að
sinna afreksfólkinu og málefnum því tengdu, hvort það myndi bitna á öðrum
verkefnum,s.s. aðildarfélögum. SÁL sagði að ÍF fengi miklar upphæðir út á
afreksfólk okkar og að það væri miklu stærri hlutur
heldur en beinn kostnaður vegna afreksfólksins og að ákveðnir hlutar fjármagns
væru notaðir til að standa að öðrum verkefnum, s.s. vegna
aðildarfélaganna. Ef ÍF ætti ekki
afreksfólk þá væri staðan verri en hún er í dag og ÍF
hefði jafnvel ekki fjármagn til að
4. Tillagan vegna
styrktarsamninga
ÓM lagði fram tillögu
stjórnar ÍF vegna styrktarsamninga, þannig að ÍF væri ekki að semja við
fyrirtæki sem væru að styrkja aðildarfélögin og
öfugt. Tillagan
samþykkt.
5. Fjör í frjálsum
KJ útskýrði verkefnið “FJÖR
Í FRJÁLSUM”sem hann hefur verið að hanna. En eins og staðan er
í dag þá er þetta verkefni komið af stað hjá Frjálsíþróttasambandi Íslands og
þar verður það kynnt í öllum skólum, á hausti komandi. Meginmarkmiðið er að allir
geta fundið eitthvað við sitt hæfi í frjálsum íþróttum. KJ fór yfir nokkrar æfingar sem aðlagaðar væru hinum ýmsu fötlunarhópum og óskaði eftir
því við aðildarfélögin að þau settu upp keppni t.d. eina keppni sem væri
annarsvegar haldin á norðurhluta landsins og hinsvegar á suðurhluta landsins,
svo hægt væri að sjá hvernig þetta verkefni virkar fyrir fatlaða. KJ sagðist vera
tilbúinn að koma til félaganna og kynna þetta verkefni nánar og aðstoða við að
koma þessu af stað. Fundarmenn spurði KJ
ýmissa spurninga vegna þessa verkefnis og virtust mjög
áhugasamir vegna þessa.
6. Íslandsmót – Framtíðarsýn
AKV ræddi við formenn um
samskipti ÍF og aðildarfélaganna, boðskipti á milli
starfsfólks, formanna félaganna og stjórnar/þjálfara aðildarfélaganna. AKV las bréf frá
aðildarfélögunum á norðurlandi vegna Íslandsmóts ÍF í boccia sveitakeppni. AKV sagði það mjög góða leið að skrifa bréf og koma ábendingum þannig á framfæri, hún sagði að þetta
bréf yrði tekið fyrir hjá stjórn ÍF sem myndi svara bréfinu. AKV lýsti yfir vonbrigðum sínum með viðbrögð
fulltrúa aðildarfélaganna í garð þeirra sem stóðu fyrir pizzupartýi sem haldið
var eftir mótið, því það hefði verið útskýrt mjög vel í bréfi að þetta væri pizzupartý á
vegum tveggja aðildarfélaga ÍF, ÍFR og Aspar en ekki hefðbundið lokahóf.
AKV sagði frá hugmynd sem Lionsklúbburinn
Hængur væri að velta fyrir sér en það er að taka að sér mótshald Íslandsmót ÍF
í boccia, sveitakeppni, a.m.k. árið 2002 sem er afmælisár hjá klúbbnum, en
mótið yrði þá samhliða Hængsmóti. Ýmsar
spurningar vöknuðu vegna þessa og nokkrar umræður
urðu. Fundurinn samþykkti að gefa
klúbbnum heimild til að taka þetta mót að sér í samvinnu við stjórn,starfsfólk og nefndir ÍF næstu tvö ár (fram að næsta
Sambandsþingi) ef vilji er fyrir því hjá Hængsmönnum.
Meðal annarra lýstu SÁL-GHJ-JS-HÞ skoðunum sínum.
Varðandi pizzupartýið sem ÓÓ ásamt Sigríði Kristinsdóttir, ÍFR stóðu fyrir þá
sagði GÁ það skipta mestu máli hvað keppendurnir sjálfir vilja, og að henni
skildist að ekki hefði verið nein óánægja hjá keppendunum með þetta.
AKV bað formenn um að hugsa
um hugmyndir að skipulagningu, fyrirkomulagi og
framkvæmd lokahófanna, og leggja þær fram á næsta formannafundi.
AKV lagði þessu næst fram
spurningalista sem formenn voru beðnir um að fylla
út. Einnig minntist hún á DV-síðuna sem kemur út annan hvern mánudag. Hún sagðist hafa óskað eftir efni frá
aðildarfélögunum en að mjög lítil svörun hefði verið, og
hvatti hún formenn um að huga að starfinu og athuga hvort ekki væri eitthvað
sem þeir vildu koma á framfæri, það sem þeim sjálfum fyndist kannski ómerkilegt
fyndist öðrum mjög merkilegt. Grunnur að
því að halda úti slíkri síðu væri samvinna við aðildarfélögin, varðandi efni og myndir.
AKV sagði frá nýju
skráningarskipulagi Special Olympics sem kynnt hefur
verið í bréfi til aðildarfélaga. Hún bað
félögin að hafa það í huga að tilboð fyrir þroskahefta á vegum Special Olympics
kölluðu á samvinnu við samtökin sjálf varðandi lög og
reglur og þau verkefni sem í gangi eru hverju sinni. Ísland þarf að svara þeim
beiðnum sem lagðar eru fyrir og skráningarkerfið sem
nú er verið að taka upp kallar á þátttöku aðildarfélaganna á hverjum stað. Hún bað fólk að hafa þetta
í huga þegar bréf bærust um málefni Special Olympics.
AKV sagðist hafa sent bréf
til aðildarfélaganna vegna verkefnis Special Olympics sem tengt er ári
sjálfboðaliða en ekki fengið nein viðbrögð frá félögunum. Við umræður kom ljós að póstsendingar frá
skrifstofu ÍF virðast ekki vera besta leiðin varðandi upplýsingaflæði, a.m.k.
virtist sem mikill skortur væri á því að formenn hefðu tekið upp og
kynnt þau mál sem fjallað væri um í bréfum frá skrifstofu ÍF.
Þessi mál voru rædd og bent á mikilvægi þess að fólk sýni viðbrögð við
því sem sent er til félaganna.
AKV benti á mikilvægi þess að nýta “ár sjálfboðaliðanna” til að beina
athyglinni að þessum mikilvæga þætti í starfinu og ekki síður sýna frumkvæði í
starfi ÍF með því að taka upp spennandi verkefni sem geta haft jákvæð áhrif á
starfsumhverfi félaga, jafnt sem sambandsins.
Hún benti á þann möguleika að útbúa
spjaldskrá hjá hverju félagi með nafnalista sjálfboðaliða og afhenda
þeim kort til staðfestingar á þeirra hlutverki.
Óskað var eftir nánari upplýsingum um þetta mál og ákveðið var að senda
bréf sérstaklega um þetta verkefni frá ÍF að loknum formannafundi. Jafnframt var óskað hugmynda frá aðildarfélögum.
8. Verkefni framundan
SÁL fór yfir þau verkefni sem framundan væru hjá ÍF en tók þó
sérstaklega nokkur atriðið út.
AGS sagði frá norræna barna
og unglingamótinu, en hún hvatti formenn til að vera vakandi fyrir þessu
verkefni í framtíðinni þar sem þetta væri mjög mikilvægt mót, ekki síst fyrir
þá sem eru nýlega byrjaðir í íþróttum.
ÓM kynnti fyrir fundinum
hversu margir keppendur og fararstjórar fara á EM í sundi sem fram fer 28. júlí
til 6. ágúst í Svíþjóð og EM í borðtennis sem fram fer 12.-20. Júlí í
Þýskalandi. ÓM/SÁL kynntu einnig þjálfararáðstefnu vegna afreksfólks
sem haldin verður í Svíþjóð dagana 27.-28. október n.k. Einnig var sagt frá áætlaðri
þjálfararáðstefnu fyrir þjálfara aðildarfélaga ÍF sem haldin verður haustið
2001.
HB sagði frá því að
undirbúningur fyrir Íslandsmót ÍF í boccia, einstaklingskeppni sem haldin
verður 5.-6. október n.k. á Ísafirði sé hafinn og tók fram að búið væri að
panta allt gistipláss á svæðinu þessa helgi.
Lagði fram bæklinga um Ísafjörð og gistiaðstæður á svæðinu ásamt því að
leggja fram lista sem félögin voru beðin um að fylla út vegna gistingar (Harpa
sendir listann til þeirra félaga sem ekki voru á fundinum).
9. Önnur mál
ÓÓ tilkynnti að opna sundmót
Aspar verður haldið 19. maí n.k.
Aðildarfélögunum á suðurhluta landsins var sendur tölvupóstur vegna
þessa.
Að þessu loknu þakkaði SÁL fundarmönnum fyrir fundinn og sleit fundi
kl. 15:40
Fundarritari; AGS