Skýrsla ÍF fyrir formannafund ÍF 12. nóvember 2005

Skýrsla frá Sambandsþingi ÍF 9. apríl 2005

 

Mót innanlands og erlendis


Heimsmeistaramót ófatlaðra í bogfimi innanhúss
Í  mars tóku þeir Guðmundur Þormóðsson og Kristmann Einarsson þátt í Heimsmeistaramóti ófatlaðra í bogfimi innanhúss en mótið fór fram í Álaborg í Danmörku. Í flokki keppenda með hefðbundinn boga hafnaði Guðmundur í 56. sæti af 58 keppendum hlaut 543 stig. Kristmann, sem keppti í flokki keppenda með trissuboga, náði sínum besta árangri á alþjóðlegu móti en hann hafnaði í 25. af 100 keppendum hlaut 581 stig.


Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu innanhúss í Risanum nýju knatthúsi FH-inga í Hafnarfirði laugardaginn 23. apríl 2005
Níundu Íslandsleikar SO í knattspyrnu voru haldnir í nýju knatthúsi FH-inga í Kaplakrika í Hafnarfirði 23. apríl s.l. en þessir leikar eru samvinna ÍF og KSÍ.

Þetta mót var fyrsta knattspyrnumótið sem haldið er í þessu nýja knatthúsi FH-inga. Knattspyrnusamband Íslands leggur m.a. til dómara í leikina. Þetta voru fimmtu leikarnir sem haldnir eru innanhúss. Innanhúss leikarnir hafa að jafnaði verið haldnir í mars eða byrjun apríl og verið í tengslum við knatt-spyrnuviku þroskaheftra í Evrópu sem nýtur mikils stuðnings Knattspyrnu-sambands Evrópu, UEFA. Leikarnir hafa farið fram í Laugardalshöll, Reykjaneshöllinni, íþróttahúsinu á Selfossi og í Boganum Akureyri.

 

Íslandsmót ÍF í frjálsum íþróttum
Íslandsmót ÍF í frjálsum íþróttum utanhúss fór fram á Kópavogsvelli þann 28. maí síðastliðinn.  Umsjón hafði frjálsíþróttanefnd ÍF.

 

Evrópumeistaramót í boccia
Evrópumeistaramót í boccia fór fram í Portúgal 11. - 19. júní.
Íþróttasamband Fatlaðra sendi á mótið til keppni þau Margréti Edda Stefánsdóttur, Aðalheiði Báru Steinsdóttur Kristínu Jónsdóttur og Árna Sævar Gylfason.

Árangur var ágætur en keppni erfið og verðlaunasæti náðust ekki.

 

Opna breska frjálsíþróttamótið fór fram helgina 10. – 12. júní.

Þar tóku þeir Jón Oddur Halldórsson og Baldur Baldursson þátt í opna breska frjálsíþróttamótinu fyrir fatlaða en mótið fór fram í Manchester í Englandi.
Á mótinu sigraði Jón Oddur í 100 og 200 m hlaupi í flokki T35, hljóp 100 m á 13.58 sek og 200 m á 28.03 sek. Baldur Baldursson sem keppir í flokki T37 hafnaði í 2. sæti í kúluvarpi kastaði 10.10 m og í 4 sæti í 100 m hlaupi á 14.09 sek.  Þátttaka í móti þessu var liður í undirbúningi þeirra fyrir Evrópumeistaramót fatlaðra í frjálsum íþróttum sem fram fer í Espoo í Finnlandi um miðjan ágúst en þar hefur Jón Oddur titla að verja þar sem hann sigraði bæði í 100 og 200 m hlaupi á Evrópumeistaramótinu sem fram fór í Assen í Hollandi 2003

 

Opna þýska meistaramótið í sundi fatlaðra fór fram 23. - 27. júní í Berlín. Alls tóku 324 keppendur þátt í mótinu frá Austurríki, Tékklandi, Danmörku, Spáni, Ungverjalandi, Írlandi, Íslandi, Ísrael, Pólandi, Sviss, Svíþjóð og Þýskalandi. Kristín Rós Hákonardóttir flokki S7 setti Heimsmet í 200 m baksundi. Samtals kom hópurinn heim með 25 gull, 34 silfur og 29 brons, 1 heimsmet og 14 Íslandsmet

Norrænt barna- og unglingamót í Noregi dagana 26. júní-3. júlí 2005
Íslandi tók þátt í norræna barna og unglingamótinu fyrir fatlaða sem að þessu sinni var haldið í Tønsberg í Noregi.  Þátttakendur voru á aldrinum 12-16 ára og tóku þátt í sundi, borðtennis og frjálsum íþróttum auk þess sem boðið var upp á fjölbreytta dagskrá m.a. fjallaklifur, keilu, Keppendur frá Íslandi voru 22 og komu víða að landinu.  Til aðstoðar keppendum voru 9 aðstoðarmenn þ.m.t. þeir Erlingur Þ. Jóhannsson, aðalfararstjóri og Júlíus Arnarson, aðstoðarfararstjóri.

 

Evrópumeistaramót fatlaðra í Espoo í Finnlandi fór fram 21. – 28. ágúst.

Frá Íslandi tóku þátt Jón Oddur Halldórsson og Baldur Ævar Baldursson. Jón Oddur Halldórsson vann til gull- og silfurverðlauna á mótinu sem teljast verður góður árangur Þjálfari og fararstjóri í þessari ferð var Kári Jónsson sem hrósaði Finnum fyrir alla umgjörð og framkvæmd þessa móts.

 

HM þroskaheftra í sundi, Liberec Tékklandi
Dagana 6. - 10. september fór fram í Liberec í Tékklandi Heimsmeistaramót þroskaheftra í sundi.  Fjórir íslenskir sundmenn tóku þátt í mótinu en það voru þau Gunnar Örn Ólafsson, Jón Gunnarsson, Bára B. Erlingsdóttir og Úrsúla Baldursdóttir. Alls unnu íslensku keppendurnir til þriggja silfurverðlauna og fimm bronsverðlauna auk þess að setja þrjú Íslandsmet.

 

Evrópumeistaramótið í borðtennis
Evrópumeistaramót fatlaðra í borðtennis fór fram í Jesolo á Ítalíu 15. - 26. september.  Þar tóku þátt 336 keppendur frá 35 löndum en þeirra á meðal voru þeir Jóhann R. Kristjánsson sem keppir í flokki C2 og Viðar Árnason sem keppir í flokki C4. Jóhann vann einn leik í sínum flokki C2 auk þess að vinna einn leik í liðakeppni í flokki C4 en þar keppti Jóhann “upp fyrir sig” þ.e. keppti móti einstaklingum með minni fötlun. Viðar tapaði hins vegar öllum sínum leikjum á mótinu.

 

Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu
Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu fóru fram á Sauðárkróki 24. september í samvinnu ÍF, KSÍ, Grósku og knattspyrnudeildar Tindastóls.  Upphitun var í höndum Sveinbjörns Jóns Ásgrímssonar þjálfara meistaraflokks Tindastóls í knattspyrnu. Haukur formaður Eikar sá um að setja mótið fyrir hönd Norðanmanna.  Í lokin var öllum boðið í pizzuveislu í félagsheimilið Merkigil. Framkvæmd var í höndum knattspyrnudeildar Tindastóls og Grósku í samvinnu knattspyrnunefndar ÍF og KSÍ.
 

Frábært samstarfsverkefni íþróttafélaga á Austurlandi
Íslandsmót Íþróttasambands Fatlaðra í boccia einstaklingskeppni, fór fram dagana 30. September til 1. október s.l. á  Seyðisfirði. Mótið var haldið í umsjón íþróttafélagsins Örvars á Egilsstöðum og Viljans á Seyðisfirði.  Félagar úr Lionsklúbbnum Múla á Egilsstöðum og Lionsklúbbi Seyðisfjarðar sáu um dómgæslu á mótinu en Lionsmenn hafa stutt íþróttastarfsemi fatlaðra á Austfjörðum í fjölda ára. Fjölmargir heimamenn aðstoðaðu íþróttafélögin við framkvæmd mótsins og fólk tók frí úr vinnu til að leggja hönd á plóg. Eldri grunnskólanemendur aðstoðuðu dómarana og yngstu bekkir grunnskóla og leikskólabörn mættu á mótsetninguna með starfsfólki skólanna.  Að venju gaf Lionsklúbburinn Víðarr öll verðlaun á mótinu en klúbburinn gefur öll verðlaun á Íslandsmótum Íþróttasambands Fatlaðra.  Öll framkvæmd mótsins tókst mjög vel og samstarf félaganna á Austurlandi var til mikillar fyrirmyndar.

 

Heimsmeistaramót þroskaheftra í borðtennis

Heimsmeistaramót þroskaheftra í borðtennis fór fram í Thouras í Frakklandi dagana 24. – 30. október  sl.  Keppendur Íslands á mótinu voru þær Gyða Gunnarsdóttir og Sunna Jónsdóttir og þjálfari og fararstjóri Helgi Gunnarsson.

Ágætis árangur náðist á mótinu þar sem stúkurnar unnu m.a. einn leik í liðakeppni, einn leik í tvíliðaleik og einn leik hvor um sig í sínum riðli.

 

Haustmót ÍF í frjálsum íþróttum

Frjálsíþróttanefnd ÍF frestaði haustmóti í frjálsum íþróttum sem fyrirhugað var að halda í tengslum við Íslandsleika SO í knattspyrnu.  Stefnt er að því að halda mótið í nýju íþróttahúsi í Laugardal en málið er í skoðun.


Fræðsluhelgi 14. - 16. október -  Reykjavíkurmót í sundi
Sundnefnd IF stóð fyrir "Fræðsluhelgi" 14. - 16. október í Laugardalslaug.
Þar var boðið upp á fjölbreytta dagskrá alla helgina sem tengdist fræðslu fyrir sundþjálfara fatlaðs sundfólk.   Opna Reykjavíkurmótið í sundi fór fram í tengslum við dagskrá helgarinnar og þar féllu 8 Íslandsmet.

Þetta verkefni tókst mjög vel og var liður í að efla samstarf þjálfara og gæði þjálfunar innan hreyfingarinnar.

 

Fundir / ráðstefnur innanlands og erlendis


Sambandsþing Íþróttasambands Fatlaðra
Sambandsþing ÍF var haldið 9. apríl sl. á Radisson SAS hótels Sögu. Dagskrá var samkvæmt lögum sambandsins en þingið sóttu um 50 fulltrúar aðildarfélaga ÍF. Meðal gesta sem ávörpuðu þingið var forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, Árni Magnússon félagsmálaráðherra og Ellert B. Schram forseti ÍSÍ.  Stærsta mál þingsins var tillaga um nýtt flokkakerfi fyrir þroskahefta íþróttamenn. Með það að markmiði að tryggja sem mestan jöfnuð í keppni er öllum íþróttasamtökum fatlaðra í heiminum nú gert skylt að kröfu alþjóðahreyfinga fatlaðra (IPC og INAS-Fid) að skrá fötlun allra þeirra sem þátt taka í íþróttum þroskaheftra á alþjóðavettvangi. Tillagan var samþykkt sem þýðir að í framtíðinni munu þroskaheftir keppa í tveimur flokkum á Íslandi en hingað til hefur þessi fötlunarfokkur keppt í einum opnum flokki.

Þingið heimilaði einnig stjórn ÍF að ganga til viðræðna við framkvæmdastjórn ÍSÍ um breytingar á reglugerð um afreksmannasjóð ÍF.

3. apríl sl. sat Þórður Árni Hjaltested aðalfund INAS-Fid sem fram fór í Búdapest í Ungverjalandi.  Aðalmál þess fundar var staða þroskaheftra íþróttamanna í heiminum þ.e. þátttökuréttur þeirra á mótum sem haldin eru á vegum IPC (Alþjóðaólympíuhreyfingar fatlaðra).

 

Í apríl átti Anna K. Vilhjálmsdóttir fund með ÍSÍ, Þórólfi Þórlindssyni, prófessor og Ingólfi Sveinssyni, geðlækni þar sem fylgt var eftir umræðu sem fram fór á ráðstefnu um áhrif hreyfingar á andlega heilsu.  Rætt var m.a. hvernig auka má samstarf íþróttahreyfingarinnar og skólakerfisins.

 

Í októbermánuði var Erlingur Þ. Jóhannsson ráðinn tímabundið til starfa hjá ÍF en meginverkefni hans verður að fylgja eftir samþykkt Sambandsþings ÍF varðandi nýtt flokkunarkefi fyrir þroskahefta íþróttamenn.


Stjórnarfundur Nord-HIF og landskeppni í borðtennis
22. – 24. apríl s.l. var haldinn stjórnarfundur Nord-HIF sem eru samtök íþróttasambanda fatlaðra á Norðurlöndum. Fundurinn var haldinn í Færeyjum í tengslum við 25 ára afmæli færeyska sambandsins - Itrottasambandið fyri Brekað. Þá var í tengslum við þennan afmælisfund haldin landskeppni Íslands og Færeyja í borðtennis. Til að efla og vekja athygli á borðtennisíþróttinni hafði færeyska sambandið óskað eftir aðstoð Íslands í því efni. Þannig myndu íslensku keppendurnir, auk þátttökunnar í landskeppninni æfa með hinu færeyska borðtennisfólki.  Íslensku keppendurnir þau Sunna Jónsdóttir, Ösp, Gyða Guðmundsdóttir, Ösp og Tómas Björnsson, ÍFR sigruðu alla sína andstæðinga og voru á allan hátt landi og þjóð til sóma. Einnig er vert að geta framlags Helga Gunnarssonar, landsliðsjáfara ÍF í borðtennis, sem miðlaði Færeyingum af reynslu sinni sem borðtennisþjálfari til margra ára.

 

Alþjóðlegar sundráðstefnur

17. – 21. maí tók Ingi Þór Einarsson, formaður sundnefndar ÍF þátt í alþjóðlegri ráðstefnu sundþjálfara sem fram fór í Frakklandi og 3. – 5. júní tók Kristín Guðmundsdóttir, annar landsliðsþjálfara ÍF í sundi þátt í Norrænni þjálfararáðstefnu sem fram fór í Danmörku.  Munu þau í októbermánuði n.k. standa fyrir ráðstefnu hér á landi þar sem m.a. verður kynnt það sem fram fór á ráðstefnum þeim er þau sóttu.

 

Íþróttafélagið Ösp 25 ára
Íþróttafélagið Ösp hélt upp á 25. ára afmæli sitt með veglegum afmælisfagnaði 22. maí sl. en félagið var stofnað 18. maí 1980.  Í tilefni þessara tímamóta voru félaginu færðar veglegar gjafir og heillaóskir bárust víðs vegar að. Meðal þeirra sem færðu félaginu heillaóskir voru Ellert B. Schram, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands auk þess sem Sveinn Áki Lúðvíksson, formaður Íþróttasambands Fatlaðra færði félaginu að gjöf útskorið ræðupúlt. Þá veitti Sveinn Áki nokkrum einstaklingum heiðursmerki ÍF en þeir voru;  Árna Sævar Gylfason og Kristínu Jónsdóttur hlutu bronsmerki ÍF en merkið er veitt þeim einstaklingum sem fram koma á stórmótum innanlands og erlendis. Silfurmerki ÍF, sem veitt er fyrir skipulags og stjórnunarstörf í þágu fatlaðra, veitti hann fyrrum stjórnarmönnum Aspar þeim Sólborgu Bjarnadóttur, Guðmundi L. Kristjánssyni, Margréti Hallgrímsdóttur og Kristni Guðlaugssyni, knattspyrnuþjálfara Aspar til margra ára.

 

Símafundur Nord-HIF

15. júní sl. Var haldinn símafundur formanna Nord-HIF þar sem málefni aðalfundar EPC voru rædd.

 

Aðalfundur EPC

24. – 26. júní sl. sátu Sveinn Áki Lúðvíksson, formaður ÍF og Ólafur Magnússon aðalfund EPC (Evrópudeildar Alþjóðaólympíuhreyfingar fatlaðra) en fundurinn fór fram í Dubrovnik í Króatíu.  Samhliða aðalfundinum fór fram ráðstefna en meðal þeirra mála sem þar var fjallað um voru “konur og íþróttir” og málefni hinna mest fötluðu (severe disability) innan EPC og IPC en nefnd um málefni þeirra hefur verið starfandi síðan snemma árs 2004 með það að markmiði að tryggja og auka fjölda þessara einstaklinga í mótum EPC og IPC. 

Á aðalfundinum sjálfum var auk venjubundinna aðalfundastarfa m.a. rætt um framtíð Evrópumeistaramóta, Evrópuleika æskunnar, „kvótamál“ á Ólympíumótum fatlaðra o.fl. eða fjölgreinamóta. 

 

Þjálfararáðstefna Nord-HIF 2005
Dagana 23. - 25. september sl. var haldin í Malmö í Svíþjóð Norræn þjálfara og leiðbeinendaráðstefna. Ráðstefna þessi var haldin á vegum Nord-HIF (Íþróttasambanda fatlaðra á Norðurlöndum) og með fjárhagslegum styrk Norðurlandaráðs en tilgangur hennar var að fá fram hugmyndir um aukið og betra samstarf Norðurlandanna um málefni íþrótta fatlaðra m.a. skipulag Norðurlandamóta.  Ráðstefnuna sóttu fulltrúar þeirra íþróttagreina sem keppendur eiga á Ólympíumótum fatlaðra auk þeirra aðila sem tengjast afrekssviðum hvers lands

 

Stjórnarfundur Nord HIF fór fram í Kiruna í Svíþjóð, dagana 21. - 23. október.   Fulltrúar  ÍF voru Sveinn Áki Lúðvíksson, Ólafur Magnússon og Anna K Vilhjálmsdóttir.  Á fundinum voru tekin fyrir málefni sem tengjast íþróttastarfi fatlaðra, norrænt samstarf á sviði mótahalds og barna og unglingastarfs og alþjóðasamstarf.  Á dagskrá fundarins var m.a.lögð fram ný reglugerð vegna norræns barna og unglingamóts sem haldið er annað hvert ár en næsta mót verður haldið á Íslandi árið 2007. Reglugerðin var unnin af fulltrúum Íslands og Noregs.  Rætt var um framtíð norðurlandamóta og kynnt niðurstaða norrænnar þjálfararáðstefnu sem haldin var í september.  Rædd voru málefni Norðurlandanna vegna ráðstefnu IPC í Peking í nóvember og kynnt málefni alþjóðasamtaka s.s. INAS FID, IBSA og Special Olympics.

Skýrsla frá fundinum mun liggja frammi á skrifstofu ÍF.

 

Íþróttaráðstefna Special Olympics fór fram í Sviss, dagana 28. – 29. október s.l.  Fulltrúi ÍF á fundinum var Jóhann Arnarson, stjórnarmaður ÍF.

 

Fundur INAS – FID fór fram í Frakklandi, helgina 28. – 30. október s.l.  Fulltrúi ÍF var Þórður Árni Hjaltested

 

 

 

Aðrir fundir

 

26. apríl átti Anna K. Vilhjálmsdóttir fund á Akureyri með fulltrúum fjölskyldusviðs Akureyrarbæjar, fulltrúum íþróttafélagsins Óðins og ÍBA, auk foreldra fatlaðra barna. Óskað var eftir fulltrúa ÍF á fundinn til að ræða gildi íþrótta fyrir fatlaða og þörf á fleiri æfingatímum í sundi og íþróttatilboðum fyrir fatlaða.

 

28. apríl átti Anna K. Vilhjálmsdóttir fund með  ÍFR vegna EM í boccia.

 

28. apríl sat Ólafur Magnússon ásamt Guðmundi Þormóðssyni og Kristmanni Eiðssyni fund með fulltrúum ÍSÍ varðandi stofnun bogfiminefndar ÍSÍ.

 

28. apríl heimsótti Anna K. Vilhjálmsdóttir, Skautafélagið Björninn þar sem afhent var þakkarskjal vegna samstarfs félagsins og ÍF. Íþróttasamband Fatlaðra hóf samstarf við listskautadeild skautafélagsins Bjarnarins vegna alþjóðavetrarleika Special Olympics í Japan í febrúar 2005.  í tengslum við afhendinguna var rætt frekara samstarf á sviði skautaíþrótta fyrir fatlaða. 

 

29. apríl átti Anna K. Vilhjálmsdóttir fund með íþróttakennara og skólastjóra Ingunnarskóla þar sem rætt var verkefni sem þar er í gangi og miðar að því að efla hreyfiþroska.  Verkefnið var kynnt í Hvata 1. tbl en þetta verkefni hefur mikla þýðingu ekki síst fyrir fatlaða nemendur.

3. maí átti Anna K. Vilhjálmsdóttir fund með námstjóra námsbrautar HÍ í sjúkraþjálfun þar sem rætt var samstarf og möguleikar á auknu samstarfi.  Ræddar voru ýmsar hugmyndir m.t.t. námsins auk samstarfs á sviði lokaverkefna nemenda.

 

3. maí átti Anna K. Vilhjálmsdóttir fund með sænskum kennurum sem starfa við sérskóla í Gautaborg.  Kennararnir höfðu óskað eftir fundi um íþróttastarf fatlaðra hér á landi og uppbyggingu Special Olympics. Á fundinum var rætt fyrirkomulag m.t.t. skólamála, íþróttakennslu og íþróttatilboða fyrir fatlaða. 

 

3. maí sótti Anna K. Vilhjálmsdóttir fund í Sjónarhóli vegna samstarfs ÍF, ÍSÍ og Sjónarhóls vegna Íslandsgöngunnar.  Fleiri fundir voru haldnir vegna þessa máls.

 

4. maí sátu Anna K. Vilhjálmsdóttir og Ólafur Magnússon fund með aðilum sem kynntu nýja aðferð sem hefur þótt árangursrík m.a. við íþróttaþjálfun. Þessi aðferð “smelluaðferðin” verður kynnt nánar hér á landi.

 

10. maí áttu Anna K. Vilhjálmsdóttir og Ólafur Magnússon fund með Halldóri Guðbergssyni þar sem ræddar voru hugmyndir að sérverkefnum á landsbyggðinni.

 

11. maí áttu Anna K. Vilhjálmsdóttir og Ólafur Magnússon fund með fulltrúa íþróttaakademínunnar í Reykjanesbæ þar sem rætt var samstarf á sviði fræðslumála.

 

20. maí veitti Sveinn Áki Lúðvíksson viðtöku styrk frá Pokasjóði.

 

19. – 22. maí sótti Anna K. Vilhjálmsdóttir fund Evrópuráðs Special Olympics,

( EEAC )sem haldinn var í Róm, Ítalíu en hún er einn af 8 fulltrúum í Evrópuráðinu. Þar var farið yfir helstu atriði vegna Evrópuleikanna 2006. Í tengslum við fund EEAC var haldinn fundur CTAC, tækninefndar SOE.

 

28. maí sat Sveinn Áki Lúðvíksson aðalfund ÍFR.

 

3. júní s.l. var haldinn í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, fundur með þátttakendum, foreldrum, aðstoðarmönnum og fararstjórum á Norræna barna- og unglingamótinu.  Umsjón með fundinum höfðu Anna G. Sigurðardóttir og Erlingur Þ. Jóhannsson.

 

15. ágúst áttu þeir Sveinn Áki Lúðvíksson, Erlingur Þ. Jóhannsson og Ólafur Magnússon fund með fulltrúum framkvæmdastjórnar ÍSÍ og formanni Afreksmannsjóðs ÍSÍ varðandi breytingar á reglugerð sjóðsins hvað varðar fatlaða íþróttamenn.  Var samþykkt að frá og með 1. janúar 2006 hefðu fatlaðir íþróttamenn sama aðgang að sjóðinum og íþróttamenn annarra sérsambanda innan ÍSÍ.

 

25. ágúst var send fréttatilkynning til fjölmiðla varðandi ofangreinda breytingu.

 

Í júlí sat Anna K Vilhjálmsdóttir fund með fulltrúa svæðisskrifstofu Reykjaness, íþróttafélagsins Hauka og bandarískum erindreka um knattspyrnumál Special Olympics. 

 

17. ágúst s.l sat Anna K. Vilhjálmsdóttir fund á Seyðisfirði með fulltrúum Örvars og Viljans, þar sem farið var yfir málefni vegna Íslandsmóts í boccia, einstaklingskeppni og skoðaðar aðstæður á keppnisstað.

 

9. september veitti Ólafur Magnússon f.h. hönd ÍF viðtöku styrk frá Alcan á Íslandi.

 

12. september var haldinn fundur Afrekssviðs ÍF þar sem m.a. var til umræðu liðin verkefni afreksfólks, verkefni framundan og umsóknir fatlaðs afreksfólks í Afreksmannsjóð ÍSÍ.  Var samþykkt að fá Inga Þór Einarsson til að aðstoða ÍF við að kanna stöðu fatlaðra afreksíþróttamanna á heimslistum miðað við heimslista annarra sérsambanda.

 

14. september s.l. sat Anna K. Vilhjálmsdóttir fund sem haldinn var á vegum ÍSÍ um fræðslumál innan hreyfingarinnar. Þar var m.a. fulltrúi frá Gerplu sem kynnti efni sem búið er að útbúa fyrir námskeið FSÍ og tengist þjálfun fatlaðra.

 

Fundir hafa verið haldnir í september vegna nýliðunar í tengslum við fatlaða einstaklinga og hefur Anna K. Vilhjálmsdóttir notið aðstoðar Kristínar Rósar Hákonardóttur sem tekið hefur þátt í að virkja fatlaða einstaklinga til þátttöku í íþróttastarfi fatlaðra.

 

15. september s.l. var haldinn fundur Special Olympics nefndar en þar voru m.a. kynntir Evrópuleikar Special Olympics í Róm árið 2006.

 

19. september áttu Ólafur Magnússon og Ingi Þór Einarsson fund með Kristni Reimarssyni, sviðsstjóra afrekssviðs ÍSÍ varðandi hugmyndir ÍF um breyting á reglugerð Afreksmannasjóðs ÍSÍ m.t.t. fatlaðra afreksmanna.

 

21. september s.l. sótti Anna K. Vilhjálmsdóttir fund sem haldinn var á vegum Þroskahjálpar og ÁTAKS.  Aðalerindi fundarins var að kynna verkefni sem miðar að því að bæta líkamsástand og heilsu þroskaheftra. Á fundinum kom fram að ofþyngd er mikið vandamál, ekki síst þeirra sem eru komnir í sjálfstæða búsetu.  Rætt var um að sækja þyrfti um fjármagn í verkefnið en eftir er að vinna aðgerðaráætlun og markmiðslýsingu sem skýrir nánar þetta verkefni.  Á fundinum voru m.a. fulltrúar Lýðheilsustöðvar, Fjölmenntar, Svæðisskrifstofa og fleiri aðilar og var fólk sammála um að stuðningur þyrfti að koma til frá þeim aðilum sem starfa að málefnum fatlaðra, hvatning og aukin eftirfylgni.  Sagt var frá verkefni Fjölmenntar “ Nýjum Lífsstíl” þar sem m.a. er farið á Líkamsræktarstöðvar auk þess sem mataræði er tekið fyrir.

 

28. september s.l. hélt Anna K. Vilhjálmsdóttir fund með norskum aðilum sem voru á Íslandi á vegum hins opinbera til að kynna sér hin ýmsu mál. Rætt var um starfsemi  íþróttasambands fatlaðra á Íslandi og starfið á Noregi og fyrirkomulag m.t.t. sveitarfélaga, íþróttastarfs og á landsvísu

 

14. október var haldinn fundur Afrekssviðs ÍF þar sem m.a. var til umræðu liðin verkefni afreksfólks ÍF, verkefni framundan, umsóknir fatlaðs afreksfólks í Afreksmannsjóð ÍSÍ og flokkunarmál þroskaheftra.

Erlingur Þ. Jóhannsson vinnur um þessar mundir að því að fylgja eftir samþykkt síðasta Sambandsþings ÍF sem gerir ráð fyrir því að allir virkir iðkendur aðildarfélaganna verði komnir með flokkun fyrir árslok 2005.

 

14. október var Ólafur Magnússon viðstaddur setningu landsþings Þroskahjálpar sem fram fór á Grand Hóteli í Reykjavík

 

15. október s.l. sótti Anna K. Vilhjálmsdóttir ráðstefnu Þroskahjálpar “ Skóli án aðskilnaðar” en ráðstefnan var haldin á Grand Hótel.  Málið tengist íþróttakennslu fatlaðra en umræða var fróðleg og margt athyglisvert kom fram m.a. kynntar niðurstöður rannsóknar KHÍ um viðhorf til fatlaðra.

 

17. október s.l. sátu þau Ólafur Magnússon, Anna K. Vilhjálmsdóttir og Ólafur Eiríksson, gjaldkeri ÍF, fund fjárlaganefndar vegna fjárlaga 2006.

 

19. október áttu Ólafur Eiríksson og Ólafur Magnússon fund með fulltrúum ÍFR vegna umsóknar félagsins í Verkefnasjóð ÍF.

 

25. október s.l. átti Anna K. Vilhjálmsdóttir fund með fulltrúum starfshóps IF og HMÍ en sjúkraþjálfun á hestbaki hefur verið kynnt af sjúkraþjálfurum í starfshópnum og er málið er vinnslu í heilbrigðisráðuneytinu með stuðningi Sjúkraþjálfarafélags Íslands.

 

26. október voru AKV og AGS með kynningu á starfi IF í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Rætt var m.a. frekara samstarf.

 

2. nóvember átti AKV fund með formanni Sjúkraþjálfarafélags Íslands þar sem rætt var m.a. samstarf starfshóps ÍF og HMÍ og félagsins.  Einnig hefur verið  unnið að auknu samstarfi á sviði kynningamála og nýliðunar.

 

Fjölmargir fundir hafa verið haldnir í tengslum við einstaka íþróttagreinar og verkefni sem fram hafa farið auk sérhæfðra málefna.

 

Útgáfumál

 

5. Endurprentun bæklings ÍF  -   Nýjar myndir en sama form.

Unnið hefur verið að endurgerð bæklings ÍF – Íþróttir eru fyrir alla –

Sótt hefur verið um styrk til fræðslusviðs ÍSÍ og MRN, íþróttasjóðs en stefnt er að því að geta dreift þessum bæklingi markvisst um allt land. Prentuð hafa verið 1000 eintök sem verið er að dreifa en beðið er með að prenta fleiri þar til svör liggja fyrir varðandi styrki.

 

Hvati 1. tbl kom út í júlí 2005

2. tbl.  kemur út í desember 2005.

 

Ritnefndarfundir hafa verið haldnir vegna útgáfu Hvata auk þess sem ritnefndin sinnir ákveðnum verkefnum.

 

Samstarfssamningar


Endurnýjun samnings KB banka og Íþróttasambands Fatlaðra
18. apríl s.l. endurnýjuðu KB-banki og Íþróttasamband Fatlaðra (ÍF) samning um samstarf og stuðning bankans við starfsemi Íþróttasambands Fatlaðra.
KB banki er með þessum samningi einn af aðalsamstarfs- og styrktaraðilum Íþróttasambands Fatlaðra vegna undirbúnings og þátttöku fatlaðra íþróttamanna í Ólympíumóti fatlaðra sem haldið verður í Peking árið 2008. Bankinn hefur allt frá stofnun sambandsins verið einn stærsti styrktaraðili íþrótta fatlaðra hér á landi og aðalviðskiptabanki sambandsins þau 25 ár sem liðin eru frá stofnun þess.


Icelandair einn af aðalsamstarfsaðilum Íþróttasambands Fatlaðra
31. maí var undirritaður var samstarfssamningur milli Íþróttasambands Fatlaðra og Icelandair um ferðir íþróttafólks sambandsins á flugleiðum Icelandair.  Samningurinn sem nær til ársins 2007 felur meðal annars í sér að allt íþróttafólk og aðrir sem ferðast á vegum sambandsins til og frá Íslandi fljúgi með Icelandair á hagstæðustu fargjöldum sem bjóðast. Þá fær Íþróttasamband Fatlaðra ákveðna styrktarupphæð árlega greidda inn á viðskiptareikning sinn auk ákveðins fjölda flugmiða á ári á gildistíma samningsins. Flugleiðir er með þessum samningi einn af aðalsamstarfs og stuðningsaðilum Íþróttasambandsins vegna Ólympíumóts fatlaðra í Peking árið 2008.

 

Ýmis verkefni


Breyting á reglugerð afreksmannasjóðs
Stjórnir Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) og Íþróttasambands Fatlaðra (ÍF) hafa einróma komist að samkomulagi varðandi styrkjafyrirkomulag til framtíðar fyrir fatlaða íþróttamenn.  Hingað til hefur ÍF fengið árlega styrkupphæð frá Afrekssjóði ÍSÍ til að styrkja íþróttamenn sína. Stjórnir ÍSÍ og ÍF leggja áherslu á að fatlaðir íþróttamenn hafi sömu réttindi og skyldur og ófatlaðir íþróttamenn.
Frá og með 1. janúar 2006 getur ÍF sótt um afreksstyrki fyrir sitt íþróttafólk á sama grundvelli og önnur sérsambönd ÍSÍ. ÍSÍ mun krefjast upplýsinga um stöðu íþróttamanna á styrkleikalistum alþjóðasambanda og gera kröfur um árangur, ástundun og eftirlit. Í dag eru a.m.k. 2 - 3 íþróttamenn á vegum ÍF sem falla undir A-skilgreiningar Afrekssjóðs ÍSÍ og nokkrir aðrir efnilegir íþróttamenn munu án efa bætast í þann hóp á næstunni. Með þessu samkomulagi er jafnrétti á þessu sviði tryggt og vonast samböndin til að hið nýja fyrirkomulag verði hvati fyrir fatlaða íþróttamenn til frekari framfara í íþrótt sinni.

 

 

 

Torfærustóll fyrir hreyfihamlaða - Nýung á Íslandi

Vikuna 5. – 10. júní s.l. stóð Stöð 2 í samvinnu við Íþróttasamband Fatlaðra fyrir átaki til söfnunar á “torfæruhjólastólum” fyrir hreyfihamlaða.  IF aðstoðaði við að fá fólk til að mæta í “Ísland í bítið” þá viku og leitaði m.a. til Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, Grensásdeildrar, foreldra fatlaðra barna o.fl. hreyfihamlaða en slíkur stóll. Fyrsti stóllinn var pantaður í kjölfar þess að Heimir og félagar á Stöð 2 unnu um 200.000 kr. í getraunum og vildu að ÍF fengi að njóta afrakstursins.  Áhugi var á að finna einhvern hlut eða tæki sem kæmi hreyfingunni vel og ÍF leitaði til Paul Speight sem hefur framleitt m.a. vetraríþróttatæki fyrir fatlaða og óskaði eftir ábendingum. Hann benti á þennan stól og í framhaldi af því var stóllinn pantaður og hefur verið afhentur ÍF.   Stefnt er að því að panta til landsins 6 eða 7 stóla sem staðsettir verða í hverjum landsfjórðung.

 

Styrktarsjóður

Í samvinnu við fjölskyldu  Axels Gunnlaugssonar hefur ÍF sett á fót styrktarsjóð og opnað reikning í þeim tilgangi að safna fyrir skíðasleða fyrir fatlaða.   Markmið er að safna fyrir a.m.k einum skíðasleða og var óskað aðstoð frá Paul Speight, USA varðandi þetta mál.  Hann hefur unnið að málinu erlendis og hefur fengið til liðs við sig aðila til að lækka kostnað vegna kaupa á skíðasleða.  ÍF  hefur verið í sambandi við fjölskyldu Axels vegna þessa máls og verður málið skoðað í samræmi við óskir fjölskyldunnar. Reikningsnúmer er 313 13 710623 kt 620579 0259

 

 

 

 

Myndvinnsla

ÍF hefur sett upp albúm á vefsíðu 123.is     Notendanafn IF  lykilorð dreki

Þar er farið í netalbúm og skoða albúm. Myndir sem berast ÍF frá starfinu verða settar í albúmið sem er opið hreyfingunni. 

 

Skotfimi fatlaðra

ÍF hefur unnið að upplýsingaöflun og aðstoð við aðila sem hefur mikinn áhuga á skotfimi fatlaðra og málið er komið í farveg þar sem reglur og fleira eru í skoðun.

 

Jólakort ÍF 2005 hefur verið framleitt og sent til aðildarfélaga ÍF.  Kortið hannar listamaðurinn Sigríður Anna F. Nikulásardóttir.

 

GSFÍ stóðu fyrir fjölbreyttum golftilboðum sumar 2005, þar sem boðið var upp á tilboð fyrir alla fötlunarflokka.  Æfingar fóru fram á Bakkakotsvelli og í Grafarholti.
 

Sumarbúðir ÍF voru haldnar 28. júní – 8. júlí 2005.

 

 

Íslandsganga undir kjörorðinu "Haltur leiðir blindan"
Bjarki Birgisson, sem er hreyfihamlaður og Guðbrandur Einarsson sem er sjónskertur, láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna og eru stórhuga menn. Þeir hófu hringferð um landið mánudaginn 20. júní undir kjörorðinu "Haltur leiðir blindan" en tilgangur með göngunni var að vekja athygli á málefnum barna með sérþarfir og kynna ráðgjafastöðina Sjónarhól.   Íþrótta- og ólympíusamband Íslands og Íþróttasamband Fatlaðra voru í samstarfi við Sjónarhól og þá félaga vegna þessa verkefnis sem tókst mjög vel og vakti mikla athygli.
7. apríl um andleg áhrif hreyfingar.  Á fundinum voru rædd ýmis mál sem tengjast aðkomu íþróttahreyfingarinnar að aukinni hreyfingu í samstarfi við ráðuneyti.

 

 

 

 

 

 

 

                                     

         

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

                   

 

 

 

 

 

Ýmis samstarfs- og þróunarverkefni Íþróttasambands Fatlaðra 2005

 

v     Samstarf við skólastjórnendur og íþróttakennara

Verkefni sem kalla á frumkvæði ÍF og yfirsýn eru í  stöðugri vinnslu og verða umfangsmeiri með hverju ári sem kallar á auknar kröfur til skrifstofu ÍF. Næsta verkefni ÍF er að efla samstarf við skólastjórnendur og kennara vegna vandamála sem upp hafa komið varðandi virkni og þátttöku fatlaðra nemenda í skólaíþróttum. Í undirbúningi er markviss framleiðsla og dreifing bæklings um íþróttir fatlaða barna og unglinga sem veita á aðgengi að nánari upplýsingum fyrir foreldra, kennara og aðra áhugasama.  Stefnt er að markvissu átaki á þessu sviði ef fjármagn fæst.

 

v     Aukið samstarf við Háskóla Íslands

Aukið samstarf hófst árið 2005 við námsbraut sjúkraþjálfunar HÍ.  Allt frá árinu 1991 hafa nemendur fengið kynningu á starfi ÍF, séð myndband frá starfinu, fengið upplýsingar um helstu starfsemi og hlustað á innlegg fatlaðs einstaklings um gildi íþrótta.  Auk þessa munu nemendur nú fá það verkefni að fara á æfingar hjá íþróttafélögum fatlaðra, taka viðtöl við iðkendur og þjálfara og skila inn verkefni um heimsóknir á þessar æfingar til umsjónarkennara.

Verkefni sem skilað var inn í vor sýndu að mikill áhugi var meðal nemenda á þessu samstarfi og aukinn skilningur á gildi þess að stuðla að virkri þátttöku í íþróttastarfi.

 

v     Samstarf við KHÍ, íþróttakennaraskor

Samstarf við KHÍ, íþróttakennaraskor hefur staðið í fjölda ára og hefur þróast í samstarf við framkvæmd Íslandsmóta ÍF.  Nemendur hafa í samvinnu við Kára Jónsson, lektor KHÍ og landsliðsþjálfara ÍF, aðstoðað við framkvæmd Íslandsmóts ÍF í frjálsum íþróttum og aðstoðað auk þess við framkvæmd Íslandsmóta í fleiri greinum.

 

v     Samstarf ÍF og VMÍ og “Challenge Aspen”

Íþróttasamband Fatlaðra hefur í samstarfi við Vetrarmiðstöð Íslands á Akureyri og fyrirtækið “Challenge Aspen” í Colordao unnið að aukinni þátttöku fatlaðra í vetraríþróttum m.a. með kynningu á nýjum tækjum, námskeiðahaldi og fræðslu á þessu sviði.  Markmið er að á öllum skíðasvæðum sé til staðar sérhannaður sleði fyrir fatlaða og að fötluð börn og unglingar hafi aðgang að slíkum tækjum þegar farið er t.d. í skólaferðalög.

Stefnt er að komu skíðakennara frá Aspen til Islands árið 2006 og verður tímasetning námskeiðs í samvinnu ÍF og Vetrarmiðstöðvar MÍ kynnt nánar síðar. 

 

v      Samstarf vegna kynningar á torfæruhjólastól – Ný tækifæri til útivistar

ÍF hefur unnið að kynningu á fjölbreyttum útivistartilboðum fyrir fatlaða, s.s. kajak og smábátasiglingum og hestamennsku.  Næsta verkefni er kynning á möguleikum fatlaðra til útivistar í  torfæruhjólastól sem kynntur var árið 2005 og verið er að panta til landsins í kjölfar söfnunar.   ÍF hefur skipulagt samstarf við svæðisskrifstofur, sjálfsbjargarfélög, skólaskrifstofur og íþróttafélög sem munu annast útlán stóla á hverjum stað. Reiknað er með að stólarnir komi til landsins í nóvember.

 

v     Samstarf við Hestamiðstöð Íslands á Sauðárkróki.

Árangursríkt samstarf ÍF og HMÍ vegna reiðþjálfunar og reiðmennsku fatlaðra hefur staðið yfir frá árinu 2001 og skilað síauknum áhuga á að nýta hesta við þjálfun fatlaðra.  Starfshópur vinnur að því að undirbúa samstarf við ráðuneyti og stofnanir m.t.t. þess að aukin áhersla verði lögð á aðgengilega þjálfun fatlaðra á hestbaki.  Umsókn hefur verið lögð fram af fulltrúum starfshópsins til heilbrigðisráðherra varðandi viðurkenningu sjúkraþjálfunar á hestbaki.  Málið er í ákveðnu ferli hjá heilbrigðisráðherra, TR og sjúkraþjálfarafélagi Íslands.

 

v     Samstarf ÍF við Golfsamband Íslands

Samstarf  ÍF og Golfsambands Íslands hefur falist í að styrkja og styðja Golfsamtök fatlaðra, GSFÍ, sem sett voru á fót með það að markmiði að efla þátttöku fatlaðra í golfíþróttinni.  GSFÍ hafa unnið mjög gott starf og standa fyrir námskeiðum fyrir fatlaða á öllum aldri, jafnt sumar sem vetur. Sumarið 2005 var námskeiðum skipt upp fyrir hvern fötlunarflokk.   Umsjónarmaður er Hörður Barðdal.

 

Samstarf við Knattspyrnusamband Íslands

Íslandsleikar Special Olympics hafa verið samstarfsverkefni ÍF og KSÍ en vonast er til þess að knattspyrnufélög í landinu sýni aukið frumkvæði, varðandi tilboð fyrir fatlaða.

Aðildarfélög ÍF hafa sameinast um lið þar sem þörf er á en verkefnið krefst aukins samstarfs almennra knattspyrnufélaga til að fleiri fatlaðir geti æft þessa íþróttagrein

 

Samstarf við Fimleikasamband Íslands

Samstarfsverkefni ÍF og FSÍ sem hófst vegna alþjóðaleika Special Olympics 1999 hefur tekist vel og er nú í farvegi í samstarfi Gerplu og Aspar.  Kynningarefni um fimleika fyrir fatlaða er nú í fyrsta skipti í boði á leiðbeinendanámskeiðum FSÍ sem vonandi stuðlar að því að fleiri félög á landinu bjóða upp á fimleika fyrir fatlaða.

 

Samstarf við Skautafélagið Björninn

Samstarf hófst árið 2005 við listskautadeild Bjarnarins vegna alþjóðaleika SO í Nagano í Japan.  Nú er unnið að því að efla þetta samstarf og bjóða upp á æfingar fyrir fatlaða á vegum félagsins í samvinnu við Þroskahjálp og vonast er til þess að æfingar verði í boði í vetur.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Samstarfsverkefni tengd starfsemi Special Olympics

 

v     Samstarf við grunnskóla á Íslandi  í samstarfi við Special Olympics International og í Evrópu.

Verkefnið “Get into it” sem framleitt er á vegum Special Olympics byggist á námsefni fyrir hvern aldursflokk en á Íslandi hefur efnið verið kynnt 10 – 12 ára börnum.  Meginmarkmið er að byggja upp umræður um mikilvægi þess að virðing sé borin fyrir hverjum manni, einnig þeim sem þykja “öðruvísi”   Ísland var fyrsta Evrópulandið til að kynna þetta efni í skólum en samstarf hefur farið fram við Setbergsskóla í Hafnarfirði og unnið er að því að aðlaga efnið íslenskum aðstæðum.  Stefnt er að því að fá fleiri skóla til samstarfs í tengslum fáist fjármagn til þess.  

 

 

v     Samstarf við heilbrigðisstéttir vegna verkefnis Special Olympics “Healthy athletes”

Special Olympics samtökin hafa staðið að merkilegu samstarfsverkefni við augnlækna, tannlækna, sjúkraþjálfara og fótaaðgerðarfræðinga.  Keppendur á alþjóðaleikum samtakanna fá tækifæri til að fara í ókeypis skoðun þar sem metnir eru ákveðnir heilsufarsþættir og þjónusta veitt.  Allt þetta starf er unnið í sjálfboðavinnu.  Ísland hefur tekið þátt í þessu samstarfi og í undirbúningi er markvisst samstarf ákveðnum fagstéttum þar sem íslenskir keppendur fá ókeypis skoðun og mat á ákveðnum heilsufarsþáttum.

 

v     Samstarf við Evrópusamtök Special Olympics.  

Athlete Leadership Programm ( ALP)

Árið 2005 hófst samstarf við SOE í þeim tilgangi að efla þátttöku  íslensks íþróttafólks í ákvarðanatöku og auka áhrif þessa hóps á framþróun starfsins. Þetta verkefni hefur verið  sett upp í nokkrum Evrópulöndum en Ísland hóf þátttöku með ráðstefnu í janúar 2005 þar sem valinn var 10 manna hópur íþróttafólks til þátttöku.   Fræðslunefnd ÍF stýrir þessu verkefni og mun skipuleggja námskeið sem í  boði verða fyrir öll aðildarfélög ÍF sem þess óska.   Aukin áhersla á gildi þess að fá fram sjónarmið íþróttafólksins varðandi það sem snýr að ákvarðanatöku og framþróun mun stuðla að árangursríkara starfi.

 

v      Samstarf ÍF við skautafélög á Íslandi

Mjög áhugavert samstarf við skautafélög  hófst árið 2004 vegna þátttöku Íslands

á alþjóðavetrarleikum Special Olympics í Nagano í Japan í febrúar 2005.  Stefnt er að því að efla þessa íþrótt í samvinnu við skautafélögin hér á landi.