Kennaraháskóli Íslands, íþróttabraut
Lokaverkefni til B.Sc – gráðu
Reykjavík, apríl 2004
Guðbjörg Hákonardóttir
kt. 20.01.79-4399
Þessi rannsókn er unnin af Guðbjörgu Hákonardóttur sem lokaverkefni til B.Sc gráðu í íþróttafræði við Kennaraháskóla Íslands. Leiðbeinendur voru Viðar Halldórsson, félagsfræðingur og Anna Karólína Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri íþrótta og útreiðslusviðs Íþróttasambands Fatlaðra.
Rannsóknin er gerð á
félagslegum áhrifum íþrótta á fatlaða. Þátttakendur voru 42 einstaklingar með
ýmsar líkamlegar fatlanir, . Lagður var fyrir spurningalisti sem innihélt
fjölþættar spurningar (sjá viðauka I). Einnig voru tekin viðtöl við fatlaða
einstaklinga, einn sem er með meðfædda fötlun og annan sem er með áunna fötlun.
Niðurstöðurnar voru mjög margþættar. Í fyrsta lagi var komist að því að þeir
sem eru með meðfædda fötlun hreyfa sig oftar í viku en þeir sem eru með áunna.
Af þeim sem eru á skólaaldri eru ekki margir sem taka þátt í íþróttatímum þó
þeir séu í annarri hreyfingu. Ekki tókst þó að fá fram ástæður fyrir því. Þeir
sem hreyfa sig oftar í viku hafa betri sjálfsmynd og meira sjálfstraust. Einnig
eru þeir meira gagnrýnir á sjálfa sig og óhræddir við að meta sig. Að lokum
voru það félagslegu áhrifin sem lagt var upp með. Þar kom í ljós að þeir sem
hreyfa sig oftar eru virkari en þeir sem hreyfa sig sjaldnar, bæði félagslega
sem og einir. Ljóst er að íþróttir hafa félagsleg áhrif en ekki er vitað hver
orsakatengslin eru.
Efnisyfirlit
1.2 Mismunandi líkamlegar fatlanir
1.3 Íþróttir og líkamleg fötlun
1.4 Íþróttir fatlaðra og aðlagaðar íþróttir
1.5.2 Þýðing íþrótta fyrir fullorðna með líkamlega fötlun:
Reynsla af íþróttabúðum fyrir fatlaða
1.5.3 Samanburður
á sjálfsmynd einstaklinga með og án líkamlegrar fötlunar
NIÐURSTÖÐUR I – Megindlegur hluti
3.5 Íþróttirnar og sjálfsálitið
3.6 Íþróttirnar og félagslífið
3.6.2 Með fjölskyldunni og/eða ættingjum
3.6.3 Með vinum og/eða kunningjum
NIÐURSTÖÐUR II – Eigindlegur hluti
3.7.2 Anna Guðrún Sigurðardóttir
Íþróttir voru löngum taldar einungis vera fyrir þá sem voru hraustir og í góðu formi. Með árunum hefur þessi skoðun breyst og í dag eru íþróttir taldar vera fyrir alla. Íþróttir fatlaðra hafa þó átt undir högg að sækja og það var ekki fyrr en um 20. öldina að þær náðu almennri útbreiðslu. Hér á landi fer þó lítið fyrir íþróttum fatlaðra, það má eiginlega segja að þær séu ósýnilegar. En hvað er átt við með íþróttum fatlaðra? Jú þegar talað er um íþróttir fatlaðra er átt við aðlagaðar eða breyttar íþróttir sniðnar að þörfum hvers og eins. Fatlanir eru af ýmsum toga og er því ekki hægt að tala um eitthvað eitt ákveðið í þessu samhengi. Það sem hentar einum getur verið vonlaust fyrir annan.
En hvaða áhrif hafa íþróttir? Eru þær ekki bara til að brjóta niður og verða til þess að fatlaðir átta sig á að þeir geti ekki gert hlutina? Nei þvert á móti. Þar sem að íþróttirnar eru aðlagaðar eru þær gerðar eftir þörfum hvers og eins einstaklings og því eiga allir möguleika á jákvæðri upplifun í gegnum íþróttirnar. Þær geta þannig eflt og aukið sjálfstraust sem og sjálfsmynd hvers og eins.
Vert er að skoða auk þessa á hvaða forsendum fólk byrjar að æfa íþróttir og af hverju það helst í íþróttunum. Út frá þessu sjónarmiði kom upp rannsóknarspurningin: Hafa íþróttir félagsleg áhrif á fatlaða? og verður leitast við að svara henni með þessari rannsókn.
Líkamleg fötlun er ástand komið til vegna líkamlegra eða líffræðilegra þátta sem orsakast t.d. af sjúkdómi, veikindum, erfðum, fæðingargalla eða slysi. Þetta ástand getur haft áhrif á og/eða takmarkað dagleg störf viðkomandi. Sérstaks útbúnaðar getur verið þörf til að bæta ástandið. (http://www.who.int/health_topics/disabled_persons/en/ 15.04.04)
Líkamlegar fatlanir geta verið af ýmsum toga og geta verið bæði meðfæddar og áunnar. Líkamlega fötluðum er skipt í hópa eftir fötlun sinni og getustigi. Í íþróttum fara þessir flokkar t.d. eftir því hversu alvarleg fötlunin er. Íþróttasamband fatlaðra skiptir fötluðum þannig í hópa: blindir/sjónskertir, hreyfihamlaðir og geta þeir bæði verið í eða án hjólastóls og að lokum eru það heyrnardaufir. Athugið að þessi skipting á við þá sem eru líkamlega fatlaðir (http://www.isisport.is/if 25.03.04 ).
Sem dæmi um hreyfihamlaða eru mænuskaðaðir en þeir geta verið með paraplegi sem er lömun beggja ganglima og quadriplegi sem er lömun í öllum útlimum. Það fer eftir staðsetningu skaðans á hryggjarsúlunni hver útbreiðsla lömunarinnar er. Skaði ofan við 2. brjóstliðhryggjarlið (TH-2) veldur quadriplegi en neðar veldur pariplegi. Orsakir mænuskaða eru slys en um 85% orsakast þar af eða annað sem er um 15%. Slys geta verið umferðarslys, fall eða íþróttir svo eitthvað sé nefnt. Undir annað falla æxli í eða við mænu, blæðingar eða blóðtappi í æðum mænunnar, bólgur í mænuvef sem og meðfæddir gallar í hryggsúlu eða mænu.
Næst er það klofinn hryggur (spina bifida) en það er fæðingargalli sem einkennist af því að einn eða fleiri hryggjarliðir eru ekki eðlilega þroskaðir. Þetta getur orsakað að mænan og taugarætur þrýstast út úr mænugöngunum og mynda eins konar poka á hryggnum. Þessi poki er eingöngu varinn þunnu húðlagi og er því í mikilli hættu að skaðast. Það fylgja þessu mismiklar hreyfi- og skyntruflanir en ákvarðast stærðargráðan af stærð og staðsetningu skemmdarinnar (Fræðslunefnd Íþróttasambands fatlaðra 2001:89-94). |
Dæmi um klofinn hrygg |
Annar flokkur hreyfihamlaðra er aflimanir en þær algengustu eru á ganglim, fyrir ofan eða neðan hné, við hné, mjöðm eða öxl og á hönd, fram- eða upphandlegg. Orsakir eru margþættar en geta verið slys, æxli og þá oftast illkynja, t.d. krabbamein, blóðrásatruflanir, t.d. sem afleiðing af sykursýki og þegar æðakölkunar verður vart og að lokum sýkingar.
Næst ber að geta heilalömunar (cerebral palsy) en það er heilaskaði sem á sér stað áður en heilinn er fullþroskaður, þ.e.a.s. á fósturskeiði, við fæðingu eða á fyrstu árum barnsins. Skaðinn er varanlegur en eykst ekki. Afleiðingar geta verið að hreyfiþroski verður ekki eðlilegur og á það bæði við um viðbrögð sem og einföld hreyfimynstur, t.d. að rúlla og skríða. Það eru mörg síðari einkenni sem fylgja heilalömun en þeirra á meðal eru spastískar lamanir, tágangur og saksagangur (einstaklingur krossar hné í hverju skrefi), ósjálfráðar hreyfingar svo sem rykkir eða titringur og skert sjón og/eða heyrn.
Þeim sem fá heilalömun er skipt í flokka og eru þeir eftirfarandi:
Quadri- eða tetraplegi: Lömun í öllum fjórum útlimum
Hemiplegi: Lömun í öðrum líkamshelmningnum
Triplegi: Lömun í þremur útlimum
Monoplegi: Lömun í einum útlim
Paraplegi: Lömun í báðum ganglimum
Diplegi: Lömun í tveimur útlimum
(Fræðslunefnd Íþróttasambands fatlaðra 2001:111-117).
Eins og öðrum fötlunum er blindum/sjónskertum skipt í flokka. Sá sem er í flokki B1 er annað hvort algerlega blindur eða er með ljósskynjun og sér þá sterkt ljós í um meters fjarlægð en ekki handahreyfingu. Í flokk B2 fara þeir sem eru með hreyfiskynjun, sjá í 1-2 m fjarlægð það sem venjulegt fólk sér í 60 m farlægð, eða ferðasjón en þá sjá þeir í 2-3 m fjarlægð það sem venjulegt fólk sér í 60 m fjarlægð. Að lokum er það flokkur B3 en þeir sem eru í honum eru löglega blindir (1/10 af venjulegri sjón). Orsakir geta verið margvíslegar en sem dæmi má taka fæðingargalla, svo sem sjúkdóma í sjóntaug, gláku og sykursýki (Sigurbjörn Árni Arngrímsson, 2004).
Heyrnardaufum er skipt í flokka eftir því hversu mikið þeir heyra. Fyrst eru þeir sem eru með væga heyrnaskerðingu en þeir heyra um 21-40 dB[1]. Næst er meðal heyrnaskerðing og þá heyrir viðkomandi hljóð sem er 41-60 dB. Á eftir því kemur alvarleg heyrnarskerðing og þá heyrir viðkomandi hljóð sem eru á bilinu 61-85 dB. Að lokum er það heyrnarleysi en þá heyrir viðkomandi hljóð sem eru yfir 85 dB og upp í það að heyra alls ekki neitt. Til viðmiðunar þá er mannsrödd um 40 dB (Margrét Gígja Þórðardóttir, 2004).
Heyrnardeyfa getur, eins og aðrar fatlanir, verið meðfædd eða áunnin. Orsakir fyrir áunninni heyrnardeyfu geta t.d. verið heilahimnubólga og vírusar, sjúkdómar í miðeyra eins og t.d. bólgur og hávaði (Sigurbjörn Árni Arngrímsson, 2004).
Það er ekki langt síðan fatlaðir fóru að stunda íþróttir á þann hátt sem þeir gera í dag. Í hugum almennings hafa íþróttir einkum verið fyrir líkamleg hreystimenni til að sýna hvers þau eru megnug og til að skera úr um hver mestur garpur er (Sigurður Magnússon og Sigurður Á. Friðþjófsson 1998:11). Í byrjun voru það að mestu leyti heyrnarlausir sem stunduðu skipulagða íþróttastarfsemi og má rekja elstu heimildir um þá iðkun til 1888 að íþróttafélag fyrir heyrnarlausa var stofnað í Berlín. Þróunin var hæg og það var ekki fyrr en í lok fyrri heimsstyrjaldarinnar þegar fjöldi slasaðra hermanna sneri til Þýskalands og Englands að mikið af íþróttafélögum fyrir fatlaða voru stofnuð (Fræðslunefnd Íþróttasambands fatlaðra 2001:sögulegt yfirlit). Um 20. öldina náði íþróttaiðkun fatlaðra síðan almennri útbreiðslu en þá má segja að skipulagt íþróttastarf meðal fatlaðra hafi byrjað. Í lok seinni heimsstyrjaldarinnar varð nauðsyn íþróttastarfsemi fyrir fatlaða mjög mikil þar sem hundruð þúsunda, jafnvel milljónir manna komu heim af vígvellinum margvíslega fatlaðir. Þessi hópur þurfti á aðstoð og endurhæfingu að halda og voru íþróttir m.a. hluti af því (Sigurður Magnússon og Sigurður Á. Friðþjófsson 1998:12).
Upphaf íþrótta fatlaðra eins og við þekkjum þær má rekja til taugaskurðlæknisins Sir Ludwig Guttman, yfirlæknis á Mandeville sjúkrahúsinu í Englandi. Hann gengdi meðal annars því hlutverki að hlúa að stríðshrjáðum mönnunum. Honum fannst árangurinn oft ekki mikill og tók upp á því að láta sjúklingana stunda alls kyns íþróttir. Árangurinn af því lét ekki á sér standa (Fræðslunefnd Íþróttasambands fatlaðra 2001:sögulegt yfirlit). Guttman lét byggja íþróttaleikvang fyrir fatlaða við sjúkrahúsið árið 1952 og hóf sama ár að þjálfa fatlaða á skipulegan hátt í mörgum íþróttagreinum. Hann stóð einnig fyrir landskeppni fatlaðra í Englandi á leikvanginum (Sigurður Magnússon og Sigurður Á. Friðþjófsson 1998:12). Útbreiðsla íþrótta fyrir fatlaða var mikil og þörf varð fyrir menntaða leiðbeinendur. Það var árið 1948 að fyrsta leiðbeinendanámskeiðið sem vitað er um var haldið í Þýskalandi. Það sama ár voru í fyrsta skipti haldnir alþjóðaleikar fatlaðra íþróttamanna í Stoke Mandeville. Stoke Mandeville leikarnir hafa verið haldnir ár hvert síðan og taka um 7000-8000 íþróttamenn og -konur víðsvegar að úr heiminum þátt. En það eru fleiri íþróttamót fatlaðra haldin og af erlendum mótum er helst að nefna Norðurlandamót, Evrópumeistaramót, heimsmeistaramót og Ólympíumót en þau eru haldin fjórða hvert ár (Fræðslunefnd Íþróttasambands fatlaðra 2001:sögulegt yfirlit).
Íþróttir þjóna ýmsum tilgangi fyrir fatlaða og að mörgu leyti öðrum heldur en fyrir þá sem ekki eru fatlaðir. Þær eru til að mynda mjög mikið notaðar í endurhæfingu og eru ómetanlegur þáttur í að endurbyggja og viðhalda líkamsgetu fatlaðs einstaklings (Sigurður Magnússon og Sigurður Á. Friðþjófsson 1998:15).
Markmið íþróttaiðkunar er að
stuðla að því að fatlaður einstaklingur byggi upp með sjálfum sér bætta
sjálfsmynd, sjálfsvirðingu, ögun, keppnisanda og félagsþroska, en allt eru
þetta mikilvæg atriði í því að gera fötluðum einstaklingi kleift að brjóta sér
leið út úr þeirri einangrun sem hann getur lent í (Sigurður Magnússon og
Sigurður Á. Friðþjófsson 1998:16).
Viðhorf í garð íþróttakeppni hjá fötluðum einstaklingum hafa verið blendin. Vegna neikvæðrar reynslu í gegnum ósigur hafa einstaklingar með fötlun oft verið hvattir til að keppa ekki. Fatlaðir einstaklingar hafa verið álitnir sem líkamlega óæðri og þar með eingöngu taldir hafa not fyrir íþróttir sem endurhæfingar- og meðferðarúrræði en ekki til að keppa í þeim. Fatlaðir sem keppa eða geta keppt samhliða ófötluðum einstaklingum eru litnir sem undantekning frekar en regla. En viðhorfin eru að breytast í dag (Karen P. DePauw og Susan J. Gavron 1995:10).
Viðhorf samfélagsins til fatlaðra í íþróttum hafa leitt til þess að hindranir hafa verið í vegi þátttöku þeirra. Enn í dag eru hindranir sem standa í vegi þeirra en viðhorfin hafa að vissu leyti breyst og hindranirnar minnkað. Í dag eru viðhorfin þau að flokka fatlaða eftir því sem þeir geta en ekki eftir því hvað þeir geta ekki gert. Á meðal þeirra hindrana sem standa í vegi þeirra eru skortur á: skipulögðu íþróttastarfi, upplýstri reynslu af íþróttum snemma á ævinni, fyrirmyndum, aðgengi að þjálfurum og æfingaáætlunum, aðgengilegum íþróttamannvirkjum sem og fjárhagurinn. Það sem einna helst hefur stuðlað að því að þessar hindranir hafa minnkað eru aukning á fjölda íþróttatækifæra sem og aukinn sjáanleiki íþrótta fyrir fatlaða og ákveðnar fyrirmyndir meðal fatlaðra íþróttamanna (Karen P. DePauw og Susan J. Gavron 1995:10-11).
Árið 1992 var á ráðstefnu evrópskra ráðherra í ábyrgð fyrir íþróttir komið fram með ýmsar hugmyndir sem kallaðar voru Evrópsk skipulagsskrá fyrir Íþróttir fyrir alla: fatlaðir einstaklingar. Í þessari skipulagsskrá kemur meðal annars fram eftirfarandi:
1) Fatlaðir einstaklingar eru þeir sem ekki eru færir um að taka þátt í flestum íþróttum eða afþreyingu/tómstundagamni án aðlögunar í formi sérstaks útbúnaðar eða æfinga. Þessa skipulagsskrá er mikilvæg vegna þess að a) fatlaðir einstaklingar hafa sama rétt til að stunda íþróttir eins og ófatlaðir einstaklingar, b) íþróttir bæta lífsgæði þeirra sem þær stunda, c) fatlaðir einstaklingar geta náð á hæsta stig keppni og d) fatlaðir einstaklingar græða bæði líkamlega og félagslega á þátttöku. Á þessum forsendum er nauðsynlegt að kynna íþróttir fatlaðra og hvetja til ástundun þeirra.
2) Íþrótta- og þjálfunaraðstæður verða að vera aðgengilegar fyrir fatlaða. Í íþróttum er sameining fatlaðra einstaklinga og ófatlaðra nauðsynleg. Það þarf að sjá fyrir að á boðstólum séu fullnægjandi íþróttatækifæri fyrir fatlaða einstaklinga. Almenn íþróttafélög verða að taka meiri ábyrgð á sig fyrir íþróttaþörfum sem og íþróttaáhuga fatlaðra einstaklinga. Í almennum skólum á að sjá fyrir íþróttakennslu fyrir nemendur með fötlun.
3) Íþróttir fatlaðra eiga að hljóta umfjöllun fjölmiðla til að a) hafa jákvæð áhrif á viðhorf almennings til fatlaðra einstaklinga, b) ná fleiri fötluðum einstaklingum í íþróttir og c) skapa þakklæti til fatlaðra íþróttamanna til jafns á við ófatlaða íþróttamenn. (Karen P. DePauw og Susan J. Gavron 1995:104-106).
Þegar talað er um
íþróttir fatlaðra er oft spurt: Hvaða íþróttagreinar geta fatlaðir eiginlega
stundað? Óhætt er að fullyrða að möguleikarnir fyrir fatlaða eru nánast
ótæmandi. Ífæstum tilvikum er það fötlunin sjálf sem takmarkar þátttöku
fatlaðra í íþróttastarfi. Það sem vegur mun þyngra eru utanaðkomandi
þættir s.s. slæm aðkoma að æfingastað, áhugaleysi viðkomandi og skortur á
hjálpartækjum. Þetta má þó ekki skilja þannig að allir fatlaðir geti stundað
allar íþróttagreinar hins vegar geta örugglega allir fundið eitthvað við sitt
hæfi. Það sem hefur auðveldað fötluðum síðustu ár er ör þróun í hönnun
hjálpartækja til að nota við íþróttaiðkun. Nú eiga stöðugt fleiri einstaklingar
auðvelt með að finna iþróttagrein við hæfi. Sem gott dæmi um þetta er að í dag
keppa blindir t.d. í skotfimi með aðstoð hljóðskífu, hver hefði trúað því fyrir
nokkrum árum? En þrátt fyrir þetta getur í sumum tilfellum þurft að aðlaga
greinarnar, þ.e.a.s. laga leikreglur að þörfum einstaklingsins. (http://www.isisport.is/if/
18.04.03)
Þegar talað er um aðlagaðar íþróttir
er átt við íþróttir sem eru breyttar eða búnar til eftir einstökum þörfum
einstaklinga með fötlun. Aðlagaðar íþróttir er hægt að nota í mörgum tilvikum,
bæði þar sem verið er með hóp fatlaðra einstaklinga sem og þegar verið er með
blandaðan hóp af bæði fötluðum og ófötluðum einstaklingum. Til að skýra þetta
betur má segja að körfubolti sé íþróttagrein en hjólastólakörfubolti sé aðlöguð
íþróttagrein. Hægt er að nota þær t.d. sem skólaíþróttir, til gamans, sem
endurhæfingar- og meðferðarúrræði eða hreinlega sem hluta af lífsstíl
einstaklings. Að sjálfsögðu má einnig nota þær til að ná árangri og frama í
ákveðinni grein (Joseph P. Winnick 1995:5).
Þær greinar sem stundaðar eru á Íslandi eru boccia, bogfimi, borðtennis,
frjálsar íþróttir, knattspyrna, lyftingar og sund. Einnig hefur verið unnið í
því síðustu ár að kynna vetraríþróttir en þær hafa ekki náð föstum sessi hér á
landi. (http://www.isisport.is/if/ 18.04.03)
Lítið er til um fyrri rannsóknir á nákvæmlega sama sviði. Enn fremur er mjög lítið til um fyrri rannsóknir á sviði fötlunar á Íslandi. Eftirfarandi rannsóknirnar tengjast efninu þó á ýmsan hátt og er hægt að bera einstaka þætti þessarar rannsóknar saman við þær.
Margar rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi hreyfingar og líkamlegrar þjálfunar fyrir góða heilsu. Þeirra á meðal er rannsóknin Ungt fólk ´92 sem Þórólfur Þórlindsson, Þorlákur Karlsson og Inga Dóra Sigfúsdóttir gerðu á högum og líðan íslenskra ungmenna (1994). Þátttakendur voru nemendur í 8., 9. og 10. bekk í öllum grunnskólum landsins sem mættu í tíma þegar spurningalistar voru lagðir fyrir. Úrtakið varð að takmarka vegna kostnarðar við tölvu skráningu og voru því allir nemendur 9. og 10. bekk í úrtakinu en tilviljunarkennt úrtak var dregið úr útfylltum spurningalistum í 8. bekk, 50% strákar og 50% stelpur. Einnig var dregið 30% tilviljunarúrtak framhaldsskólanemenda en niðurstöðurnar hér á eftir miðast við grunnskólanemendurna.
Niðurstöður sýndu að þeir unglingar sem stunda íþróttir hafa meira sjálfstraust heldur en þeir sem ekki stunda íþróttir, einnig þjást þeir síður af þunglyndi og kvíða. Í íþróttastarfinu er lögð áhersla á menningarleg og félagsleg gildi og viðhorf sem geta haft áhrif á hegðun fólks auk þess sem þátttöku íþróttum fylgir oft félagsskapur sem og ánægja. ,,Það má því með sanni segja að sjálfsmynd einstaklingsins sé í senn afsprengi og hreyfiafl félagslegra samskipta og athafna.” (Um gildi íþrótta fyrir íslensk ungmenni, bls. 85). Það kemur einnig fram að íþróttir skipa stóran sess í lífi íslenskra unglinga.
Einn þátta þessarar rannsóknar var tengsl íþrótta, sjálfsvirðingar og líkamsímyndar. Niðurstöður sýndu jákvætt samband milli sjálfsvirðingar og líkamsímyndar annars vegar og íþróttaiðkunar unglinga, getu í íþróttum og líkamsþjálfunar hins vegar. Það er þó er ekki vitað hvað er orsök og hvað er afleiðing í þessu sambandi. Þegar borin er saman fylgni milli mats á eigin getu í íþróttum og sjálfsvirðingar annars vegar og líkamsþjálfunar og sjálfsvirðingar hins vegar má sjá að tengsl líkamsþjálfunar við sjálfsvirðingu eru sterkari en tengsl getu í íþróttum við sjálfsvirðingu. Þjálfunin sem slík virðist hafa meiri áhrif á sjálfsvirðingu og líkamsmat einstaklingsins en geta eða frammistaða í íþróttum. Það kemur þó fram að erfitt er að fullyrða hvað það er við líkamsþjálfunina sem hefur áhrif á líkamsmat og sjálfsvirðingu.
Sjálfsvirðing og jákvæð
líkamsímynd eru þættir í góðri líðan fólks.
Þannig fylgir betri líðan meiri sjálfsvirðingu og jákvæðari
líkamsímynd. Ef gert er ráð fyrir að
aukin geta í íþróttum og aukin þjálfun samfara þátttöku í íþróttum auki sjálfsvirðingu
og bæti líkamsímynd unglinga og jafnvel fólks á öllum aldri má sjá hve mikið
gildi íþróttir hafa. (Um gildi íþrótta
fyrir íslensk ungmenni, bls. 89)
Rannsókn sem gerð var af Candace Ashton-Shaeffer, Heather J. Gibson, Carl E. Autry og Carolyn S. Hanson í Flórída (2001) og var rannsóknarefnið reynsla níu karlmanna og sex kvenmanna með líkamlega fötlun af því að taka þátt í íþróttabúðum fyrir fullorðna með líkamlega fötlun sumarið 1998 og var tilgangurinn að rannsaka viðhorfið til þátttöku í slíkum búðum. Engin rannsókn hafði áður verið gerð á gagnsemi slíkra æfingabúða fyrir menn og konur með mismunandi fatlanir, getu og íþróttalegan bakgrunn.
Þátttakendur voru 15, 9 karlmenn og 6 konur. Meðalaldur var 34,8 ár, en aldurinn náði frá 20 og upp í 50 ára. Allir þátttakendur voru líkamlega fatlaðir. Fjórir af þátttakendunum voru atvinnuíþróttamenn, sjö voru líkamlega virkir í annarri afþreyingu og/eða hjólastólaíþróttum og fjórir voru ekki líkamlega virkir fyrir búðirnar. Rannsóknin fólst í íþróttabúðunum en einnig í því að sex mánuðum eftir að búðunum lauk var haft samband við þátttakendurna aftur og tekið viðtal við þá um reynslu þeirra af búðunum.
Í gegnum náin viðtöl við þátttakendurna komu þrjú aðalatriði fram. Í fyrsta lagi voru sannanir sem bentu til þess að fylgst væri náið með þátttakendum í daglegum samskiptum sínum við ófatlaða, þ.e. að ófatlaðir litu þá hornauga og dæmdu þar sem þeir uppfylla ekki þá stöðluðu ímynd sem er til staðar. Þetta leiddi endurtekið til útilokunar frá ýmsum félagslegum stöðum. Einnig hafði þetta áhrif í samskiptum þeirra við aðra þátttakendur í búðunum og kom fram á þann hátt að þau fylgdust náið hvert með öðru og dæmdu jafnvel hvert annað. Í öðru lagi var það mótstaðan sem þau mæta þar sem þau uppfylla ekki þessa stöðluðu ímynd sem er til staðar og hvernig þau nota íþróttir sem og reynsluna úr búðunum til að standast þessa mótstöðu. Í þriðja lagi var tekið eftir því að aukinn styrkleiki og kraftur fylgdu íþróttaupplifuninni.
Hvað fyrsta þáttinn varðar þá kom í ljós þegar hlustað var á reynslu hóps af fólki með mismunandi fötlun að svo virtist vera sem dagleg samskipti þeirra við ófatlaða einkennast af því að fylgst er náið með þeim. Þar sem líkamar þeirra standast ekki normin þá eru þeir síendurtekið útilokaðir og jafnvel litnir með hræðslu. En það var ekki einungis það að fatlaðir væru litnir hornauga fyrir fötlun sína af ófötluðum og sættu útilokun þess vegna heldur fylgdust þeir líka með og dæmdu hvern annan. Þátttakendur í búðunum báru alvarleika fötlunar sinnar við fötlun annarra þátttakenda.
Mótstaðan kemur fram á þann hátt að ófatlaðir útiloka fatlaða og segja þá ekki geta verið með t.d. í íþróttum. Hluti af því að standast þessa mótstöðu er að sýna ófötluðum að þeir fötluðu geti.
Hvað aukinn styrkleika og kraft varðar þá töluðu flestir þátttakendur um það að hafa verið einangraðir fyrir íþróttabúðirnar en í búðunum upplifðu þeir að eignast vini, fólk sem var líka fatlað. Þau uppgötvuðu einnig flest að þau gátu gert meira en þau héldu.
Fyrir þátttakendurna var reynslan úr íþróttabúðunum ekki eingöngu möguleikinn að taka þátt í íþrótt heldur einnig að upplifa gleði og gaman, öðlast sjálfsöryggi í getu þeirra, vera þau sjálf í því samhengi sem samþykkir bæði það sem þau geta sem og fötlun þeirra og að læra nýja hluti.
Lokaniðurstöður urðu þær að í gegnum það að standast félagslega skömm tengda líkamlegum afköstum og útliti upplifðu þátttakendur í búðunum aukinn kraft í sjálfu sér í tengslum við sjálfstæði, sjálfstraust, kunnáttu og félagsleg samskipti. Þátttakendurnir upplifðu líkama sína og sál sem sterk og kraftmikil. Íþróttir hjálpuðu til við að standast mótstöðuna sem og gáfu aukinn kraft og náði þetta langt fram yfir reynslu í íþróttum. Rannsóknin bendir einnig til gróða af tækifærum í íþróttum þar sem fatlaðir eru aðskildir frá ófötluðum og hvetja til hópsamstöðu.
Rannsókn sem gerð var af Sing-Fai Tam 1998 á Kínverjum. Þátttakendur voru 300 fullorðnir fatlaðir einstaklingar valdir af handahófi sem og 250 ófatlaðir. Spurningalistar voru sendir til þátttakenda sem voru valdir af handahófi. 214 spurningalistar frá fötluðum skiluðu sér til baka en 200 frá ófötluðum.
Borið var saman sjálfsmynd fatlaðra við ófatlaða. Það kom í ljós að ófatlaðir hafa mun jákvæðari sjálfsmynd heldur en fatlaðir. Einnig sýndi það sig að ófatlaðir eiga auðveldara með að taka gagnrýni og eru gagnrýnni á sjálfa sig.
Ástæða fyrir þessum mun geti verið að einstaklinga með líkamlega fötlun skortir almennt jákvæða lífsreynslu þar sem að þeir eru félagslega vanvirtir og litnir hornauga vegna fötlunar sinnar og á þennan hátt er þeim gert að finnast þeir vera óæðri ófötluðum.
Ástæða fyrir lélegri sjálfsmynd fatlaðra einstaklinga gæti bent til að endurhæfing þeirra sé ófullnægjandi. Endurhæfing á að hjálpa fötluðum einstaklingum að átta sig á því hvað þeir eru í raun færir um. Þessir þátttakendur gætu hafa fundið fyrir fordómum og ósjálfstæði.
Í rannsókninni kom einnig fram að einstaklingar í hóp fatlaðra voru mun minna gagnrýnir á sjálfa sig heldur en þeir ófötluðu. Þetta gæti endurspeglað löngun þeirra fyrir félagslegt samþykki. Þessi litla sjálfsgagnrýni gæti leitt til minna sjálfsöryggis og til þess að einstaklingurinn verður lokaðri.
Rannsóknin er byggð bæði á megindlegri sem og eigindlegri vísindaaðferð. Þegar talað er um megindlegar rannsóknir er átt við að upplýsingum er safnað t.d. með spurningalistum en þeirri aðferð er beitt í þessari rannsókn. Þegar eigindlegri aðferð er beitt er aftur á móti farið á staðinn og hópurinn sem á að skoða kannaður. Þetta má t.d. gera með því að taka viðtöl og það er á þann hátt sem eigindlega aðferðin kemur inn í þessa rannsókn.
Þýði rannsóknarinnar eru allir einstaklingar með eingöngu líkamlega fötlun. Ekki tókst að fá upplýsingar um hve margir þeir eru á Íslandi og því ekki hægt að miða út frá neinum ákveðnum fjölda.
Úrtakið var handahófsval líkamlegra fatlaðra einstaklinga. Þátttakendur voru fengnir ýmist á íþróttaæfingum fatlaðra, hjá sjúkraþjálfurum, í gegnum Sjálfsbjörg eða fyrir milligöngu Íþróttasambands fatlaðra. Alls mynduðu 45 manns úrtakið en svörunin var frá 42 einstaklingum. Heildarsvörun miðað við lista sem voru lagðir fyrir var mjög góð eða 93%. Þátttakendur voru á aldrinum 13 og upp í 90 ára og það voru 13 konur og 29 karlmenn.
Megindlega aðferðin er í formi spurningalista, sjá viðauka I, sem var lagður fyrir þátttakendur. Þessi spurningalisti var gerður að fyrirmynd spurningalista úr rannsókninni Ungt fólk ´92 sem og eftir spurningalistum úr rannsókninni Lífstíll 9 og 15 ára Íslendinga ´04.
Spurningalistinn er 12 blaðsíður og innihélt fjölþættar spurningar sem náðu m.a. yfir kyn, aldur, fötlun, íþróttaástundum, íþróttagrein, þjálfara, íþróttir í skóla, líkamlegt heilbrigði, andlega líðan og fleira. Langflestum spurningum átti að svara með því að merkja við einn gefinn valmöguleika eftir því sem best átti við. Þó gat viðkomandi þurft að skrifa í einstaka tilfellum ef eitthvað annað átti betur við. Einnig var gefinn kostur á því í lokin að koma með athugasemdir ef þær væru einhverjar sem tengdust efninu.
Eigindlega aðferðin var í formi viðtala sem tekin voru við tvo einstaklinga með fötlun þar sem annar er með meðfædda fötlun en hinn með áunna.
Byrjað var á að gera spurningalistann kláran en þegar því var lokið var sótt um leyfi til Persónuverndar fyrir fyrirlögn. Þegar leyfið var fengið var haft samband við íþróttafélög fatlaðra víðs vegar um landið til að fá þátttakendur, einnig var haft samband við sjúkraþjálfara sem og Sjálfsbjörg. Spurningalistar voru lagðir fyrir á bilinu 01. – 25. mars 2004 en viðtöl voru tekin 06. og 14. apríl. Spurningalistar voru ýmist lagðir fyrir af mér, þjálfara, sjúkraþjálfara eða þá að þátttakendur fóru með listana heim og skiluðu þeim á næstu æfingu.
Niðurstöður könnunarinnar voru settar inn í SPSS og unnið úr þeim út frá því. Gröf voru unnin í Excel. Út frá því voru niðurstöðurnar unnar. Til að meta fylgni var Pearson Correlation (r) notuð og er miðað við að fullkomin fylgni sé ef r = 1,0. Eftir því sem r fer minnkandi er minni fylgni. Fylgnin getur þó bæði verið jákvæð og neikvæði, þ.e. r = 1 eða r = -1 eru bæði mikil fylgni en það fyrra er jákvæð fylgni og það seinna er neikvæð fylgni.
Engar fyrri rannsóknir eru til á því efni sem verið er að rannsaka hér og því engin rannsókn sem er hægt að bera nákvæmlega saman við. Hins vegar eru niðurstöðurnar bornar við rannsóknir á svipuðum sviðum.
Í útreikningum verður að taka tillit til þess að úrtakið var lítið og lítill hópur sem verið er að miða við.
Eins og áður kemur fram voru þátttakendur í rannsókninni 42 og skiptust í 69% karlmenn (n = 29)[2] eða og 31% konur (n = 13). Aldurinn dreifðist mjög mikið, elsti þátttakandinn er fæddur 1912 og sá yngsti 1991 en miðgildið er 1982 (meðaltal 1974,17). Flestir voru fæddir á bilinu 1982 – 1990 eða 22.
Fötlun þátttakenda var ýmist meðfædd eða áunnin en það voru 64,3% (n = 27) sem eru með meðfædda fötlun og 35,7% (n =15) með áunna. Einnig skiptist hún í ýmsa flokka; 4,8% (n = 2) eru blindir/sjónskertir, 9,5% (n = 4) hreyfihamlaðir, 50% (n = 21) hreyfihamlaðir en ekki í hjólastól, 31% (n = 13) eru hreyfihamlaðir og í hjólastól og 4,8% (n = 2) voru með fleiri en eina af þessum fötlunum en þær voru hreyfihömlun og heilalömun og hreyfihömlun og ekki með fullan andlegan þroska.
Af þessum 42 æfa 43,9% (n = 18) með íþróttafélagi fyrir fatlaða, 17,1% (n = 7) eru ekki í íþróttafélagi en stunda æfingar á eigin vegum, 9,8% (n = 4) eru í íþróttafélagi en taka ekki þátt í æfingum, 7,3% (n = 3) hafa aldrei verið í íþróttafélagi, 7,3% (n = 3) eru ekki í íþróttafélagi núna en voru áður, 4,9% (n = 2) eru í almennu íþróttafélagi og 9,5% (n = 4) merktu við fleira en eitt af áðurtöldu.
Spurt var hversu oft í viku viðkomandi reyndi á sig þannig að hann mæddist verulega eða svitnaði.
Það kom í ljós að 22,5% (n = 9) hreyfa sig svo til á hverjum degi, 22,5% (n = 9) 4-5 sinnum í viku, 35% (n = 14) 2-3 sinnum í viku, 7,5% (n = 3) einu sinni í viku, 10% (n = 4) sögðust aldrei hreyfa sig og 2,5% (n = 1) sjaldnar en einu sinni í viku.
Næst var spurt hvort viðkomandi stundaði íþróttir sem eru ekki á vegum íþróttafélags og þar kom fram að 43,9% (n = 18) gera það 2-3 sinnum í viku, 26,8% (n = 11) aldrei, 12,2% (n = 5) einu sinni í viku, 7,3% (n = 3) 4-5 sinnum í viku og 4,9% (n = 2) svo til á hverjum degi og 4,9% (n = 2) sjaldnar en einu sinni í viku.
Þessu næst var spurt hversu oft viðkomandi stundaði íþróttir á vegum íþróttafélags og þar voru það 35,1% (n = 13) sem gera það aldrei, 16,2% (n = 6) sjaldnar en einu sinni í viku, 13,5% (n = 5) einu sinni í viku, 10,8% (n = 4) 2-3 sinnum í viku, 18,9% (n = 7) 4-5 sinnum í viku og 5,4% (n = 2) svo til á hverjum degi.
Að lokum var spurt hvort viðkomandi stundaði íþóttir/líkamsþjálfun á öðrum forsendum og þá beðið um hvaða forsendur það væru. Þar voru það 50% (n = 16) sem gera það aldrei, 9,4% (n = 3) sjaldnar en einu sinni í viku, 12,5% (n = 4) einu sinni í viku, 18,8% (n = 6) 2-3 sinnum í viku, 6,3% (n = 2) 4-5 sinnum í viku og 3,1% (n = 1) svo til á hverjum degi. Aðrar forsendur voru af ýmsum toga en sem dæmi má taka líkamsrækt, blaðaútburð, hjólreiðar, fara til og frá vinnu og annað á hjólastól, skíði, og fleira.
Borið var saman hvort munur væri á því hversu oft í viku viðkomandi reyndi á sig þannig að hann mæddist verulega eða svitnaði eftir því hvort fötlunin væri meðfædd eða áunnin (r = -0,125).
Það kom í ljós að af þeim sem hreyfa sig 4 sinnum í viku eða oftar er mikill meirihluti með meðfædda fötlun. Hins vegar er meirihlutinn af þeim sem er með áunna fötlun að hreyfa sig 2-3 sinnum í viku.
Af þeim sem stunda íþróttir reglulega byrjuðu 86,2% (n = 25) að æfa 14 ára eða yngri, 3,4% (n = 1) byrjuðu að æfa á aldrinum 25-29 ára og 10,3% (n = 3) byrjuðu 35 ára eða eldri. 51,9% (n = 14) stunda bæði hópíþrótt og einstaklingsíþrótt, 40,7% (n = 11) stunda einstaklingsíþróttir og 7,4% (n = 2) hópíþróttir.
Þátttakendur stunda ýmsar íþróttagreinar og má sjá dreifinguna hér á grafinu.
Sund er áberandi mest stundað og eru alls 15 sem stunda sund, ýmist sem einu greinina eða með fleirum. Næst á eftir koma frjálsar en það eru 3 sem stunda frjálsar, ýmist sem einu grein eða með öðrum. Það kemur ekki fram þegar stundaðar eru fleiri en ein grein hver er aðalgreinin.
Spurt var á hvaða forsendum fólk stundaði íþróttir.
Eins og sést á grafinu eru langflestir sammála að stunda íþróttir til að halda sér í formi, bæta færni sína, hafa það skemmtilegt og gefa sér kraft og orku. Það breytist hins vegar þegar spurt er hvort það er til að eignast vini eða vera með vinum. Þá er reyndar ennþá meirihluti sem segist vera sammála en mun fleiri segja hvorki né. Þegar spurt er hvort viðkomandi stundi íþróttir af því honum var ráðlagt svo, t.d. af lækni eða sjúkraþjálfara, eru fæstir sammála en dreifingin er jöfnust þar.
Næst voru settar fram fullyrðingar og þátttakandi beðinn að svara hversu ósammála – sammála hann væri[3]. Borið var saman hvernig þær áttu við eftir því hversu oft í viku einstaklingurinn hreyfir sig þannig að hann mæðist verulega eða svitni. Graf var unnið út frá því hverjir voru samála fullyrðingunum.
Fullyrðingin mér finnst ég hreyfa mig nógu mikið var borin saman við hversu oft í viku viðkomandi hreyfir sig þannig að han mæðist verulega eða svitni. Fylgnin þar á milli er r = 0.471[4] sem þýðir að fylgnin er þó nokkur. Eins og sést á grafinu eru langflestir af þeim sem eru sammála að hreyfa sig 2 sinnum í viku eða oftar. 33.5% (n = 12) eru ósammála og þar af hreyfa 14% (n = 5) sig einu sinni í viku eða sjaldnar en 19,5% (n = 7) 2 sinnum í viku eða oftar.
Önnur fullyrðingin er mér finnst ég heilsuhraust(ur) (r = 0,524). Langflestir eru sammála þessari fullyrðingu og mikill meirihluti af þeim hreyfir sig 2 sinnum í viku eða oftar. 14% (n = 5) eru ósammála og jafnmargir segja það eiga hvorki né við.
Þriðja fullyrðingin var hvort andleg heilsa væri góð (r = 0,475). Langflestir voru sammála þeirri fullyrðingu. Ekki voru nema 5,4% (n = 2) ósammála og hreyfa þau sig einu sinni í viku eða sjaldnar.
Fjórða fullyrðinginn var ég á erfitt með að hreyfa mig (r = -0,203). Hér var tæplega helmingur sammála eða 30,7% (n = 11). 52,9% (n = 19) voru ósammála og af þeim hreyfa 41,7% (n = 15) sig 2 sinnum í viku eða oftar. 16,7% (n = 6) sagði að það ætti hvorki né við.
Síðast var sett fram fullyrðingin ég nýt þess að hreyfa mig/stunda líkamsþjálfun (r = 0,539). Hér voru langflestir sammála og flestir af þeim eru að hreyfa sig 2 sinnum í viku eða oftar. 13,9% (n = 5) segja hvorki né og af þeim hreyfa 8,4% (n = 3) sig 2 sinnum í viku eða oftar. 13,9% eru ósammála og af þeim hreyfa 11,2% (n = 4) sig einu sinni í viku eða sjaldnar.
Þegar spurt var um íþróttastundun í skóla kom í ljós að 20 einstaklingar eða 47,6% af þátttakendum er á skólaaldri. Niðurstöðurnar sem hér á eftir koma miðast því út frá þeim hópi.
Eins og sést á grafinu eru þeir sem taka þátt í tímum í minnihluta eða 35% (n = 7). Þeir sem taka þátt eins og þeir treysta sér til eru í meirihluta eða 50% (n = 9) en þeir sem geta ekki tekið þátt í minnihluta. Þeir sem fá ekki að taka þátt vegna fötlunar sinnar eru einnig í minnihluta en þeir sem taka aldrei þátt eru í miklum meirihluta eða 73,7% (n = 14).
Næst var spurt hvort þeim fyndist kennari koma fram við sig eins og aðra nemendur í tímanum. Þar voru 57,9% (n = 11) sammála, 26,3% (n = 5) sögðu að það ætti hvorki né við og 15,8% (n = 3) ósammála . Fullyrðingunni um að krakkarnir koma fram við þau eins og hvert annað voru 68,5% (n = 13) sammála, 15,8% (n = 3) ósammála og 15,8% (n = 3) sögðu hvorki né. Þegar spurt var hvort viðkomandi liði mjög vel í íþróttatímum voru 47% (n = 8) sammála, 29,4% (n = 5) sögðu hvorki né og 23,5% (n = 4) ósammála,. Síðan var spurt hvort viðkomandi liði illa í íþróttatímum og vildi helst sleppa við þá og þar kom fram að 47,1% (n = 8) voru ósammála, 29,4% (n = 5) hvorki né og 23,6% (n = 4) voru sammála.
Borið var saman hvort munur væri á hvernig þátttakendur litu á sig sjálf[5] eftir því hve oft í viku þau hreyfðu sig þannig að þau mæddust verulega eða svitnuðu og graf gert út frá því hverjir sögðu fullyrðingarnar eiga vel við sig.
Fyrst var borið saman hvort viðkomandi fyndist hann vera a.m.k. jafn mikils virði og aðrir miðað við hversu oft í viku hann hreyfir sig (r = 0,200). Eins og sést á grafinu var mjög mikill meirihluti sem sagði þetta eiga vel við og af þeim voru langflestir að hreyfa sig 2 sinnum í viku eða oftar. 5,1% (n = 2) voru sögðu þetta eiga illa við og af þeim hreyfa 2,6% (n = 1) sig einu sinni í viku eða sjaldnar. 10,3% (n = 4) sögðu að það ætti hvorki né við þau og þar af hreyfa 7,7% (n = 3) sig 2 sinnum í viku eða oftar.
Næst var það fullyrðingin ég hef marga góða eiginleika (r = 0,089). Þar voru einnig langflestir sammála og langflestir af þeim hreyfa sig 2 sinnum í viku eða oftar. 12,9% (n = 5) sögðu að það ætti hvorki né við og af þeim hreyfa 10,3% (n = 4) sig 2-3 sinnum í viku. 7,8% (n = 3) sögðu að það ætti illa við og af þeim hreyfa 5,6% (n = 2) sig 2 sinnum í viku eða oftar.
Þriðja fullyrðingin var ég er misheppnuð/misheppnaður (r = 0,076). Mjög miklum minnihluta fannst þetta eiga vel við. Hins vegar sögðu 89,8% (n = 35) að það ætti illa við og af þeim hreyfa 18% (n = 7) sig einu sinni í viku eða sjaldnar en 71,8% (n = 28) 2 sinnum í viku eða oftar. 5,1% (n = 2) sögðu að það ætti hvorki né við og þau hreyfa sig 2 sinnum í viku eða oftar.
Þessu næst kom fullyrðingin mér finnst ég geta gert margt jafn vel og aðrir (r = 0,390). Langflestir sögðu þetta eiga vel við sig og flestir af þeim hreyfa sig 2 sinnum í viku eða oftar. 10,3% (n = 4) sögðu þetta eiga illa við, þar af hreyfa 7,7% (n = 3) sig einu sinni í viku eða sjaldnar. Þau 10,3% (n = 4) sem sögðu það hvorki né eiga við hreyfa sig 2 sinnum í viku eða oftar.
Fimmta fullyrðingin var mér finnst ég ekki geta verið stolt(ur) af mörgu (r = 0,062). Mjög mikill minnihluti sagði þetta eiga vel við sig en þeir sem gerðu það hreyfa sig 2 sinnum í viku eða oftar. 84,6% (n = 33) sögðu þetta eiga illa við og af þeim hreyfa 17,9% (n = 7) sig einu sinni í viku eða sjaldnar en 66,7% (n = 26) sig 2 sinnum í viku eða oftar. 10,3% (n = 4) sögðu þetta hvorki né eiga við sig og flestir af þeim, eða 7,7% (n = 3) hreyfa sig 2 sinnum í viku eða oftar.
Haldið var áfram að bera saman fullyrðingar við hversu oft í viku viðkomandi hreyfir sig þannig að hann mæðist verulega eða svitni. Sett var fram fullyrðingin ég er ánægð(ur) með sjálfa(n) mig (r = 0,263) og þar voru langflestir sem sögðu það eiga vel við sig og rúmlega helmingur þeirra hreyfir sig 2 sinnum í viku eða oftar. 25,7% (n = 10) sögðu það hvorki né eiga við og hreyfa flestir af þeim eða 23,1% (n = 9) sig 2 sinnum í viku eða oftar. 5,1% (n = 2) sögðu það eiga illa við sig og skiptist það í 2,6% (n = 1) sem hreyfa sig einu sinni í viku eða sjaldnar og 2,6% (n = 1) sem hreyfa sig 2 sinnum í viku eða oftar.
Sett var fram fullyrðingin stundum finnst mér ég einskis nýt(ur) (r = -0,054). Mjög fáir sögðu það eiga vel við sig eða 10,3% (n = 4) og af þeim hreyfa flestir sig 2 sinnum í viku eða oftar. 79,5% (n = 31) sögðu það eiga illa við sig og af þeim hreyfa 15,5% (n = 6) sig einu sinni í viku eða sjaldnar en 64,2% (n = 25) 2 sinnum í viku eða oftar. 10,3% (n = 4) sögðu það eiga hvorki né við og af þeim hreyfa flestir sig 2 sinnum í viku eða oftar eða 7,7% (n = 3).
Næsta fullyrðing var ég vildi óska að ég bæri meiri virðingu fyrir sjálfri/sjálfum mér (r = 0.039). Miklum minnihluta fannst þetta eiga vel við sig en flestir af þeim hreyfa sig 2 sinnum í viku eða oftar. 71,1% (n = 27) sögðu að þetta ætti illa við þá og af þeim hreyfa 15,8% (n = 6) sig einu sinni í viku eða sjaldnar en 55,3% (n = 21) sig 2 sinnum í viku eða oftar. 10,5% (n = 4) sögðu að þetta ætti hvorki né við þá og af þeim hreyfa 7,9% (n = 3) sig 2 sinnum í viku eða oftar.
Að lokum var borið saman hvort fullyrðingar um félagsskapinn ættu vel við miðað við hversu oft viðkomandi hreyfir sig í viku.
Fyrst var það fullyrðingin ég er félagsvera og mér líður vel innan um fólk (r = 0.098). Mikill meirihluti sagði það eiga vel við og langflestir af þeim hreyfa sig 2 sinnum í viku eða oftar. 15,5% (n = 6) sögðu það eiga illa við og af þeim hreyfa 10,3% (n = 4) sig 2 sinnum í viku eða oftar. 20,6% (n = 8) sögðu það hvorki né eiga við og af þeim hreyfa 15,4% (n = 6) sig 2 sinnum í viku eða oftar.
Næsta fullyrðing var mér líður best í fámenni (r = -0,095). Vel tæplega helmingur sagði það eiga vel við og af þeim hreyfa flestir sig 2 sinnum í viku eða oftar. 58,7% (n = 23) sögðu það eiga illa við og af þeim hreyfa 51% (n = 20) sig 2 sinnum í viku eða oftar en 7,7% (n = 3) einu sinni í viku eða sjaldnar. 12,9% (n = 5) sögðu það hvorki né eiga við og af þeim hreyfa 5,2% (n = 2) sig einu sinni í viku eða sjaldnar en 7,7% (n = 3) sig 2 sinnum í viku eða oftar.
Síðasta fullyrðingin var mér líður illa innan um stóran hóp af fólki (r = -0,164). Langfæstir sögðu það eiga vel við sig en af þeim hreyfa fleiri sig 2 sinnum í viku eða oftar. 71,9% (n = 28) sögðu það eiga illa við sig og af þeim hreyfa 59% (n = 23) sig 2 sinnum í viku eða oftar. 15,5% (n = 6) sögðu það hvorki né eiga við en af þeim hreyfa 5,2% (n = 2) sig einu sinni í viku eða sjaldnar en 10,3% (n = 4) 2 sinnum í viku eða oftar.
Nokkrar spurningar voru um félagslífið en þær voru bornar fram í þremur flokkum. Fyrst var spurt hversu oft viðkomandi gerir ákveðna hluti[6] einn, því næst hversu oft hann gerir sömu hluti með fjölskyldu/ættingjum og að lokum hversu oft hann gerir þá hluti með vinum/kunningjum. Niðurstöður voru bornar saman við hversu oft í viku einstaklingurinn reynir á sig þannig að hann mæðist verulega eða svitni.
Byrjað var á að spyrja viðkomandi hversu oft hann gerir ákveðna hluti einn og þær niðurstöður bornar saman við hversu oft í viku viðkomandi hreyfir sig þannig að hann mæðist verulega eða svitni.
Þegar spurt var hversu oft viðkomandi fer í bíó einn (r = 0,158) kom í ljós að langflestir fara nokkrum sinnum á ári eða sjaldnar og af þeim er mikill meirihluti að hreyfa sig 2 sinnum í viku eða oftar. Mjög fáir fara einu sinni í viku eða oftar eða 13% (n = 5) og hreyfa þau sig 2 sinnum í viku eða oftar. 15,6% (n = 6) fara 1-3 sinnum í mánuði og flestir af þeim eða 13% (n = 5) hreyfa sig 2 sinnum í viku eða oftar.
Þegar spurt var hversu oft viðkomandi horfir á sjónvarp eða vídeó/dvd einn (r = -0.068) eru áberandi flestir sem horfa einu sinni í viku eða oftar og af þeim eru langflestir að hreyfa sig 2 sinnum í viku eða oftar. Flestir af þeim sem hreyfa sig einu sinni í viku eða sjaldnar horfa einu sinni í viku eða oftar. 5,2% (n = 2) horfa nokkrum sinnum á ári eða sjaldnar og helmingurinn af þeim hreyfir sig 2 sinnum í viku eða oftar. 12,8% (n = 5) horfa 1-3 sinnum í mánuði og þau hreyfa sig 2 sinnum í viku eða oftar.
Næst var spurt hversu oft viðkomandi spilar (t.d. á spil eða tölvuleiki) einn (r = 0,143). Flestir gera það einu sinni í viku eða oftar og af þeim hreyfa flestir sig 2 sinnum í viku eða oftar. Dreifingin er mjög jöfn á meðal þeirra sem hreyfa sig einu sinni í viku eða sjaldnar. 26,2% (n = 10) spila nokkrum sinnum á ári eða sjaldnar og af þeim hreyfa 21% (n = 8) sig 2 sinnum í viku eða oftar. 26,2% (n = 10) spila 1-3 sinnum í mánuði og af þeim hreyfa 18,4% (n = 7) sig 2 sinnum í viku eða oftar.
Þessu næst var spurt hversu oft viðkomandi fer á kaffihús einn (r = -0,063). Þar segjast langflestir fara nokkrum sinnum á ári eða sjaldnar og af þeim er mikill meirihluti að hreyfa sig 2 sinnum í viku eða oftar. Þeir sem hreyfa sig einu sinni í viku eða sjaldnar segjast fara nokkrum sinnum á ári eða sjaldnar. 13,1% (n = 5) fara 1-3 sinnum í mánuði og hreyfa þau sig 2 sinnum í viku eða oftar.
Næst var spurt hversu oft viðkomandi fer út til að sýna sig og sjá aðra (t.d. í verslunarmiðstöð eða bæinn) einn (r =0.040). Nokkur meirihluti fer nokkrum sinnum á ári eða sjaldnar og af þeim hreyfa flestir sig 2 sinnum í viku eða oftar. Flestir af þeim sem fara 1-3 sinnum í mánuði og einu sinni í viku eða oftar hreyfa sig 2 sinnum í viku eða oftar.
Næst komu fullyrðingar tengdar íþróttum, ástundun sem áhorfi, og voru þær bornar saman við hversu oft í viku viðkomandi hreyfir sig.
Þegar borið var saman hversu oft viðkomandi fer á íþróttaviðburði einn við hversu oft í viku hann hreyfir sig (r = 0,275) kom í ljós að langflestir fara nokkrum sinnum á ári eða sjaldnar. Af þeim hreyfa flestir sig 2 sinnum í viku eða oftar. Þeir sem hreyfa sig einu sinni í viku eða sjaldnar fara nokkrum sinnum á ári eða sjaldnar.
Næst var spurt hversu oft viðkomandi fer í íþróttahús einn (r = 0.039). Þar kom í ljós að flestir fara nokkrum sinnum á ári eða sjaldnar og af þeim hreyfa langflestir sig 2 sinnum í viku eða oftar. 31,5% (n = 13) fara einu sinni í viku eða oftar og þar af hreyfa 27% (n = 20) sig 2 sinnum í viku eða oftar.
Að lokum var spurt hversu oft er farið í sundlaug einn (r = 0,245). Flestir fara nokkrum sinnum á ári eða sjaldnar og hreyfa sig 2 sinnum í viku eða oftar. Þó nokkrir sem hreyfa sig 2 sinnum í viku eða oftar fara einu sinni í viku eða oftar. Skipting er nokkuð jöfn þar á milli hjá þeim sem hreyfa sig einu sinni í viku eða sjaldnar.
Bornar voru upp sömu spurningar aftur en í þetta skiptið spurt hversu oft viðkomandi gerir hlutina með fjölskyldu/ættingjum[7] og borið saman við hversu oft í viku hann hreyfir sig.
Þegar spurt var hversu oft er farið í bíó með fjölskyldu (r = 0.108) kom í ljós að langflestir fara nokkrum sinnum á ári eða sjaldnar og af þeim hreyfir mikill meirihluti sig 2 sinnum í viku eða oftar. 10,8% (n = 4) fara 1-3 sinnum í mánuði og af þeim hreyfa 8,1% (n = 3) sig 2 sinnum í viku eða oftar.
Næst var spurt hversu oft er horft á sjónvarp eða vídeó/dvd með fjölskyldu (r = 0.117). Flestir horfa einu sinni í viku eða oftar og af þeim hreyfa flestir sig 2 sinnum í viku eða oftar. Flestir af þeim sem hreyfa sig einu sinni í viku eða sjaldnar horfa einu sinni í viku eða oftar. 18% (n = 7) sem hreyfa sig 2 sinnum í viku eða oftar horfa 1-3 sinnum í mánuði. 20,7% (n = 8) horfa nokkrum sinnum á ári eða sjaldnar og af þeim hreyfa 15,5% (n = 6) sig 2 sinnum í viku eða oftar.
Þessu næst var spurt hversu oft er spilað (t.d. á spil eða tölvuleiki) með fjölskyldu (r = 0,033). Langflestir segjast gera svo nokkrum sinnum á ári eða sjaldnar og af þeim hreyfa flestir sig 2 sinnum í viku eða oftar. 7.8% (n = 3) gera svo 1-3 sinnum í mánuði og af þeim hreyfa 5,2% (n = 2) sig einu sinni í viku eða sjaldnar. 15,8% (n = 6) spila einu sinni í viku eða oftar og af þeim hreyfa 13,2% (n = 5) sig 2 sinnum í viku eða oftar.
Nú var spurt hversu oft er farið á kaffihús með fjölskyldu (r = 0.203). Nánast allir segjast fara nokkrum sinnum á ári eða sjaldnar óháð því hversu oft þeir hreyfa sig.
Að lokum var spurt hversu oft er farið út til að sýna sig og sjá aðra (t.d. í bæinn eða verslunarmiðstöð) með fjölskyldu (r = -0,043). Flestir segjast fara nokkrum sinnum á ári eða sjaldnar og þar hreyfa flestir sig 2 sinnum í viku eða oftar. 31,4% (n = 12) fara 1-3 sinnum í mánuði og þar af hreyfa 23,6% (n = 9) sig 2 sinnum í viku eða oftar. 15,7% (n = 6) fara einu sinni í viku eða oftar og af þeim hreyfa 13,1% (n = 5) sig 2 sinnum í viku eða oftar.
Næst komu fullyrðingar tengdar íþróttum, ástundun sem áhorfi, og voru þær bornar saman við hversu oft í viku viðkomandi hreyfir sig.
Næst var spurt hversu oft er farið á íþróttaviðburði með fjölskyldu (r = 0,227). Langflestir segjast fara nokkrum sinnum á ári eða sjaldnar og af þeim hreyfa flestir sig 2 sinnum í viku eða oftar. Þeir sem hreyfa sig einu sinni í viku eða sjaldnar segjast fara nokkrum sinnum á ári eða sjaldnar.
Þegar spurt var hversu oft er farið í íþróttahús með fjölskyldunni (r = -0.011) kom í ljós að langflestir fara nokkrum sinnum á ári eða sjaldnar. 5,6% (n = 2) fara 1-3 sinnum í mánuði og hreyfa þau sig 2 sinnum í viku eða oftar. 8,4% (n = 3) fara einu sinni í viku eða oftar og af þeim hreyfa 5,6% (n = 2) sig 2 sinnum í viku eða oftar.
Að lokum var spurt hversu oft er farið í sundlaug með fjölskyldu (r = 0,216). Enn segjast langflestir fara nokkrum sinnum á ári eða sjaldnar. 7,9% (n = 3) fara 1-3 sinnum í mánuði og hreyfa þau sig 2 sinnum í viku eða oftar. 7,9% (n = 3) fara einu sinni í viku eða oftar og af þeim hreyfa 2,6% (n = 1) einu sinni í viku eða sjaldnar.
Að lokum voru bornar fram sömu spurningar aftur en í þetta skiptið var spurt hversu oft viðkomandi gerði sömu hluti með vinum og/eða kunningjum sínum.
Þegar spurt var hversu oft er farið í bío með vinum (r = 0,364) fara flestir nokkrum sinnum á ári eða sjaldnar. Af þeim hreyfa flestir sig 2 sinnum í viku eða oftar. 20,6% (n = 9) fara 1-3 sinnum í mánuði og 15,4% (n = 7) þeirra hreyfa sig 2 sinnum í viku eða oftar. 10,3% (n = 4) sem hreyfa sig 2 sinnum í viku eða oftar fara einu sinni í viku eða oftar.
Næst var spurt hversu oft er horft á sjónvarp eða vídeó/dvd með vinum (r = 0,081). Flestir sem hreyfa sig 2 sinnum í viku eða oftar segjast horfa nokkrum sinnum á ári eða sjaldnar. Lítill meirihluti þeirra sem hreyfa sig einu sinni í viku eða sjaldnar segjast horfa nokkrum sinnum á ári eða sjaldnar. 30,8% (n = 12) segjast horfa 1-3 sinnum í mánuði og af þeim hreyfa 23,1% (n = 9) sig 2 sinnum í viku eða oftar. 17,9% (n = 7) horfa einu sinni í viku eða oftar og af þeim hreyfa 15,3% (n = 6) sig 2 sinnum í viku eða oftar.
Spurt var hversu oft er spilað (t.d. á spil eða tölvuleiki) með vinum (r = -0.013. Flestir segjast gera það nokkrum sinnum á ári eða sjaldnar og hreyfir meirihlutinn af þeim sig 2 sinnum í viku eða oftar. 18,4% (n = 7) segjast gera það 1-3 sinnum í mánuði og af þeim hreyfa 13,2% (n = 5) sig 2 sinnum í viku eða oftar. 23,7% (n = 9) gera það einu sinni í viku eða oftar og af þeim hreyfa 18,4% (n = 7) sig 2 sinnum í viku eða oftar.
Þessu næst var spurt hve oft er farið á kaffihús með vinum (r = 0,123). Langflestir segjast fara nokkrum sinnum á ári eða sjaldnar óháð því hve oft þeir hreyfa sig. 7,7% (n = 3) sem hreyfa sig 2 sinnum í viku eða oftar fara 1-3 sinnum í mánuði. 2,6% (n = 1) fara einu sinni í viku eða oftar og hreyfa þau sig 2 sinnum í viku eða oftar.
Að lokum var spurt hve oft er farið út til að sýna sig og sjá aðra (t.d. í verslunarmiðstöð eða bæinn) með vinum (r = 0,145). Nokkur meirihluti segist fara nokkrum sinnum á ári eða sjaldnar og flestir af þeim hreyfa sig 2 sinnum í viku eða oftar. 36% (n = 14) fara 1-3 sinnum í mánuði og af þeim hreyfa 30,8% (n = 12) sig 2 sinnum í viku eða oftar. 10,3% (n = 4) fara einu sinni í viku eða oftar og af þeim hreyfa 7,7% (n = 3) sig 2 sinnum í viku eða oftar.
Næst komu fullyrðingar tengdar íþróttum, ástundun sem áhorfi, og voru þær bornar saman við hversu oft í viku viðkomandi hreyfir sig.
Spurt var hversu oft er farið á íþróttaviðburði með vinum (r = 0,390). Langflestir fara nokkrum sinnum á ári eða sjaldnar óháð hve oft þeir hreyfa sig. 13,2% (n = 5) fara 1-3 sinnum í mánuði og hreyfa þau sig 2 sinnum í viku eða oftar.
Næst var spurt hve oft er farið í íþóttahús með vinum (r = 0,104). Meirihluti segist fara nokkrum sinnum á ári eða sjaldnar og flestir þeirra hreyfa sig 2 sinnum í viku eða oftar. 2,7% (n = 1) sem hreyfa sig 2 sinnum í viku eða oftar fara 1-3 sinnum í mánuði. 27% (n = 10) fara einu sinni í viku eða oftar og af þeim hreyfa 21,6% (n = 8) sig 2 sinnum í viku eða oftar.
Að lokum var spurt hve oft er farið í sundlaug með vinum (r = 0,273) og fara flestir nokkrum sinnum á ári eða sjaldnar. Meirihluti þeirra hreyfir sig 2 sinnum í viku eða oftar. 12,8% (n = 5) fara 1-3 sinnum í mánuði og hreyfa þau sig 2 sinnum í viku eða oftar. 15,5% (n = 6) fara einu sinni í viku eða oftar og af þeim hreyfa 10,3% (n = 4) sig 2 sinnum í viku eða oftar.
Að lokum var borin saman fylgnin (r)[8] á milli þess hve oft viðkomandi gerir hlutina einn, með fjölskyldu/ættingjum eða með vinum/kunningjum og hversu oft í viku viðkomandi hreyfir sig svo hann mæðist verulega eða svitni.
|
Einn |
Með fjölskyldu/ættingjum |
Með vinum/kunningjum |
Fer í bíó |
r = 0.158 |
r = 0,108 |
r = 0,364 |
Fer á íþróttaviðburði |
r = 0.275 |
r = 0,227 |
r = 0,390 |
Fer í íþróttahús |
r = 0,039 |
r = -0,011 |
r = 0,104 |
Fer í sundlaug |
r = 0,245 |
r = 0,216 |
r = 0,273 |
Horfir á sjónvarp eða vídeó/dvd |
r = -0.068 |
r = 0,117 |
r = 0,081 |
Spilar, t.d. á spil eða tölvuleiki |
r = 0,143 |
r = 0,033 |
r = -0,013 |
Fer á kaffihús |
r = -0.063 |
r = 0,203 |
r = 0,123 |
Fer út til að sýna sig og sjá aðra, t.d. í verslunarmiðstöð |
r = 0,040 |
r = -0,043 |
r = 0,145 |
Eins og sést á töflunni er fylgnin mest þegar borið er saman að fara á íþróttaviðburði með vinum við hversu oft viðkomandi hreyfir sig. Yfirleitt er fylgnin svipuð á milli þess hvort hlutirnir eru gerðir einir, með fjölskyldu eða vinum. Þó eru undantekningar eins og þegar er spilað, þá er fylgnin neikvæð og mjög lítil með vinum en orðin jákvæð og ágæt þegar það er gert einn. Sama er þar sem talað er um að fara á kaffihús. Þá er fylgnin neikvæð og mjög lítil þegar talað er um að fara einn en hins vegar jákvæð og nokkuð góð þegar talað er um með fjölskyldu.
Þann 06. apríl skellti ég mér á Selfoss og hitti þar að máli Svan Ingvarsson. Svanur er 41 árs gamall. Hann lauk námi við Kennaraháskóla Íslands síðasta vor og starfar nú sem kennari við grunnskólann á Selfossi. Svanur lenti í slysi fyrir um 15 árum þar sem hann féll niður af húsþaki við vinnu sína og lamaðist fyrir neðan mitti.
Svanur var íþróttamaður þegar hann lenti í slysinu en hann æfði sund af kappi. Hann sagði það hafa skipt sköpum enda var hann var mjög vel undirbúinn undir endurhæfinguna bæði andlega og líkamlega. Hann var í endurhæfingu í sex mánuði og telur það hafa hjálpað sér mikið að vera svona lengi. Andlega fór hann mjög vel út úr slysinu og hjúkrunarfræðingar á deildinni margspurðu tvíbarbróður hans hvort hann væri að þykjast af því hann var alltaf hlæjandi og hress. En Svanur var ekki að þykjast, hann leit á slysið og lömunina að vissu leyti sem íþrótt og enn eina áskorunina til að takast á við og keppni til að sigra. Að mínu mati hefur hann svo sannarlega sigrað þessa keppni og er lifandi sönnun þess að nánast allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.
Innan við ári eftir slysið keppti hann á sundmóti í Englandi. Hann sagði það hafa verið mjög gott fyrir sig, þetta hefði verið nokkurs konar stökkpallur út í lífið. Þarna var margt sem þurfti að huga að áður en farið var út í laugina, einnig var þarna mikið af fólki á sama báti og margt um manninn að horfa á.
Svanur sagði að það þyrfti mikinn viljastyrk til að halda sér gangandi og í öllu, allt væri miklu erfiðara heldur en fyrir þá sem eru ófatlaðir. En Svanur lætur lömunina ekki aftra sér við neitt og heldur sínu striki ótrauður.
Á meðan á heimsókninni stóð sýndi hann mér ýmsan útbúnað sem hann á en þar má nefna hjól, skíði og kajak. Hjólið smíðaði hann sér eftir mynd sem hann sá en það er útbúið þannig að í staðinn fyrir að stíga pedalana með fótunum snýr maður þeim með höndunum auk þess að skipta um gír og bremsa. Tvö dekk eru að aftan og eitt að framan og stóll sem setið er í.
Skíðið er eitt skíði og stóll ofan á því og svo eru hafðir stafir á höndunum. Hann er einn af mjög fáum, ef ekki sá eini hér á landi, sem stundar skíðaíþróttina. Hann tók þátt á Vetrarólympíumóti fatlaðra í Lillehammer á sínum tíma. Þetta skíði er alveg bráðsniðugt og er að sjálfsögðu hægt að fara í allar lyftur á því. Hann getur farið einn á skíði en það krefst pælinga áður og þarf að vera úthugsað af hans hálfu þar sem hann þarf smá aðstoð við að komast í skíðið sem og það þarf að hafa auga með honum í lyftunum. En þetta hefur ekki verið vandamál og segir hann starfsfólk skíðastaða ekki vera neitt nema almennilegheit og allir tilbúnir að hjálpa honum.
Svanur stundar einnig kajak en hann segir það að vissu leyti það erfiðasta því hann þarf alltaf hjálp með kajakinn, þ.e.a.s. við að taka hann niður úr loftinu og koma honum í bílinn og svo úr bílnum og á vatnið.
Svanur keyrir um á jeppa og það fyrsta sem ég spurði hann þegar ég hitti hann var hvernig hann færi í og úr jeppanum, hvort það væri ekkert mál einn. Hann sagði að það væri nú lítið mál og sýndi mér það. Hann sem sagt skellir sér einn upp í jeppann, setur stólinn sjálfur í aftursætið og fer einn út, ekkert mál fyrir hann.
Það sem Svanur telur hafa hjálpað sér mikið var, eins og áður kemur fram, það að hann var íþróttamaður fyrir. Fyrir utan sund hafði hann einnig verið í frjálsum og aðeins í fimleikum. Hann hafði því góðan styrk, úthald og jafnvægi fyrir en allt það er mjög mikilvægt til að koma sér í og úr stólnum og stunda alla þá iðju sem þarf. Það er ekki einungis styrkurinn sem er mikilvægur t.d við að fara í og úr stólnum heldur þarf einnig jafnvægi og góða líkamsbeitingu. Svanur getur til að mynda komið sér af gólfinu og upp í stólinn. Hann sýndi mér það líka og það var ótrúlegt að sjá, hann settist á gólfið og í einni svipan var hann búinn að vippa sér upp í stólinn. Þetta gefur honum aukið öryggi við að vera í stólnum þar sem hann veit að hann getur bjargað sér einn og er því ekki jafnmikið upp á aðra kominn.
Fyrir þá sem eru bundnir hjólastól er allt meira vesen en fyrir aðra. Það kostar allt meiri orku og kraft og er að vissu leyti erfiðara. Það getur því verið freistandi eftir fullan vinnudag að leggjast bara út af og slappa af og kostar miklu meiri viljastyrk að gera það ekki. Fyrir fatlaða í hjólastól kostar allt orku, ekki er auðvelt að komast á milli staða, það kostar líkamlegt erfiði og því er mikilvægt að halda sér í góðu formi. Einnig er meiri spekúlering á bak við allt saman, það þarf að vera viss um að geta komist þangað sem maður ætlar sér og ef maður kemst ekki einn alla leið þá þarf að úthugsa hvernig á að klára þetta af, hver getur hjálpað og hvernig. Það er víst óhætt að segja að Svanur hafi þann viljastyrk sem þarf og miklu meira en það. Það mættu margir taka hann sér til fyrirmyndar en þetta er maður sem lætur ekkert aftra sér og gerir það sem hann vill.
Þann 14. apríl hitti ég Önnu Guðrúnu Sigurðardóttur en hún er 29 ára og vinnur hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Anna Guðrún fæddist með klofinn hrygg og þarf annað hvort að ganga við hækjur eða vera í hjólastól. Hún bjó á Suðurnesjum þegar hún var yngri og gekk þar í skóla. Hvað íþróttir í skólanum varðar þá fór Anna Guðrún í tíma en var ekki með, þ.e.a.s. hún horfði eingöngu á. Það var þó undantekning þegar spilaður var fótbolti en þá gat hún verið með og það var ekki að tilstuðlan kennara heldur samnemenda. Þrátt fyrir að taka ekki þátt í íþróttatímum þá lék hún sér úti með krökkunum í hinum og þessum leikjum og gekk það mjög vel. Þegar hún fór í fjölbraut breyttist þetta hins vegar og þar var henni boðið að vera í tækjasalnum ef hún gat ekki tekið þátt í tímum og fannst henni það frábært, enda er hreyfingin nauðsynleg. Það sem hún segist þó sjá mest eftir úr skólaíþróttum er að hafa ekki fengið að vera með í sundi enda gat hún vel synt og átti líklega auðveldast með að taka þátt í því. Hún telur kennara oft ekki vera upplýsta um þá aðstoð sem þeir geta fengið og á þeim grundvelli neita þeir fötluðum nemendum að vera með í tíma. Þetta er þó að breytast í dag en þó eru ekki allir nógu vel upplýstir. Einnig segir hún að fatlaðir eigi það til að komast upp með að vera ekki með þó svo að þeir geti það.
Árið 1991 kom Anna Karólína hjá Íþróttasambandi fatlaðra sér í samband við Önnu Guðrúnu til að kynna fyrir henni barna- og unglingamót sem halda átti í Danmörku það ár. Anna Guðrún fór á þetta mót þrátt fyrir að hafa ekkert verið búin að æfa íþróttir og segir það hafa gjörbreytt lífi sínu. Hún fór foreldralaus á þetta mót og þurfti því að standa meira á eigin fótum en hún hafði áður gert. Þarna áttaði hún sig á því að hún var ekki sú eina sem átti við fötlun að stríða auk þess sem hún sá að hún var mjög heppin miðað við marga aðra. Hún sagði að hún hefði nánast upplifað sig sem ófatlaða þarna, þar sem allir aðrir voru í svipuðum sporum og hún. Það sem hjálpaði henni einnig mikið var að fólkið sem var með var einungis þarna til að hjálpa, ekki gera hlutina fyrir þau. Það kom fram við hana, sem og aðra, á jafnréttisgrundvelli en sýndi enga vorkunn eða ofverndun. Það var mjög hvetjandi og ýtti á að krakkarnir gerðu hlutina sjálf. Hún upplifði það í fyrsta sinn að þurfa að taka ábyrgð á sjálfri sér. Þetta mót hellti henni út í lífið. Hún öðlaðist meira sjálfstraust og sjálfsálitið efldist, hún byrjaði að stunda íþróttir af kappi og í framhaldi af því hélt þessi þróun áfram. Hún fór að mynda sér eigin skoðanir og fann áhugasvið sitt sem er félagsmál. Það eru ennþá krakkar sem fara á þetta mót en enn í dag segir hún þó oft þurfa að ýta við foreldrum til að leyfa börnunum að fara og meira segja eru foreldrar sem neita að senda krakkana sína. Þeir treysta ekki fólkinu sem fer með en oft eru krakkarnir mun meira sjálfbjarga heldur en foreldrarnir halda. Henni finnst þetta mjög slæmt enda skipti þetta mót sköpum fyrir hana. Það var ekki endilega keppnin sjálf heldur það að upplifa sig sem ófatlaða og félagsskapurinn sem fylgdi mótinu.
Við ræddum mikið um það hvar fólkið væri sem væri fatlað, t.d. hreyfihamlaðir sem eru bundnir hjólastól, og komumst að þeirri niðurstöðu að þetta fólk væri líklega bara mikið heima. Hún segir fylgja því mikið öryggi og að erfitt geti verið að prófa eitthvað nýtt eða að drífa sig af stað til að gera eitthvað. Ættingjar geta skipt sköpum hvað þetta varðar. Þeir geta ýtt manni áfram með hvatningu og hjálp ef þess þarf en einnig geta þeir dregið úr manni, vilja oft hlífa og vernda of mikið. Þetta getur skapað vandamál og orðið til þess að fatlaður einstaklingur verður jafnvel of mikið upp á aðra kominn. Hvernig ættingjarnir eru getur orsakast bæði af því að sá ófatlaði treystir ekki þeim fatlaða til að gera hlutina, telur jafnvel að hann geti það ekki, eða jafnvel að sá ófatlaði treystir sér ekki til að takast á við hlutina. En fyrir þann fatlaða snýst þetta ekki bara um íþróttirnar heldur almennt um þátttöku í lífinu.
Ég ræddi mikið við Önnu í sambandi við íþróttir fatlaðra. Það sem ég hef rekist á á meðan á þessari rannsókn hefur staðið er hvað íþróttir fatlaðra eru ósýnilegar almenningi. Einnig eru bara ákveðnar greinar stundaðar en ekki er mikið af hópíþróttum þar á meðal. Anna var alveg sammála þessu og sagði að það vantaði að fá almennu íþróttafélögin meira í samstarf, það eru margar greinar sem þau geta haft og sem allir geta verið með í óháð fötlun eins og t.d. sitjandi blak. En það sem henni finnst líka vanta, og ég er alveg sammála henni þar, er kynning á íþróttum fatlaðra, bæði í gegnum skólana sem og almennu félögin. Það þarf að gera almenningi grein fyrir að til eru íþróttir fyrir fatlaða og að allir geta stundað íþróttir. Einnig vantar meiri almenna fræðslu um fatlaða, bæði íþróttir fatlaðra sem og almennt um fatlanir.
Anna Guðrún lærði það af reynslunni að maður þarf ekki að vera afreksmaður í íþróttum til að íþróttir hafi áhrif á líf manns. Þær geta hjálpað manni hvað varðar félagslíf og einnig sjálfsímyndina. Eftir fyrsta mótið sem Anna Guðrún tók þátt í hélt hún áfram í íþróttum og upp frá því reif hún sig upp úr því að vera feimin og lokuð og fór að mynda sér sínar eigin skoðanir og fann áhugasvið sitt. Það er á þann hátt sem íþróttirnar geta haft svo mikil áhrif líka.
Rannsóknarspurningin var: Hafa íþróttir félagsleg áhrif á fatlaða? Þegar þessi spurning var sett fram var átt við hvort fatlaðir færu í íþróttir og héldust í þeim félagsskapsins vegna. Það var því mjög athyglistvert að sjá að flestar íþróttagreinar sem eru stundaðar af þátttakendum eru greinar sem flokkaðar eru sem einstaklingsíþróttir, þó sumar þeirra geti verið hópíþróttir, eins og t.d. boðhlaup í frjálsum íþróttum og boðsund. Reyndar er boccia hópíþrótt og í borðtennis verður maður að hafa einn félaga til að æfa með. Hins vegar eru engar af þessum dæmigerðu hópíþróttum, eins og t.d. fótbolti og karfa, í boði fyrir fatlaða hér á landi og enginn af þátttakendunum sem stundar þær. Svanur sagði mér að reynt hefði verið að bjóða upp á hjólastólakörfu hér fyrir nokkrum árum sem gekk vel til að byrja með en það lagðist fljótt upp fyrir. Þegar ég spurði hann sem og Önnu Guðrúnu að ástæðu fyrir því kom fram að erfitt væri að fá mannskap til að taka þátt sem og að kostnaðurinn við búnaðinn væri gífurlegur. Annar möguleiki í hópíþróttum fyrir fatlaða er sitjandi blak. Báðar þessar greinar gætu almenn íþróttfélög boðið upp á og allir tekið þátt í, það er ekki nauðsynlegt að vera fatlaður til að geta verið með.
Það var mjög margt sem kom fram í rannsókninni en fyrst ber að geta þeirra sem stunda íþróttir. Það er mjög athyglisvert að langflestir af þeim eru hreyfihamlaðir, enginn er heyrnardaufur og mjög fáir blindir/sjónskertir. Ástæðurnar fyrir þessu eru óþekktar en talað er um að heyrnardaufir séu mjög einangraðir og erfitt að ná til þeirra (Margrét Gígja Þórðardóttir, 2004). En þetta mætti rannsaka og kanna hvort og þá hvernig er hægt að ná til þessa hópa.
Þegar kannað var hvort það væri munur á hve oft þeir sem eru með meðfædda og áunna fötlun hreyfa sig kom í ljós að þeir sem eru með meðfædda fötlun hreyfa sig mun oftar í viku. Rúmlega helmingur af þeim hreyfir sig 4 sinnum í viku eða oftar. Helmingur af þeim sem eru með áunna fötlun hreyfa sig aftur á móti 2-3 sinnum í viku. Ekki kemur fram orsökin við þessu en spurningar vakna um hvort þeir sem eru með meðfædda fötlun eigi auðveldara með að drífa sig af stað og halda sér við heldur en þeir sem eru með áunna fötlun. Eins og Svanur segir að þá er allt miklu meira mál fyrir þá sem eru fatlaðir, sérstaklega ef þeir eru bundnir hjólastól og krefst það mun meiri sjálfsaga og ákveðni að drífa sig af stað í að gera eitthvað heldur en fyrir ófatlaðan einstakling.
Hvað íþróttatíma í skólanum varðar kom mjög á óvart hve margir það eru sem taka ekki þátt þegar tekið er mið af því hve margir hreyfa sig reglulega. Rúmlega helmingur tekur aldrei þátt í íþróttatímum þrátt fyrir að vera að hreyfa sig og jafnvel oft í viku. Reynt var að fá fram af hverju viðkomandi er ekki með í tímum en það gekk erfiðlega þar sem oft var merkt við fleira en eitt. Það er því erfitt að álykta eitthvað út frá þessum niðurstöðum annað en að fatlaðir virðast ekki taka þátt í tímum þó þeir séu færir um að hreyfa sig. Það kemur fram í rannsókn sem gerð var af Snæfríði Þóru Egilsson (2003) að það sé mjög mismunandi hvernig kennarar skilgreina hlutverk sitt. Kennarar telja að flest sem er utan hefðbundinnar kennslu sé á ábygrð aðstoðarmannsins. Einng hafa sumir kennarar ekki þá þekkingu sem þarf til að taka við fötluðum nemendum. Margir virðast eiga erfitt með að biðja um viðeigandi aðstoð eða ráðgjöf (Rannveig Traustadóttir ritstjóri 2003:107). Þetta gæti hugsanlega verið orsök þess að svo fáir taka þátt í iþróttatímum. Það er þó ekki hægt að fullyrða neitt í þessum efnum út frá þessari rannsókn en þetta er nauðsynlegt að rannsaka betur.
Þegar litið var á fullyrðingar um hvernig viðkomandi lítur á sjálfan sig var tvennt sem kom fram. Í fyrsta lagi var greinilegt að þeir sem hreyfa sig reglulega eiga auðveldara með að gagnrýna sig og dæma sig jafnvel harðar en þeir líta jafnframt jákvæðar á sig. Þeir eiga auðveldara með að meta bæði kosti og galla í fari sínu.
Flestir af þeim sem hreyfa sig einu sinni í viku eða sjaldnar líta jákvætt á sig og eru ánægðir með sjálfa sig. Munurinn kom þó helst fram í því að þeir sem hreyfa sig oftar eiga auðveldara með að setja sig sjálfa á endana á kvörðunum. Þeir sem hreyfa sig sjaldnar segja að hlutirnir eigi hvorki né við eða frekar sammála/ósammála. Þeir sem hreyfa sig oftar aftur á móti eru mjög sammála/ósammála. Þetta sýnir okkur að þeir eru meira gagnrýnir á sjálfa sig og eru meira dæma sig.
Hvað félagsskapinn varðar þá kom í ljós að rúmlega helmingur af þeim sem stunda íþróttir reglulega voru sammála því að gera það til að eignast vini sem og til að vera með vinum sínum. Út frá því má draga þá ályktun að félagsskapurinn spili nokkuð stóran þátt í íþróttaiðkuninni. Einnig kom í ljós að af þeim sem stunda íþróttir með íþróttafélagi eru nánast allir í íþróttafélagi fatlaðra. Það getur bent til þess að einstaklingarnir leita eftir félögum á sínu reki og sem eiga hugsanlega við sömu eða svipuð vandamál að glíma. Það þarf þó að taka tillit til þess að stór hluti af úrtakinu var þátttakendur í íþróttafélögum fatlaðra. Önnur ástæða gæti verið sú að almenn íþróttfélög bjóða ekki upp á það að fatlaðir séu með. Orsökin fyrir þessu kemur ekki fram í rannsókninni en gæti verið athyglisvert að rannsaka síðar. Eins og kemur fram í Ungt fólk ´92 þá er erfitt að segja til um orsakatengsl þegar félagsskapurinn er annars vegar, fer fólk í íþróttir vegna félagsskapsins eða efla íþróttirnar félagsskapinn með t.d. auknu sjálfstrausti? Þetta væri mjög áhugavert að rannsaka og niðurstöðurnar gætu komið að miklu gagni.
Þegar talað er um íþróttir og félagsskap skal taka með í reikninginn að íþróttir bæta sjálfsmynd og sjálföryggi og getur það leitt til betri félagslegrar stöðu utan íþróttanna (Candace Ashton-Shaeffer o.fl. 2001, Þórólfur Þórlindsson o.fl 1994). Eins og kemur fram áður virðast þeir sem hreyfa sig oftar hafa sterkari sjálfsmynd og meira sjálfsöryggi sem bendir til þess að íþróttirnar spila sama hlutverk hjá fötluðum sem og ófötluðum hvað það varðar. Þetta hefur ekki verið rannsakað hér á landi en það væri vert að kanna nánar orsakatengslin þarna á milli.
Borið var saman hve oft viðkomandi gerir ákveðna hluti, t.d. að fara í bíó, á kaffihús eða fleira, einn, með fjölskyldu/ættingjum eða með vinum/kunningjum við hversu oft hann reynir á sig þannig að hann mæðist verulega eða svitnar. Niðurstöðurnar komu nokkuð á óvart þar sem ekki virðist vera svo mikill munur. Þeir sem hreyfa sig oftar eru þó virkari einir, þeir eru duglegri að fara út á meðal fólks einir heldur en aðrir. Þetta gæti hugsnlega tengst því eins og kemur fram í rannsókn Candace o.fl. (2001) að það að stunda íþróttir gefur aukinn kraft og orku. Einnig verður sjálfsmyndin sterkari (Þórólfur Þórlindsson o.fl 1994) og því auðveldara að mæta allir mótstöðu sem viðkomandi getur hugsanlega orðið fyrir.
Þegar borið er saman hve oft ákveðnir hlutir eru gerðir með fjölskyldu/ættingjum við hve oft í viku viðkomandi hreyfir sig svo hann mæðist verulega eða svitni kemur mjög á óvart hve lítill munur er. Þeir sem hreyfa sig sjaldnar virðast þó fara oftar út á meðal fólks með fjölskyldu/ættingjum heldur en einir. Þeir sem hreyfa sig oftar virðast gera meira einir heldur en með fjölskyldunni og gæti það bent til þess að þeir þekkja sig og takmörk sín betur og vita hvað þeir geta. Þetta samræmist því sem kemur fram í viðtalinu við Önnu Guðrúnu að um leið og hún fer á mótið ein verður hún meira sjálfbjarga. Þetta gæti bent til þess að þeir sem hreyfa sig sjaldnar eru meira upp á fjölskylduna komnir.
Þegar borið er saman hve oft ákveðnir hlutir eru gerðir með vinum/kunningjum eftir því hve oft viðkomandi hreyfir sig kemur í ljós að þar er dreifingin orðin meiri. Það er þó nokkuð áberandi að þeir sem hreyfa sig oftar eru orðnir virkari hér, félagslíf þeirra virðist vera meira og þeir duglegri að gera eitthvað með vinum/kunningjum.
Á heildina litið virðast þeir sem hreyfa sig oftar vera félagslega virkari og gera meira, þ.e. þeir fara frekar út á meðal fólks. Það má því draga þá ályktun að íþróttirnar hafi víðtækari áhrif en eingöngu félagsleg. Þetta kemur heim og saman við það sem áður hefur komið fram (Candace Ashton-Shaeffer o.fl. 2001, Þórólfur Þórlindsson o.fl 1994,) og eins og Anna Guðrún segir að íþróttirnar ýta undir betri sjálfsmynd og aukið sjálfstraust og það auðveldar manni öll samskipti sem maður þarf að hafa.
Það er ljóst út frá því sem hér hefur komið fram að íþróttir hafa félagsleg áhrif á fatlaða en í samræmi við það sem kemur fram í Ungt fólk ´92 er ekki vitað hver orsakatengslin eru. Það er margt sem þyrfti að kanna í því samhengi en gaman væri að vita hvort fatlaðir leita í íþróttirnar vegna félagsskapsins eða hvort félagslíf þeirra er öflugra þar sem þeir stunda íþróttir. Það gefur þó auga leið að íþróttir og hreyfing hafa góð áhrif hvort heldur sem er á ófatlaða sem og fatlaða einstaklinga en áhrifin eru mjög margþætt.
Candace Ashton-Shaeffer, Heather J. Gibson, Cari E. Autry og Carolyn S. Hanson. 2001. Meaning of Sport to Adults with Physical Disabilities: A Disability Sport Camp Experience. Sociology of Sport Journal. Human Kinetics Publishers, Inc. Bandaríkin.
Karen P. DePauw og Susan J. Gavron. 1995. Disability and sport. Human Kinetics, Bandaríkin.
Íþróttasamband fatlaðra. 2004, 25. mars. Vefslóð: http://www.isisport.is/if
Margrét Gígja Þórðardóttir. 2004. Glósur frá kennara í táknmáli, 07.01. Kennaraháskóli Íslands, íþróttabraut.
Námsefni fyrir leiðbeinendur. Gefið út af fræðslunenfnd Íþróttasambands fatlaðra, Reykajvík 2001.
Sigurbjörn Árni Arngrímsson. 2004. Glósur frá kennara í sjúkdómafræði, . Kennaraháskóli Íslands, íþróttabraut.
Rannveig Traustadóttir, ritstjóri. 2003. Fötlunarfræði Nýjar íslenskar rannsóknir. Háskólaútgáfan, Reykjavík.
Sigurður Magnússon og Sigurður Á. Friðþjófsson. 1998. Stærsti sigurinn, íþróttir fatlaðra á Íslandi í 25 ár. Íþróttasamband fatlaðra, Reykjavík
Sing-Fai Tam. 1998. Comparing the Self-Concepts of Persons With and Without Physical Disabilities. The Journal of Psychology, hvar?????
Þórólfur Þórlindsson, Þorlákur Karlsson og Inga Dóra Sigfúsdóttir. 1994. Um gildi íþrótta fyrir íslensk ungmeni. Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála, Prentsmiðja Árna Valdemarssonar, Reykjavík.
Winnick, Joseph P. 1995. Adapted physical education and sport. Human Kinetics, Bandaríkin.
World Health Organization. 2004, 05. apríl. Vefslóð: http://www.who.int/health_topics/disabled_persons/en/
Ég vil færa mínar bestu þakkir til leiðbeineda minna, Viðars Halldórssonar og Önnu Karólínu Vilhjálmsdóttur fyrir aðstoðina. Einnig vil ég þakka Önnu Guðrúnu og Svani fyrir að taka á móti mér. Einari Brynjólfssyni og Helgu Hákonardóttur færir ég bestu þakkir, aðstoð þeirra var ómetanleg. Að lokum vil ég þakka fjölskyldu minni fyrir að standa við bakið á mér.
Til þátttakenda!
Hér á eftir fara spurningar sem þú ert beðin(n) um að svara. Þessar spurningar fjalla um skoðanir þínar, félagslega þætti, íþróttaástundun og fleira sem tengist þér. Þær eru hluti af lokaverkefni mínu í íþróttafræði við Kennaraháskóla Íslands. Þér er frjálst að taka þátt í þessari rannsókn en svör þín skipta miklu máli og vona ég að þú svarir af samviskusemi. Farið er með alla spurningalistana sem fyllsta trúnaðarmál og er fyllstu nafnleyndar gætt. Ekki er á nokkurn hátt hægt að rekja svörin til þín. Öllum spurningalistum verður eytt hálfu ári eftir að rannsóknin fer fram.
Við flestum spurningum eru nokkrir svarmöguleikar og þú þarft aðeins að merkja við einn þeirra. Settu kross í reitinn við það svar sem þú velur. Ef þér finnst valmöguleikarnir ekki eiga nákvæmlega við þig merktu þá við þann valmöguleika sem þér finnst vera réttastur eða eiga best við þig af þeim möguleikum sem gefnir eru.
Með fyrirfram þökk fyrir
þátttökuna,
Guðbjörg Hákonardóttir, nemi á 3ja ári í íþróttafræði við Kennaraháskóla Íslands.
1. Af hvoru kyninu
ertu?
KK KVK
2. Hvaða ár ertu fædd(ur)? _______________
3. Er fötlun þín
meðfædd eða áunnin?
Meðfædd Áunnin
4. Hvaða flokki
fatlaðra tilheyrirðu?
a) Blindir/sjónskertir |
|
b) Hreyfihamlaðir |
|
Í hjólastól |
|
Ekki í hjólastól |
|
c) Heyrnardaufir |
|
d) Annað? |
|
Hvað? ______________________________________________________________
5. Ert þú í
íþróttafélagi?
a) Nei, ég hef aldrei verið í íþróttafélagi |
|
b) Nei, en ég var áður í íþróttafélagi |
|
c) Já, en ég tek ekki þátt í æfingum |
|
d) Já, ég æfi með almennu íþróttafélagi |
|
e) Já, ég æfi með íþróttafélagi fyrir fatlaða |
|
f) Nei, en ég stunda íþróttir/æfingar/líkamsþjálfun á eigin vegum |
|
6. Eftirfarandi
spurningar eru um íþróttir og líkamsþjálfun.
(Merktu aðeins í EINN reit í HVERJUM lið)
|
Aldrei |
Sjaldnar en 1 sinni í viku |
Einu sinni í viku |
2-3 sinnum í viku |
4-5 sinnum í viku |
Svo til á hverjum degi |
a) Hversu oft reynir þú á þig líkamlega þannig að þú mæðist verulega eða svitnar? |
|
|
|
|
|
|
b) Hve oft stundar þú íþróttir og/eða líkamsþjálfun sem ekki er á vegum íþróttafélags? |
|
|
|
|
|
|
c) Hve oft stundar þú íþróttir (æfingar og/eða keppni) með íþróttafélagi? |
|
|
|
|
|
|
d) Hve oft stundar þú íþróttir/ líkamsþjálfun á öðrum forsendum og þá hvaða? |
|
|
|
|
|
|
Aðrar forsendur? ______________________________________________________
_____________________________________________________________________
EF ÞÚ STUNDAR EKKI ÍÞRÓTTIR SLEPPTU ÞÁ SPURNINGUM NR. 7 –
13 OG SVARAÐU NÆST SPURNINGU NR. 14.
7. Hvenær
byrjaðirðu í íþróttum?
14 ára eða yngri |
15-19 ára |
20-24 ára |
25-29 ára |
30-34 ára |
35 ára eða eldri |
|
|
|
|
|
|
8. Stundarðu
hópíþrótt eða einstaklingsíþrótt?
Hópíþrótt |
Einstaklingsíþrótt |
Bæði |
|
|
|
9. Hvaða
íþróttagrein/ar stundarðu?
a) Sund |
|
b) Frjálsar íþróttir |
|
c) Boccia |
|
d) Körfuknattleik |
|
e) Knattspyrnu |
|
f) Handknattleik |
|
g) Blak |
|
h) Bogfimi |
|
i) Borðtennis |
|
j) Lyftingar |
|
k) Vetraríþróttir |
|
l) Hestamennsku |
|
m) Annað |
|
Hvað? ______________________________________________________________
10. Ef þú stundar
íþróttir hversu sammála eða ósammála ertu eftirfarandi fullyrðingum?
Ég stunda íþróttir......
(merktu aðeins í EINN reit í HVERJUM lið)
|
Mjög ósammála |
Frekar ósammála |
Hvorki né |
Frekar sammála |
Mjög sammála |
|||
a) til að halda mér í góðu formi |
|
|
|
|
|
|
||
b) til að bæta færni mína í íþróttinni |
|
|
|
|
|
|
||
c) til að hafa það skemmtilegt |
|
|
|
|
|
|
||
d) til að gefa mér kraft og orku |
|
|
|
|
|
|
||
e) til að eignast vini |
|
|
|
|
|
|
||
f) til að vera með vinum mínum |
|
|
|
|
|
|
||
g) af því að mér var ráðlagt svo |
|
|
|
|
|
|
||
11. Hversu góður
finnst þér þjálfari þinn vera?
Hef engan þjálfara |
Mjög góður |
Frekar góður |
Hvorki né |
Frekar lélegur |
Mjög lélegur |
|
|
|
|
|
|
12. Hve miklar
kröfur gerir þjálfarinn til þín?
Hef engan þjálfara |
Mjög miklar |
Frekar miklar |
Hvorki né |
Frekar litlar |
Mjög litlar |
|
|
|
|
|
|
13. Hve mikla
áherslu leggur þjálfarinn á eftirfarandi þætti
|
Hef engan þjálfara |
Mjög mikla |
Frekar mikla |
Hvorki né |
Frekar litla |
Mjög litla |
a) Sigur í keppni |
|
|
|
|
|
|
b) Heilbrigt líferni |
|
|
|
|
|
|
c) Taka þátt til að hafa gaman af |
|
|
|
|
|
|
d) Að bæta sig |
|
|
|
|
|
|
EF ÞÚ ERT EKKI Í SKÓLA SLEPPTU ÞÁ SPURNINGU NR. 14 OG
SVARAÐU NÆST SPURNINGU NR. 15.
14. Hversu vel
eiga eftirfarandi fullyrðingar við þig?
|
Mjög ósammála |
Fremur ósammála |
Hvorki né |
Fremur sammála |
Mjög sammála |
a) Ég tek virkan þátt í íþróttatímum í skólanum |
|
|
|
|
|
b) Kennarinn kemur fram við mig eins og alla aðra í tímanum |
|
|
|
|
|
c) Krakkarnir koma fram við mig eins og hvert annað |
|
|
|
|
|
d) Ég tek þátt í íþróttatímum eins mikið og ég treysti mér til |
|
|
|
|
|
e) Mér líður mjög vel í íþróttatímum |
|
|
|
|
|
f) Ég get ekki tekið þátt í íþróttatímum þó ég vildi það |
|
|
|
|
|
g) Mér líður mjög illa í íþróttatímum og vildi helst sleppa við þá |
|
|
|
|
|
h) Ég fæ ekki að taka þátt í íþróttatímum vegna fötlunar minnar |
|
|
|
|
|
i) Ég tek aldrei þátt í íþróttatímum |
|
|
|
|
|
15. Hversu sammála
eða ósammála ertu eftirfarandi fullyrðingum?
(Merktu í EINN reit í HVERJUM lið)
|
Mjög ósammála |
Frekar ósammála |
Hvorki né |
Frekar sammála |
Mjög sammála |
|||
a) Mér finnst ég hreyfa mig nógu mikið |
|
|
|
|
|
|
||
b) Mér finnst ég heilsuhraust(ur) |
|
|
|
|
|
|
||
c) Andleg heilsa mín er góð |
|
|
|
|
|
|
||
d) Ég á erfitt með að hreyfa mig |
|
|
|
|
|
|
||
e) Ég nýt þess að hreyfa mig/stunda líkamsþjálfun |
|
|
|
|
|
|
||
|
16. Hve oft gerir þú eitthvað af eftirtöldu
einn?
(Merktu í EINN reit í HVERJUM lið)
|
Nær aldrei |
Einu sinni á ári |
Nokkrum sinnum á ári |
1-3 sinnum í mánuði |
Einu sinni í viku eða oftar |
a) Fer í bíó |
|
|
|
|
|
b) Fer á íþróttaviðburði |
|
|
|
|
|
c) Fer í íþróttahús |
|
|
|
|
|
d) Fer í sundlaug |
|
|
|
|
|
e) Horfi á sjónvarp eða vídeó/dvd |
|
|
|
|
|
f) Spila (t.d. á spil eða tölvuleiki) |
|
|
|
|
|
g) Fer á kaffihús |
|
|
|
|
|
h) Sýni mig og sé aðra (t.d. í bænum, verslunarmiðstöð) |
|
|
|
|
|
17. Hve oft gerir þú eitthvað af eftirtöldu með
fjölskyldu þinni (t.d. mömmu og/eða pabba, systkinum)?
(Merktu í EINN reit í HVERJUM lið)
|
Nær aldrei |
Einu sinni á ári |
Nokkrum sinnum á ári |
1-3 sinnum í mánuði |
Einu sinni í viku eða oftar |
a) Fer í bíó |
|
|
|
|
|
b) Fer á íþróttaviðburði |
|
|
|
|
|
c) Fer í íþróttahús |
|
|
|
|
|
d) Fer í sundlaug |
|
|
|
|
|
e) Horfi á sjónvarp eða vídeó/dvd |
|
|
|
|
|
f) Spila (t.d. á spil eða tölvuleiki) |
|
|
|
|
|
g) Fer á kaffihús |
|
|
|
|
|
h) Sýni mig og sé aðra (t.d. í bænum, verslunarmiðstöð) |
|
|
|
|
|
18. Hve oft gerir þú eitthvað af eftirtöldu með
vinum og/eða kunningjum?
(Merktu í EINN reit í HVERJUM lið)
|
Nær aldrei |
Einu sinni á ári |
Nokkrum sinnum á ári |
1-3 sinnum í mánuði |
Einu sinni í viku eða oftar |
a) Fer í bíó |
|
|
|
|
|
b) Fer á íþróttaviðburði |
|
|
|
|
|
c) Fer í íþróttahús |
|
|
|
|
|
d) Fer í sundlaug |
|
|
|
|
|
e) Horfi á sjónvarp eða vídeó/dvd |
|
|
|
|
|
f) Spila (t.d. á spil eða tölvuleiki) |
|
|
|
|
|
g) Fer á kaffihús |
|
|
|
|
|
h) Sýni mig og sé aðra (t.d. í bænum, verslunarmiðstöð) |
|
|
|
|
|
19. Hversu vel finnst þér eftirfarandi staðhæfingar eiga
við um þig?
(Merktu í EINN reit í HVERJUM lið)
Á mjög illa við |
Á frekar illa við |
Hvorki né |
Á frekar vel við |
Á mjög vel við |
|
a) Mér finnst ég vera að minnsta kosti jafn mikils virði og aðrir |
|
|
|
|
|
b) Ég hef marga góða eiginleika |
|
|
|
|
|
c) Ég er misheppnuð/ misheppnaður |
|
|
|
|
|
d) Ég get gert margt jafn vel og aðrir |
|
|
|
|
|
e) Mér finnst ég ekki geta verið stolt(ur) af mörgu |
|
|
|
|
|
f) Ég er ánægð(ur) með sjálfa(n) mig |
|
|
|
|
|
g) Stundum finnst mér ég einskis nýt(ur) |
|
|
|
|
|
h) Ég vildi óska að ég bæri meiri virðingu fyrir sjálfri/sjálfum mér |
|
|
|
|
|
i) Ég er félagsvera og mér líður vel innan um fólk |
|
|
|
|
|
j) Mér líður best í fámenni |
|
|
|
|
|
k) Mér líður illa innan um stóran hóp af fólki |
|
|
|
|
|
l) Ég er ánægð(ur) með líf mitt |
|
|
|
|
|
20. Er eitthvað sem þú vilt koma á framfæri sem
tengist efni spurningalistans, eitthvað sem þér finnst að mætti betur fara eða
sem er gott?
________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________
Athugaðu nú hvort þú hefur gleymt nokkrum spurningum og ef svo er ekki þakka ég þér kærlega fyrir þátttökuna.
[1] dB er skammstöfun fyrir orðið decibel sem er mælieining á styrk hljóða. (Margrét Gígja Þórðardóttir, 2004)
[2] n stendur fyrir fjölda þátttakenda á bak við prósentutöluna.
[3] Eins og í niðurstöðum á undan er tekið saman í tvo hópa hversu oft í viku einstaklingurinn hreyfir sig; einu sinni í viku eða sjaldnar og tvisvar í viku eða oftar.
[4] r stendur hér fyrir Pearson Correlation og er átt við hvort fylgni sé til staðar en hún er fullkomin þegar r = 1. Fylgnin minnkar eftir því sem r minnkar (r = 0.01 nánast engin fylgni). Fylgnin getur verið bæði jákvæð og neikvæð (ef – fyrir framan þá er neikvæð fylgni, annars jákvæð).
[5] Valmöguleikar hér voru Á mjög illa við um mig, á frekar illa við um mig, hvorki né, á frekar vel við um mig og á mjög vel við um mig. Við úrvinnslu eru tveir fyrstnefndu flokkarnir teknir saman í á illa við um mig og tveir siðastnefndu teknir saman í á vel við um mig.
[6] Valmöguleikarnir voru nær aldrei,einu sinni á ári, nokkrum sinnum á ári, 1-3 sinnum í mánuði og einu sinni í viku eða oftar. Við úrvinnslu eru teknir saman þrír fyrstu í nokkrum sinnum á ári eða sjaldnar.
[7] Tekið er saman í grafi þeir sem fara nokkrum sinnum á ári eða sjaldnar, 1-3 sinnum í mánuði eða 1 sinni í viku eða oftar.
[8] Eins og áður kemur fram er fylgni fullkomin þegra r = 1, eftir því sem r minnkar er minni fylgni.