FORMANNAFUNDUR ÍÞRÓTTASAMBANDS FATLAÐRA

LAUGARDAGINN 16. OKTÓBER 2004

HALDINN Í ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐINNI Í LAUGARDAL

 

DAGSKRÁ

1.     Setning fundar

2.     Flokkunarmál þroskaheftra

3.     Flokkunarkerfi ÍSÍ – Felix

4.     Önnur mál

 

Mættir;

Sveinn Áki Lúðvíksson (SÁL) – formaður ÍF

Camilla Th. Hallgrímsson (CTH) – varaformaður ÍF

Þórður Á. Hjaltested (ÞÁH) – stjórn ÍF

Ólafur Þ. Jónsson (ÓÞJ) – stjórn ÍF

Jóhann Arnarson (JOA) – stjórn ÍF

Ólafur Ólafsson (ÓÓ) – formaður Aspar

Júlíus Arnarson (JA) – formaður ÍFR

Guðlaugur Ágústsson (GUÁ) – stjórn Fjarðar

Ólafur Þórarinsson(ÓÞ) – sundþjálfari Fjarðar

Haukur Þorsteinsson(HÞ) – formaður Eikar

Guðrún Árnadóttir (GÁ) – formaður Snerpu

Harpa Björnsdóttir (HB) – formaður Ívars

Kjartan Steinarsson (KS) – formaður Ness

Sigríður Daníelsdóttir(SD) – stjórn Ness

Helga Marteinsdóttir (HM) – formaður íþróttad. Fatlaðra í Stykkishólmi

Svanur Ingvarsson (SI) – formaður Suðra

Ludvig Guðmundsson, Læknaráði ÍF

Ólafur Magnússon – framkv.stjóri Fjármála/Afrekssviða ÍF

Anna G. Sigurðardóttir – sviðsstjóri Þjonustusviðs ÍF

Anna K. Vilhjálmsdóttir – framkv.stjóri Fræðslu-og útbr.sviðs ÍF/Special Olympics

 

FUNDARGERÐ

 

1. Setning fundar

SÁL bauð fundarmenn velkomna á fundinn og tilkynnti að þar sem í rauninni væri aðeins eitt aðalmálefni á fundinum hefði verið ákveðið að hvorki óska eftir skýrslum frá aðildarfélögum né að farið yrði yfir verkefni skrifstofu frá síðasta fundi.

SÁL tók einnig fram að honum þætti miður að sjá svona fáa formenn mæta til fundarins þótt málefnið væri brýnt.

 

2. Flokkunarmál þroskaheftra

SÁL rakti forsögu þessa máls og lagði fram bréf frá Erlingi Þ. Jóhannssyni stjórnarmanni ÍF þar sem hann lýsir sinni skoðun á málinu (Fylgiskjal 1)

Kom m.a. fram að WHO(alþjóða heilbrigðisstofnunin) greindu þroskahefta sem 75 og undir.

SÁL sagði að IPC  (alþjóða ólympíunefnd fatlaðra) og INAS-FID (íþróttasamtök þroskaheftra) hefðu síðan á Ólympíumótinu árið 2000 deilt um það hvar mörkin liggja þegar þroskaheftir eru flokkaðir.

IPC hefur lagt áherslu á að hafa mörkin við greindarvísitölu 70 og undir en INAS vill að þetta sé 75 og undir.

Á mótum sem IPC stendur fyrir mega þroskaheftir keppa, sem flokkaðir eru 70 og undir.  Þegar ÍF velur landslið sem keppir á mótum IPC, þá verður að fara eftir reglum IPC um að þroskaheftir keppendur séu með flokkunina 70 og undir.

Engir þroskaheftir keppendur sem eru með flokkun yfir 70 mega keppa á mótum IPC, s.s. Heimsmeistara- og Ólympíumótum.

 

ÞÁH upplýsti að þegar framkvæmt væri greindarvísitölupróf færi það t.d. eftir dagsformi einstaklingsins, framkvæmdaraðila og fleiri atriða, hvernig niðurstaðan yrði og því ekki endilega sjálfgefið að fara ætti eftir þessari aðferð, við flokkun þroskaheftra.

LG sagði að flokkunarmál þroskaheftra væru flókin og engin ein leið kannski endilega betri en önnur og var sammála ÞÁH með greindarvísitöluprófin og sagði að sumir teldu að frekar ætti að meta eftir félagslegum þroska einstaklinganna.

 

Hann taldi að það þyrfti að marka skýra stefnu um hvaða flokkun/mat ætti að gilda og hvernig það væri framkvæmt.  Flokkun hreyfihamlaðra er skýr og margir sem hafa farið í gegnum þess konar flokkun eru utanvelta þar sem viðkomandi hefur ekki náð skilgreiningunni “minnsta fötlun”.

 

LG ræddi það líka að það eru ýmsir hópar í þjóðfélaginu sem ekki væru flokkaðir sem fatlaðir þótt þeir hefðu ýmsa annmarka, t.d. til að stunda íþróttir með þeim sem ófatlaðir eru og það væri spurning hvort samtök eins og ÍF ættu að opna fyrir þesskonar hópa, s.s. lungnasjúklinga, geðfatlaða, einhverfa, misþroska o.s.frv.

Bent var á að flokkun þroskaheftra færi fram í hverju landi fyrir sig en flokkun hreyfihamlaðra færi eingöngu fram hjá þeim aðilum sem hafa sérhæft sig til þess og færi sú flokkun t.d. fram á stórmótum.

 

ÓM sagði að til fá upplýsingar um flokkanir þroskaheftra þyrfti t.d. að leita til lækna, Tryggingastofnunar ríkisins, Greiningastöðvar ríkisins og fleiri aðila, en það væri mjög erfitt að fá þessar upplýsingar því þetta eru trúnaðarmál á milli þessara aðili og viðkomandi einstaklinga. Hann nefndi dæmi að fyrir Global Games (heimsleika þroskaheftra) sem haldnir voru í Svíþjóð í sumar hefði verið á köflum mjög erfitt að afla þeirra upplýsinga sem krafist var af mótshöldurum þar sem þessi mál voru talin trúnaðarmál.

 

ÓÞ spurði hvort mikill munur væri á einstaklingum sem greindir væru, annarsvegar með greindarvísitölu 70 og hinsvegar þeim sem greindir væru með greindarvísitölu 75 ?

LG svaraði því til að það væri mjög misjafnt, það færi t.d. eftir félagslegri stöðu og hæfni viðkomandi.

 

ÓM sagði að ÍF hefði í gegnum tíðina verið einn helsti talsmaður skoðana INAS-FID og talað þeirra máli á fundum IPC. T.a.m. hefði sambandið  m.a. sent bréf til IPC þar sem spurt var af hverju samtökin hefðu ekki fengið upplýsingar eða verið í samstarfi við WHO vegna þessara mála.  Svar við bréfinu barst ekki fyrr en í febrúar s.l. og þar kom fram að IPC hefði hugsað sér að taka upp viðræður við WHO vegna þessara mála !!!

 

ÞÁH benti á að inn í þessa umræðu sem og önnur mál, blandaðist oft á tíðum íþróttapólitík, þ.e. að sumir einstakling svo og samtök/lönd vilja ekki að þroskaheftir keppi með öðrum fötlunarhópum.

 

ÓM tók nú til máls og bað fólk um að skipta sér í hópa þar sem óskað væri eftir því að  hóparnir svöruðu eftirfarandi spurningum.

 

  1. Á að aðskilja hreyfihamlaða og þroskaheftra í keppni ?
  2. Flokkaskipting þroskaheftra – undir 70, 70-75, yfir 75 ?
  3. Hvernig förum við með fyrri met og metaskrár ?
  4. Keppniskort ÍF, á að taka það í gildi og þá hvenær ?

 

SVÖR VINNUHÓPA

1 hópur

1) Nei, það á ekki að aðskilja keppni hreyfihamlaðra og þroskaheftra.

2) Hópnum líst vel á skiptinguna.

3) Hópurinn vill að fyrri met verði látin standa en endurskoðuð þegar nýtt          ferli verður komið á, og ný met uppfærð m.v. við þágildandi metalista.

4)  Já, það á að taka kortin í gildi.  Áramótin 2005/2006.

 

2 hópur

1) Hópurinn taldi að það yrði mikil afturför í íþróttastarfi fatlaðra ef keppni hreyfihamlaðra og þroskaheftra yrði aðskilin.

2) Hópurinn taldi að það gæti orðið erfitt að fá upplýsingar um flokkun/mat á viðkomandi keppendum en taldi það þó möguleika.

3) Hópurinn taldi að núgildandi met ættu að gilda áfram.

4) Já, það á að taka kortin í gildi og það frá áramótunum 2004/2005.

3 hópur

1) Hópurinn taldi að það væri ekki hægt að aðskilja keppni. hreyfihamlaðra og þroskaheftra því félögin væru einfaldlega of fámenn til þess.

2) Flokkaskipting á rétt á sér, allavega í sumum greinum,s.s. í sundi, borðtennis, lyftingum.  Hópurinn taldi að hámarkið mætti ekki vera hærra en 80 en síðan gætu keppendur/félagar verið í U-flokki.

3) Hópurinn taldi að ef ofangreindri flokkaskiptingu yrði komið á að þá yrði að búa til nýjar metaskrár því það yrðu þá einungis ný met sett og þau gömlu féllu þá úr gildi.

4) Hópurinn taldi að skírteinin ættu að taka gildi, og að félögin hefðu t.a.m. 1 ár til að undirbúa það.

 

ÓM lauk þessu hópastarf með því að segja að það yrði nauðsynlegt að fá upplýsingar frá félögunum um sína keppendur vegna þátttöku á íslandsmótum í framtíðinni.

 

2. Flokkunarkerfi ÍSÍ – FELIX

AKV lét fundarmenn fá dreifibréf í hendur þar sem kerfið er kynnt og sagði að sérstakur starfsmaður hefði verið ráðinn hjá ÍSÍ vegna þessara mála og hægti yrði að leita til hans ef spurningar myndu vakna vegna þessa. (fylgiskjal 2)

 

SÁL bað nú fundarmenn um að segja í fáum orðum frá starfsemi sinna félaga.

Kom fram að hefðbundið starf væri hafið hjá félögunum eftir sumarhlé en misjafnt væri hversu öflug starfsemin væri, s.s hvað varðar framboð á íþróttaæfingum o.fl.

 

3. Önnur mál

HB kynnti fyrir fundarmönnum Vetraríþróttahátíð sem haldin verður á Ísafirði dagana 18.-21. mars 2005 þar sem íþróttafélagið Ívar verður m.a. með sveitakeppn í boccia, út-boccia í Silfurtorgi, bocciamót á milli íþróttafélaga og síðast en ekk síst keppni á skíðasleðum og vonaðist hún eftir góðri þátttöku og lýsti yfir ánægju með að Ívari hefði verið boðið að taka þátt í þessari hátíð með öðrum félögum.

 

ÓÓ skýrði frá því að það væri vandkvæðum bundið fyrir Boccianefnd ÍF að velja keppendur á stórmót, s.s. NM og HM og væru nefndin að velta því fyrir sér hvort hægt yrði að koma á einhvers konar punktakerfi sem yrði notað á íslandsmótum ÍF til að auðvelda valið. 

 

Nokkur umræða varð um jólakortaumslög þessa árs. 

 

AKV kynnti vetraríþróttanámskeið á vegum Vetraríþróttanefndar en þau verða kynnt nánar með öðrum hætti fyrir aðildarfélögum þegar nær dregur.

 

Athugasemdir komu fram við framkvæmd Haustmóts í frjálsum íþróttum, AGS útskýrði málið.

 

KS hvatti síðan aðra formenn til að nýta sér staðarblöðin á sínum svæðum eins og hægt væri og einnig heimasíður en hvoru tveggja eru góðar aðferðir til að kynna starfsemi félaganna og ætti að geta nýst sem leið til að efla nýliðun.

 

Að þessu lokun þakkaði SÁL fundarmönnum fyrir góðar umræður og sleit fundinum kl. 13:55

 

Fundarritari; AGS