Íslenski hópurinn kominn til Peking

Íslenski Ólympíuhópurinn er mættur til Peking í Kína þar sem Ólympíumót fatlaðra fer fram dagana 6.-17. september næstkomandi. Hópurinn lagði snemma af stað á mánudagsmorgun og eftir átta klukkustunda bið í Danmörku eftir tengiflugi var loks lagt af stað í lokaáfangann. Ólafur Magnússon aðalfararstjóri í ferðinni og framkvæmdastjóri afreks- og fjármálasviðs ÍF tók á móti hópnum ásamt Axeli Nikulássyni starfsmanni íslenska sendiráðsins í Kína en Axel er tengiliður íslenska hópsins við framkvæmdanefnd leikanna. Þá voru félagarnir Adolf Ingi Erlingsson og Óskar Nikulásson einnig viðstaddir komu hópsins á flugvellinum og ræddu við ferðalangana.

Sannkallað sólarsamba var í Peking í dag eða um 30 stiga hiti og heiðskýrt. Íslenski hópurinn tók sér göngutúr um Ólympíuþorpið og dvelur á sama stað og Ólympíuhópur Íslands dvaldi á, í byggingu 8C.

Matartjaldið kom að góðum notum í dag enda ferðalangarnir þreyttir og svangir og fóru allir snemma í háttinn.

Á mánudagsmorgun gerði hópurinn stutt stopp í Flugstöð Leif Eiríkssonar þar sem Optical Studio kom færandi hendi og gaf hópnum vegleg Pilgrim sólgleru. Íþróttasamband fatlaðra vill koma á framfæri innilegu þakklæti til handa Optical Studio.