Evrópuráðsfundur EEAC og Evrópuráðstefna Special Olympics 2008

Evrópuráðsfundur EEAC Búkarest Rúmeníu
12. –13. nóvember 2008

Dagana 12. – 14. nóvember var haldinn í Búkarest fundur Evrópuráðs Special Olympics (EEAC). Fundurinn var haldin í tengslum við Evrópuráðstefnu SOE. Heimasíða Evrópusamtakanna; www.specialolympic-eu.org

Fundir EEAC eru haldnir á hverju ári, annað hvert ár í tengslum við Evrópuráðstefnu Special Olympics. Helstu málefni nú voru endurskoðun reglugerða, helstu verkefni 2008 -2011, og endurskoðun á hlutverki EEAC. Áhersla var lögð á að endurskoða og greina hlutverk Evrópulanda og verkefni Special Olympics Evrópu. Nýr framkvæmdastjóri Special Olympics í Evrópu, Mary Davis frá Írlandi kynnti framtíðarsýn þar sem fjórir megin þættir voru til umræðu; Fjármál og fjáraflanir, stjórnun og skipulag, ímynd og markaðssetning og gæði starfsins. Farið var yfir ýmis atriði sem tengjast hverjum þætti, hver staðan er í Evrópulöndum og hvað talið er að þurfi að endurskoða. Staðan í einstaka löndum er mjög misjöfn og aukin áhersla verður lögð á að skilgreina hlutverk fulltrúa EEAC gagnvart ákveðnum löndum. Veikleikar og styrkleikar eru til staðar sem greina þarf en hver fulltrúi EEAC er tengiliður við ákveðin lönd. Norðurlönd eiga ekki lengur fulltrúa í ráðinu en fulltrúar frá Írlandi og Ungverjalandi verða tengiliðir við Ísland. Löndum er skipt upp í samskiptahópa og er Ísland í hópi með öðrum Norðurlöndum ásamt Írlandi og Ungverjalandi.
Anna Karólína Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri Special Olympics á Íslandi var varaformaður Evrópuráðs Special Olympics (EEAC) og hefur verið fulltrúi í ráðinu frá 2001. Kjörið er átta manna ráð til 4. ára en hámarkstími er 8 ár.

Anna Karólína Vilhjálmsdóttir, Íslandi, Galina Dzyurych Belarus og Boguslaw Galazka, Póllandi fengu afhenta viðurkenningu fyrir störf sín hjá EEAC en þau höfðu öll lokið átta ára tímabili í ráðinu sem er hámarkstími kjörins fulltrúa.

Nánar; fundur Evrópuráðs Special Olympics, 12th & 13th November 2008