FUNDARGERÐ FORMANNAFUNDAR ÍF

28. NÓVEMBER 1999

 

 

MÆTTIR VORU

Sveinn Áki Lúðvíksson, formaður ÍF (SÁL)

Anna G. Sigurðardóttir, ÍF (AGS)

Kristján Svanbergsson, gjaldkeri ÍF (KS)

Ólafur Þ. Jónsson, ÍF (ÓÞJ)

Erlingur Þ. Jóhannsson, ÍF (EÞJ)

Ólafur Ólafsson, Ösp (ÓÓ)

Haukur Þorsteinsson, Eik (HÞ)

Guðrún Árnadóttir, Snerpa (GÁ)

Svanur Ingvarsson, Suðri (SI)

Gísli H. Jóhannsson, Nes (GHJ)

Valgerður Hróðmarsdóttir, Fjörður (VH)

Júlíus Arnarson, ÍFR (JA)

Ólöf Guðmundsdóttir, Þjótur (ÓG)

Svava Árnadóttir, ÍF (SÁ)

Camilla Th. Hallgrímsson, ÍF (CTH)

Margrét Hallgrímsdóttir, ÍF (MH)

Ólafur Magnússon, ÍF (ÓM)

Anna K. Vilhjálmsdóttir, ÍF (AKV)

Kristinn Reimarsson, ÍSÍ (KR)

 

Dagskrá

1. Fundur settur

2. Stefnumótunarvinna

3. Skýrsla stjórnar

4. Fjárhagsáætlun

5. Tryggingamál

6. Önnur mál

 

FUNDARGERÐ

 

1.

SÁL setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna og las yfir dagskrá fundarins.

 

2.

KR, fræðslufulltrúi ÍSÍ kynnti stefnumótunarvinnu og skýrði frá því hvers vegna stefnumótunarvinna er gerð og hvernig er staðið að henni.  Hann skipti fundarmönnum í 3 hópa (formenn, starfsmenn ÍF og stjórn ÍF) og bað þessa hópa um að koma saman og fá hugmyndir um hvernig þeir sjá starf innan sinna félaga og ÍF og hvernig þeir sjái starfið í framtíðinni. Hér fyrir neðan eru þeir punktar sem hver hópur kom með en úrvinnslu úr þessum hugmyndum var vísað til stefnumótunarnefndar ÍF.

 

 

 

 

1. hópur (formenn aðildarfélaga, fyrri umræða, almennar hugmyndir)

 

Mótahald:

1.)        Mót frá ÍF eru nægilega mörg – ath. : Tímaáætlun Nýárssundmóts, t.d. um miðjan janúar eða seinna í janúar.

2.)        Félög mega hafa meiri tengsl sín á milli t.d. vegna móta.

Fræðsla:

1.)        Starfsfólk skrifstofu heimsæki félögin oftar

2.)        Innlend samskipti verða að aukast

3.)        Erlend samskipti, kostnaður? Hvernig standa þau?

4.)        Peningar t.d. vegna fræðslu

5.)        Upplýsingar um fundi ÍF vegna erlendra samskipta, skýrslur til félaga.

 

2. hópur (starfsfólk ÍF, fyrri umræða, almennar hugmyndir)

 

         Skilgreina hlutverk ÍF               

            Innanlands og erlendis

         Forgangsröðun verkefna

         Langtímamarkmið

            4 ár – 1 ára – mánuður

         Skilgreina ímynd ÍF

            Afreksíþróttir – Góðgerðasamtök – Íþróttir fyrir alla

                                                                        * Sérstaða – viðhorf – markaðssetning

         Skilgreina markhópa

            * Íþróttastarf

                        * Íþróttagreinar

                        * Aðildarfélög

                        * Annað          

                                                * Fræðslustarf

                                                * Menntakerfið

                                                * Heilbrigðiskerfið

                                                * Annað                                   * Samstarfsaðilar

                                                                                                * Fjármál

                                                                                                * Annað

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

3. hópur (stjórn ÍF, fyrri umræða, almennar hugmyndir)

         Útbreiðsla og efling íþrótta meðal fatlaðra

         Kynna íþróttir fatlaðra almenningi og auka/efla virðingu fyrir þeim

         Stjórn ÍF * Fylgja samþykktum sambandsþings og lögum ÍSÍ. Skipar fagnefndir, ákvarðar og mótar erlend tengsl, mótar og setur fram markvissa uppbyggingu um íþróttir fatlaðra. Byggir upp og stuðlar að eflingu afreksíþrótta.

 

         Skrifstofan: Tilgangur skrifstofunnar er að: Sjá um daglegan rekstur ÍF og framfylgja samþykktum og stefnu stjórnar.  Sjá um útbreiðslu og fræðslu, markaðsmál og tengsl við erlenda aðila.  Sjá um framkvæmd móta á vegum ÍF og aðstoða aðildarfélög.

 

1. hópur (formenn aðildarfélaga, seinni umræða)

STYRKLEIKAR

         Hæft og gott starfsfólk/stjórn.

         Öflug félög innan ÍF (m.a. starfsemi)

         Velvilji almennur

         FRÁBÆRIR FORMENN

 

VEIKLEIKAR

         Fámenni/Nýliðun/upplýsingar

         Fordómar/þekkingarleysi

         Vantar liðveislu/aðstoð

         Formenn mæta ekki á formannafundi

         Peningar

 

TÆKIFÆRI

         Ná til þeirra sem ekki hefur náðst til með hefðbundum aðferðum.

 

ÓGNANIR

         Almenna skólakerfið (t.d. Reykjavík)

         Fjárskortur – Tímaskortur – Fólk til að vinna – Félagsdeyfð

         FÉLAGSLEGUR ÞÁTTUR

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

2. hópur (starfsmenn, önnur umræða)

STYRKLEIKAR                                            VEIKLEIKAR

Samheldni                                                         Samheldni

Blöndun                                                            Blöndun

Sérþekking                                                       Sérþekking fárra – álag

Sjálfboðaliðastarf                                              Álag á fáa * nefndir

                                                                                         * félög

Hrein ímynd                                                      Auðvelt að spilla

Góður efniviður(íþróttafólk)                               Fá tækifæri – veik félög

Samstarf við önnur sérsambönd             Lítið samstarf við almenn íþróttafélög

                                                                        Boðleiðir

Allt fyrir alla                                                      Allt fyrir alla

Lítil sérhæfing starfsfólks                                   Lítil sérhæfing starfsfólks

Sjálfstæði starfsfólks                                         Sjálfstæði starfsfólks

Óvænt verkefni                                     Óvænt verkefni

Sterk staða félaga                                             Veik staða félaga

 

TÆKIFÆRI

         Ný tækni         

* Tölvur

                        * Internet

                                    * Tölvupóstur

                                                * Ný hjálpartæki

                                                           

         Samstarf við * Sérsambönd

                                    * Sveitarfélög

                                        * Ríki

                                                * Fyrirtæki

         Ný íþróttatilboð

 

ÓGNANIR

         Ósamheldni

         Fámenni í íþróttafélögunum

         Blöndun

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

3. hópur, önnur umræða (stjórn ÍF)

STYRKLEIKAR

         Öflug félög – Frábært íþróttafólk

         Öflug skrifstofa – góðir þjálfarar – fagþekking

         Jákvæð umfjöllun – jákvæð ímynd innanlands og erlendis

         Brautryðjendastarf

 

VEIKLEIKAR

         Boðleiðir – fámenn félög – einhæfni

         Hreyfihamlaðir og þroskaheftir ná ekki að vinna saman

         Fjármagnsleysi – takmörkuð umfjöllun fjölmiðla

         Aðstaða til æfinga – sjálfboðaliðastarf

 

TÆKIFÆRI

         Jákvætt viðhorf almennings

         Sterk aðildarfélög – efld tengsl við foreldra og stofnanir

         Endurskoðun nýrra fötlunarhópa

         Meiri tengsl við endurhæfingu nýfatlaðra, ætla sér hlutverk í íþróttakennslu fatlaðra

         Auka möguleika til almenningsíþrótta fyrir fatlaða

         Frammistaða á mótum  - fréttir

 

ÓGNANIR

         Samkeppni um hæft starfsfólk

         Áhugaleysi stjórnvalda o.sfrv.

 

Úrvinnslu á gögnum hópanna var vísað til Stefnumótunarnefndar ÍF.

 

KR þakkaði hópunum fyrir gott starf og góðar hugmyndir sem endilega ætti að vinna að í framtíðinni. Þessu næst lagði hann fram skjöl þar sem hægt var að sjá hvernig hægt er að vinna að stefnumótunarvinnu, og höfðu hóparnir reyndar unnið eftir tveimur punktum úr þessum skjölum í sinni vinnu.

KR þakkaði fyrir að hafa fengið að starfa með fundarmönnum og sagði það gott fyrir sig að kynnast starfinu hjá ÍF þar sem hann væri fræðslufulltrúi ÍSÍ.

 

3.

SÁL sagði að fundarmenn ættu að hafa fengið skýrslu stjórnar ÍF frá síðasta formannafundi senda til sín og bað um athugasemdir eða spurningar varðandi skýrsluna:

 

ÓÓ spurði AKV hvort hún hefði farið á fund hjá félagi sérkennara, AKV sagði að hún hefði boðist til þess að koma á fund til þeirra en ekkert svar hefði enn borist frá félaginu.

sagði að skólaskrifstofur ættu að vera með lista yfir þá skóla sem væru með sérkennara.

 

MH sagði að mikið væri að gera hjá sérkennurum og þeir sæju um bóklegar greinar og sæju sér ekki fært að bæta íþróttum á sig til viðbótar.

 

ÓÞJ sagði að gott væri að hafa upplýsingar um sérkennara en vandamálið væri frekar að ekki væri auðvelt að ná til foreldra.  (Spurði hvort ekki væri ráð að hafa samband við Foreldrafélög, t.d. eins og Félags krabbameinssjúkra barna.)

 

AKV sagði að félögin væru æ meira að koma inn í samstarf vegna kynninga á starfsemi ÍF nefndi hún dæmi þar sem þjálfari Eikar hafði verið með kynningu á grunnnámskeiði ÍSÍ, en 2 tímar á því námskeiði eru ætlaðir til kynningar á íþróttum fatlaðra.

 

ÓG spurði hvað væri í boði fyrir krakka á “gráum svæðum” t.d. krakkar með misþroskagreiningu.  AKV/ÓM og SÁL voru sammála um að félögin ættu ekki að taka nein stór skref á næstunni til að hleypa þessum hópum inn í félögin og alls ekki nema með fjárhagsaðstoð frá ríki/sveitarfélögum.  SÁL sagði að þessir hópar væri hvergi í heiminum innan raða fatlaðra og engin stefna væri um hvar þessir hópar ættu að vera.  AKV sagði að það væri gott að heyra í þeim félögum sem hafa þó eitthvað tekið þessa hópa að sér og ekki væri verra ef þau félög gætu haft einhverskonar samstarf sín á milli.

SÁL sagði að sænska íþróttasamband fatlaðra hefði fengið 30 milljóna kr styrk frá sænska ríkinu til þess að gera könnun á því hvort þessir hópar ættu að vera innan raða fatlaðra og bað félögin að halda að sér höndum þar til niðurstaða úr þeirri rannsókn væri komin fram.

Nokkur almenn umræða var um þetta málefni.

 

EÞJ sagði að hérlendis væru sömu þjálfararnir með alla fötlunarflokkana en erlendis væri hver þjálfari með 1 flokk og þyrftum við að huga aðeins að þessum málum.  Hann kom inn á jákvæðu/neikvæðu punktana úr stefnumótunarvinnunni og sagði að þetta mál væri bæði jákvætt og neikvætt eins og þessi mál eru hér.

 

ÓÓ spurðist fyrir um ráðstefnu varðandi leiðir fyrir félagasamtök til fjáraflana sem KS fór á.  KS sagði að þarna hefði ýmislegt komið fram en hann sagði að það mikilvægasta sem fram hefði komið væri viðurkenning á því að ÍF hefði staðið rétt að fjáröflunum hingað til.  KS sagði einnig að hvorki ÍF né aðildarfélögin notuðu tölvur og netið nægilega mikið í sinni vinnu þó sérstaklega netið, en þar væri t.d. hægt að vera með uppboð á ýmsum hlutum í fjáröflunarskyni. Einnig benti hann á að ýmis atriði gætu farið beint inn á netið, s.s. skýrslur og félög gætu þá fengið lykla til þess að skoða skýrslurnar.

 

ÓÓ sagði að félögin þyrftu að fá meiri upplýsingar um þá fundi sem starfsfólk væri að fara á erlendis og spurði hvers vegna félögin fengju aldrei skýrslur þessara funda sendar?  SÁL sagði að ein leiðin til þess að félögin gætu séð skýrslurnar væri að láta þær á netið þar sem þau félög sem áhuga hefðu gætu lesið þær.  AKV benti á að miðað við hvernig skil frá einstaka félögum eru í dag og upplýsingaflæðið er væri nánast því óþarfi að senda allar skýrslur til aðildarfélaga þar sem ekki væri víst að þær væru lesnar eða komið áfram.  Upplýsingar um skýrslur hafa legið frammi en áhugi hingað til hefur verið lítill á að fá þær sendar.  Þarf að koma upp kerfi þar sem þeir sem óska geta fengið ákveðnar skýrslur sendar. 

 

ÓÞJ benti á að ef efla ætti netnotkun ÍF og aðildarfélaga þá væri sniðugt að hafa þjálfaraspjall inn á netinu þar sem þeir gætu skipst á skoðunum og fengið upplýsingar frá hvorum öðrum.

 

AKV sagði það jákvætt að félögin hefðu svona mikinn áhuga á að lesa skýrslur af þeim ráðstefnum og fundum sem starfsmenn færu á erlendis.

 

Þessu næst sagði SÁL frá formannafundi ÍSÍ sem haldinn var laugardaginn 27. nóvember og nefndi hann nokkur atriði sem rætt var um t.d. félagatal, dómskerfi og afreksstefnu.

 

4.

KS fór yfir Fjárhagsáætlun ÍF fyrir árið 2000, sem fundarmenn áttu að hafa fengið fyrir fundinn. Hann benti á að ávallt væri reynt að hafa áætlanir sem þessar sem réttastar, en þær gætu þó aldrei orðið annað en óskalisti varðandi t.d. mót og fundi sem boð hefðu borist um.  KS sagði að reynt væri að setja sem flest mót og fundi erlendis inn á áætlunina en það væri ekki víst að farið yrði á alla þessa viðburði, slíkt færi eftir fjárhag sambandsins hverju sinni.

 

sagði að sér fyndist upphæðin í “mótum innanlands” vera mjög lág og spurði hvort ekki ætti að skoða þetta betur. Einnig fannst honum upphæð í “erlendum samskiptum, þ.e. fundir og mót erlendis) vera alltof há miðað við í “mótum innanlands” SÁL sagði að ÍF ynni svipað að mótum innanlands og önnur sérsambönd, þ.e. að ÍF greiði ekki fyrir félögin heldur eingöngu þann kostnað sem fer beint á ÍF, en benti á að ÍF væri þó að fara lengra heldur en önnur sambönd því ÍF væri með samning við Flugfélag Íslands vegna sérstakra fargjalda fyrir aðildarfélög.

EÞJ benti á að ef við viljum senda okkar allra besta íþróttafólk á t.d. Ólympíumót þá væru ströng lágmörk sem þau þyrftu að ná, t.d. sundfólk þyrfti að keppa á löggiltum 50 m brautum. Þess vegna væri óhjákvæmilegt að þeir keppendur færu á þessi mót erlendis.

ÓM sagðist vera sammála EÞJ en benti á að það væri hægt að auka hlut ÍF í mótum innanlands en það yrði þá gert með því að fækka mótum fyrir okkar afreksfólk en það er fólkið sem er að “selja” sambandið og það væri spurning hvernig það kæmi út, einnig sagði ÓM að allt snérist þetta um forgangsröðun.

 

5.

SÁL lagði fram gögn frá formannafundi ÍSÍ vegna tryggingamála íþróttafólks og annarra sem tengdust íþróttastarfi og sagði að þessi mál væru mikið rædd núna þar sem nýlegt dæmi sýndi að landsliðshandboltakona væri ótryggð eftir alvarlegt atvik í landsleik og eftir það er hún atvinnulaus og réttlaus gagnvart tryggingamálum.

SÁL/ÓM sögðu að ÍF væri með samning við Sjóvá-Almennar varðandi tryggingar á öllum þeim sem ferðast,keppa og sækja fundi á vegum ÍF.  SÁL spurði hvernig þetta væri hjá aðildarfélögunum.  Kom það í ljós að misjafnt er hvernig þetta er hjá félögunum, en t.d. hefur Öspin stundum látið sína félaga borga sjálfa tryggingar, sérstaklega þegar um mikinn fjölda fólks er um að ræða.   

VH spurði hvernig tryggingum væri háttað vegna þjálfara því nú þyrftu félögin að greiða þeim sem launþega en ekki verktaka og sagðist hún hafa haft samband við tryggingafélag en þar hefði hún ekki fengið svör við þessu.

SÁL skýrði frá því að á ofangreindum formannafundi ÍSÍ hefði verið samþykkt að ráða tryggingaráðgjafa til þessa að skoða tryggingamál íþróttahreyfingarinnar og finna úrbætur og lausnir á þessu máli.

 

ÓM benti á að sum félög bjóða iðkendum sínum upp á að félagsgjöld iðkenda séu greidd annaðhvort meða eða án trygginga.  Aðstandendum og iðkendum væri því ljóst hvorn kostinn þeir hefðu valið.

 

6.

AKV kynnti nýtt grunnstigsnámskeið hjá ÍSÍ þar sem ÍF er með 2 klst innlegg og óskaði eftir samstarfi við félögin vegna þeirra.  Einnig kynnti hún 2 bækur, Íþrótta- og leikjahefti og “Idræts for svært handicappede”.  AKV óskaði eftir aðstoð frá félögum vegna útbreiðslustarfsins.

 

GHJ afhenti hverjum fundarmanni NES-kaffi sem NES er nýbúið að láta framleiða til styrktar félaginu.  Fékk GHJ mikið klapp fyrir þessa hugmynd félagsins að fjáröflun.

 

SÁL skýrði frá því að Björn Bjarnason, menntamálaráðherra yrði heiðursgestur á Nýárssundmóti fatlaðra barna og unglinga árið 2000.  Og í framhaldi af þessu bað SÁL formenn um að merkja við á könnunarblaði sem var í “Formannamöppu” hvort þeir vildu frekar að mótið yrði haldið á fyrsta laugardegi í janúar eða fyrsta sunnudegi í janúar.  Endanleg ákvöðun um dagsetningu verður tekin á stjórnarfundi ÍF þriðjudaginn 30. nóvember n.k.

 

SÁL skýrði frá því að yfir 100 sögur hefðu borist í Smásagnasamkeppni ÍF og hefðu 3 sögur verið valdar og verði afhent verðlaun fyrir sögurnar 8. desember n.k. samhliða vali á Íþróttamanni/konu ársins úr röðum fatlaðra.

 

ÓÞJ sagði að tölvumál hjá félögum þyrftu að komast í betra ástand og efla þyrfti betur starf  þjálfara og félaga.  Einnig sagði hann mikilvægt að betur þyrfti að fylgjast með því að upplýsingar fari á heimasíður aðildarfélaga/ÍF.

 

sagðist eiga erfitt með að velja Íþróttamann/konu ársins þar sem hann kannski ekki hafi fylgst nógu vel með hverjir hafi verið að standa sig best á árinu og spurði hvort ekki væri hægt að gefa upplýsingar um einhverja einstaklinga sem kæmu til greina.  Einnig sagði HÞ að það væri oft sem hann þyrfti að hringja á skrifstofuna og fá betri upplýsingar um hin ýmsu mál sem upplýsingar hafi verið sendar um í bréf til aðildarfélaganna, ekki nógu skýrar upplýsingar.

 

SI sagðist ekki vera viss um hvort hann ætti að velja mann/konu úr sínu félagi í valið á Íþróttamanni/konu ársins, ÓM svaraði og sagði að félögin ættu að tilnefna einhvern sem þeim finnst koma til greina í þetta val sama í hvaða félagi sá einstaklingur sé í.  Uppástunga kom um hvort stjórn ÍF gæti ekki nefnt t.d. 10 einstaklinga sem kæmu til greina til að velja úr sem Íþróttamann/konu ársins á hverju ári.

 

Að þessum umræðum loknum þakkaði SÁL fundarmönnum fyrir góðan fund og sleit fundi kl 15:20.

 

Fundarritari : AGS