Ráðstefna Special Olympics á Kýpur |
Guðlaugur Gunnarsson sótti ráðstefnuna á dögunum [frétt af ksi.is]
Á dögunum var haldin ráðstefna á vegum Special Olympics á Kýpur en ráðstefnan var haldin í tengslum við Smáþjóðaleika Special Olypics í knattspyrnu. Guðlaugur Gunnarsson, starfsmaður KSÍ, sótti ráðstefnuna fyrir hönd Íþróttasambands Fatlaðra. Fulltrúar frá 32 löndum sátu ráðstefnuna á Kýpur en lögð var áhersla á knattspyrnu fyrir þroskahefta á ráðstefnunni. Var sérstaklega kynnt til sögunnar "Unified" fótbolti en þar er helmingur liðsins skipaður þroskaheftum einstaklingum. Hefur þetta gefist ákaflega vel þar sem þetta hefur verið reynt, ekki síst á minni stöðum. |