Ávarp Sveins Áka formanns ÍF á Sambandsþingi 2009 |
Heiðursfélagi ÍF, Sigurður Magnússon, Hér fer fram í dag 14. sambandsþing Íþróttasambands fatlaðra. Enn höldum við sambandsþing okkar hér á Radisson SAS, Hótel Sögu og vil ég þakka stjórnendum hótelsins fyrir að styðja við bakið á okkur og færi ég þeim bestu þakkir fyrir þeirra trygglyndi og áhuga á okkar starfi. Ástæða þess að við erum með þingið okkar í Reykjavík að þessu sinni er, fyrir utan að geta verið á þessu glæsilega hóteli, er að á morgun fagnar ÍF 30 ára afmæli og er ætlunin að gera sér dagamun af því tilefni, og munum við halda upp á afmælisdaginn í Krika, sumarhúsi Sjálfsbjargar við Vatnsenda við Elliðavatn. Eru allir þingfulltrúar boðnir velkomnir að vera með okkur og hefst samkoman kl 14:00. Síðast þegar við komum hér saman til þingstarfa vorum við full bjartsýni og
litum björtum augum til framtíðarinnar, enda spennandi verkefni fram undan. Og
öll þau verkefni gengu eftir og tók hver stórviðburðurinn við af öðrum. Hinir viðburðirnir voru frækileg för fjölmenns hóps á Special Olympics í
Shanghai í september 2007 þar sem með var í för, forseti Íslands herra Ólafur
Ragnar Grímsson, stjórnarmaður í heiðursstjórn Special Olympics International og
ekki síður, verndari okkar. Var mjög ánægulegt að hafa þau með í för, þau sýndu íslensku keppendunum og leikunum í heild mikinn áhuga, heimsóttu íslensku keppendurna í Ólympíuþorpið og studdu við þau í keppni. Var auðfundin sú virðing sem þau báru fyrir íslensku keppendunum og þeirra stolti að vera Íslendingur þegar þau fylgust með þeim á æfingum og í keppni. En það hefur margt breyst í heiminum og þá sér í lagi á Íslandi síðan þetta gerðist og ég tala ekki um síðan við komum saman á okkar síðasta þingi. Svo kölluð heimskreppa er skollin á með öllum sínum afleiðingum. Hafa áhrif
hennar orðið einna mest hér á landi og kannski skiljanlega þar sem samfélag
okkar er svo lítið og við megum við svo litlu. Þegar ég segi að líða fyrir, þá á ég við að margir hafa tapað eignum sem og
vinnu og er það skelfileg tilhugsun. Ekkert getur réttlátt það. Því reynir á íþróttafélögin í landinu að geta haldið úti starfsemi sinni, að
þau geti aukið starfið og boðið upp á nýja möguleika. Ég vil nota tækifærið hérna til að segja við ykkur að ég hef fulla trú að
þetta mun takast. Þið sem hafið unnið fórnfúst starf við uppbyggingu íþrótta
fyrir fatlaða, þið farið ekki að láta ástandið nú, eyðileggja ykkar starf. Fyrir
þetta vil ég þakka ykkur af heilum hug og með aðdáun. Sem betur fer eruð þið
íslensk og við Íslendingar erum ekki þekkt fyrir að gefast upp. Ég get fyrir munn þeirra stjórnarmanna ÍF sem nú eru í stjórn að það er fullur einhugur á að beina þeim tilmælum til þeirra sem veljast til stjórnar á þessu þingi að leggja áherslu á komandi tímum á uppbyggingu á starfinu innanlands en um leið að missa ekki sjónar á þeim hvata sem ávallt þarf að vera til staðar til uppbyggingar íþrótta og þátttöku og frammistöðu á stórmótum. Ég vil taka það fram hér og eins og kemur fram í ársreikningum okkar sem liggja frammi, að ÍF hafði þá gæfu að tapa ekki sparnaði sínum í hremmingum vetrarins og eigum við fjármagn til að halda áfram starfsemi okkar, þrátt fyrir fyrirhugaðan niðurskurð ríkisvaldsins. Á nýafstöðnu þingi Ólympíu- og íþróttasambands Íslands, minntist gjaldkeri ÍSÍ á að það væri ákjósanlegt ef til væru í sjóði eignir sem gætu haldið uppi starfseminni í heilt ár án utankomandi fjármagns og erum við svo lánsöm að vera nánast í sömu stöðu og ÍSÍ hvað það varðar. Einnig er mér það mikil ánægja að geta sagt ykkur að við höfum nýlega endurnýjað samstarfssamninga okkar við Rúmfatalagerinn og Össur hf, Actavis og Olís, og fleiri endurnýjanir eru á döfinni. Síðan eru nokkrir samningar enn virkir s.s. við Icelandair og Radisson SAS, Hótel Sögu og höfum við fulla trú á að þeir verði endurnýjaðir þegar að því kemur. En ÍF hefur ekki bara gert samninga á fjárhagslegum grunni. Aukið hefur verið
samstarf við önnur sérsambönd og eins hefur ÍF tekið þátt í ýmsum verkefnum sem
stuðla óbeint að getu á íþróttalegum grunni s.s. rannsóknarverkefni í samstarfi
ÍF og Rannsóknarstofu í íþrótta- og heilsufræðum við Háskóla Íslands, - RHÍ.
Ísland mun senda fjölmarga keppendur á Norrænt barna- og unglingamót sem haldið verður í Svíþjóð í sumar, það verður Evrópumeistaramót í borðtennis á Ítalíu, við sendum sundfólk á Global Games í Tékklandi, margvísleg Special Olympics mót standa til boða og svo framvegis. En stærsta verkefni ÍF á þessu ári verður Evrópumeistaramótið í sundi sem haldið verður hér í Reykjavík í október n.k. og er væntanlegur til landsins stór hópur keppenda eða um 500 keppendur. Evrópumeistaramót í sundi hefur ekki verið haldið í fjölmörg ár og er mjög mikill áhugi fyrir mótinu, og þá ekki síst fyrir að þetta verður í fyrsta sinn síðan árið 2000 í Sydney, sem þroskaheftir taka þátt í móti á vegum IPC. Aðdragandinn að því að mótið er haldið hér er, að Ísland ásamt hinum Norðurlöndum hefur beitt sér fyrir að þroskaheftir verði aftur teknir inn í keppni þar sem ekki væri sanngjarnt að refsa öllum fyrir það sem Spánverjar brutu af sér, og mikið hefur verið rætt um. Því þótti rétt að þegar tillaga okkar um endurkomu þroskaheftra í keppni var samþykkt að við tækjum að okkur að halda fyrsta mótið, Evrópumeistaramótið í sundi. Mig langar til að þakka þremur konum sérstaklega fyrir þeirra aðstoð og
skilning á að þetta skuli vera framkvæmanlegt, en þær eru Jóhanna
Sigurðardóttir, forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi
menntamálaráðherra og borgarstjórinn í Reykjavík, Hanna Birna Kristjánsdóttir.
Árangur fatlaðra Íslenskra íþróttamanna vakti fljótlega heimsathygli. Frá fyrsta Ólympíumótinu sem við tókum þátt í 1980 í Arnheim í Hollandi sem og Evrópu- og heimsmeistaramótum hafa 40 Íslendingar stigið á verðlaunapall. Margsinnis hefur íslenski þjóðsöngurinn hljómað þegar íslenskum keppanda voru afhent gullverðlaun. Þessi árangur hefur verið uppörvun fyrir marga unga fatlaða einstaklinga sem
dreymir um að feta í fótspor okkar fræknu hetja. Á síðasta þingi hafði ég á orði
að ég hefði ekki tíma til að nefna alla þá sem hafa gert garðinn frægan innan
okkar raða og að það myndi reyna á þolinmæði fundarstjóra og gesta að telja þá
alla upp. Að öðrum ólöstuðum hefur hans starf við uppbyggingu sundsins skilað ótrúlegum árangri og eru íslenskir sundmenn með fleiri viðurkenningar en nokkur önnur þjóð, svo miðað sé við hinn margumtalaða fólksfjölda. En Erlingur hefur ekki látið sér nægja að þjálfa og byggja upp nýtt afreksfólk, hann hefur einnig setið í stjórn og varastjórn ÍF um árabil og leiðbeint okkur þar með sömu víðsýni og þekkingu, talandi ekki um þolinmæði. Vil ég fyrir hönd stjórnar og ekki síður persónulega, þakka honum fyrir allt hans starf og þó hann ætli að hætta að leiðbeina stjórnarmönnum, veit ég að hann er ekki hættur með framtíðar heimsmeistara. Einnig vil ég þakka Kristjáni Svanbergssyni, fráfarandi gjaldkera ÍF sem ekki gefur kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Þó hann hafi einungis starfað eitt kjörtímabil að þessu sinni en hann var gjaldkeri áður, hefur starf hans verið árangursríkt. Vil ég því færa honum bestu þakkir. En það er ekki eingöngu stjórn sem kemur að máli. Við höfum verið lánsöm að hafa samheldið starfsfólk sem hefur starfað lengri og skemmri tíma á skrifstofu ÍF. Þeirra þekking og trúmennska verður seint fullþökkuð. Vil ég því fyrir hönd stjórnar færa þeim okkar bestu þakkir fyrir þeirra störf. Sem ritstjóri Hvata, tímarits okkar, vil ég minnast aðeins á útkomu
blaðsins. Að loknu þessu þingi mun ný stjórn taka við og vinna að málefnum íþrótta
fatlaðra næstu tvö árin. Hennar bíða ærin verkefni, því eins og þið sjáið á
þinggögnum og fjárhagsáætlun, liggja margvísleg málefni sem og tillögur fyrir
þessu þingi. |