Evrópuráðsfundur EEAC og Evrópuráðstefna Special Olympics 2008 |
Evrópuráðsfundur EEAC Búkarest Rúmeníu Dagana 12. – 14. nóvember var haldinn í Búkarest fundur Evrópuráðs Special Olympics (EEAC). Fundurinn var haldin í tengslum við Evrópuráðstefnu SOE. Heimasíða Evrópusamtakanna; www.specialolympic-eu.org Fundir EEAC eru haldnir á hverju ári, annað hvert ár í tengslum við
Evrópuráðstefnu Special Olympics. Helstu málefni nú voru endurskoðun
reglugerða, helstu verkefni 2008 -2011, og endurskoðun á hlutverki
EEAC. Áhersla var lögð á að endurskoða og greina hlutverk
Evrópulanda og verkefni Special Olympics Evrópu. Nýr framkvæmdastjóri Special
Olympics í Evrópu, Mary Davis frá Írlandi kynnti framtíðarsýn þar sem fjórir
megin þættir voru til umræðu; Fjármál og fjáraflanir, stjórnun og
skipulag, ímynd og markaðssetning og gæði starfsins. Farið var yfir ýmis atriði
sem tengjast hverjum þætti, hver staðan er í Evrópulöndum og hvað talið er að
þurfi að endurskoða. Staðan í einstaka löndum er mjög misjöfn og aukin
áhersla verður lögð á að skilgreina hlutverk fulltrúa EEAC gagnvart ákveðnum
löndum. Veikleikar og styrkleikar eru til staðar sem greina þarf en hver
fulltrúi EEAC er tengiliður við ákveðin lönd. Norðurlönd eiga ekki lengur
fulltrúa í ráðinu en fulltrúar frá Írlandi og Ungverjalandi verða tengiliðir við
Ísland. Löndum er skipt upp í samskiptahópa og er Ísland í hópi með öðrum
Norðurlöndum ásamt Írlandi og Ungverjalandi. Anna Karólína Vilhjálmsdóttir, Íslandi, Galina Dzyurych Belarus og Boguslaw Galazka, Póllandi fengu afhenta viðurkenningu fyrir störf sín hjá EEAC en þau höfðu öll lokið átta ára tímabili í ráðinu sem er hámarkstími kjörins fulltrúa. Nánar; fundur Evrópuráðs Special Olympics, 12th & 13th November 2008 |