Frumsýning: Fimmtudaginn 23. apríl - klukkan
15:00 Leikritið Skógarheimar fjallar um mikilvægi þess að bursta
tennur reglulega og hugsa vel um náttúruna. Persónur leikritsins koma úr hinum
ýmsu áttum en allar eru þær þekktar meðal Íslendinga. Mikki, Lilli klifurmús,
Hérastubbur bakari, Bakaradrengurinn, Karíus og Baktus, Soffía frænka, Jesper,
Kasper og Jónatan koma öll úr smiðju Thorbjörns Egner. Lína Langsokkur kemur frá
Astrid Lindgren og Rauðhetta úr ævintýrum Grims bræðra.
Leikritið er eftir Magnús J. Magnússon og skrifaði hann það fyrir Leikhópinn
Lopa sem frumsýndi verkið árið 2006. Leikritið heitir upprunalega Skógarlíf en
við fengum aðeins að fikta í því eins og okkar er háttur og endurskýrðum það
Skógarheimar, með tilvísun í Sólheima. Við bættum einnig við nokkrum
valinkunnum persónum eins og Gísla, Eirík og Helga, Mjallhvíti, Dvergunum 7,
o.fl. svo að allir gætu verið með, söng og fjöri eins og tíðkast á
Sólheimum.
Leikfélag Sólheima er einstakt, þar koma saman ungir sem aldnir, fatlaðir sem
ófatlaðir og hver einstaklingur hefur hlutverki að gegna.
Svo vel var tekið á móti Dýrunum í Hálsaskógi á Sólheimum í fyrra að nokkur
dýranna settust þar að og ákváðu að vera með okkur aftur í ár. Vonum við að
áhorfendur skemmti sér jafn vel og við gerðum við uppsetningu verksins.
Verið hjartanlega velkominn á uppfærslu okkar á leikritinu Skógarheimar
á Sólheimum Höfundur : Magnús J. Magnússon Staðfært : Þórný Björk
Jakobsdóttir sem er jafnframt Leikstjóri verksins
Næstu sýningar: Laugardaginn, 25. aprí, klukkan 15:00 - 14 ára og eldri
1500 krónur Sunnudaginn, 26. apríl, klukkan 15:00 - 6 til 14 ára 700
krónur Föstudaginn, 1. maí, klukkan 15:00 Laugardaginn. 2. maí, klukkan 17:00 - Sjá : www.solheimar.is Sunnudaginn, 3. maí,
klukkan 15:00
Miðasala í síma: 847-5323
|