Heimsleikar þroskaheftra – Global Games – Tékklandi

www.globalgames09.com

Eins og áður hefur komið fram eru Heimsleikar Þroskaheftra eða Global Games keppni sterkustu íþróttamanna úr röðum þroskaheftra. Þroskaheftir hafa ekki fengið tækifæri til að vera með á ólympíumótum fatlaðra frá árinu 2000 og hér er um að ræða sambærilega keppni og áður fór fram fyrir þennan hóp keppenda á ólympíumóti fatlaðra. Stefnt er að því að þroskaheftir taki aftur þátt ólympíumóti fatlaðra árið 2012 þegar leikarnir verða í London. Mikilvægt er að fjölmiðlaumfjöllun taki mið af því að hér er um sambærilegt mót að ræða fyrir sterkusta íþróttafólk úr röðum þroskaheftra og ólympíumót fatlaðra er fyrir aðra fötlunarhópa.
Í dag miðvikudag 8 júlí keppa þeir í 100m skriðsundi og 50m baksundi

Úrslit frá fyrsta keppnisdegi Íslendinga sem var þriðjudagur 7. júlí.
Íslensku keppendurnir á heimsleikum þroskaheftra ( Global Games) stóðu sig frábærlega vel á fyrsta keppnisdegi og bættu verulega fyrri árangur.

Ragnar Ingi Magnússon, íþróttafélaginu Firði, Hafnarfirði:
100m baksund 18. sæti á tímanum 1.20,48 bætti sig en átti fyrir 1.23,68
400m skriðsund 11. sæti á 5.07,46 en átti 5.19,52

Jón Margeir Sverrisson, íþróttafélaginu Ösp, Reykjavík:
100m baksund 14. sæti á tímanum 1.15,74 en átti fyrir 1.24,50

Hvorugur þeirra komst þó í úrslit enda eru þeir yngstu keppendur mótsins og framtíðin er þeirra.

Eins og sést hafa drengirnir tekið fyrsta daginn með trompi og vonandi er þetta bara vísir að því sem koma skal. Þeir eru vel stemmdir og tilbúnir að gera sitt allra besta.

Þjálfarar og fararstjórar eru Ingi Þór Einarsson og Ingigerður Stefánsdóttir. Þau senda daglega upplýsingar um mótið og árangur Íslendinganna þessa daga sem mótið stendur yfir, sjá keppnisdagskrá mótsins.
Ingi Þór Einarsson, GSM 6947323 issi@hi.is; Ingigerður 8639309 imaggy@visir.is

Keppnisdagar Íslendinga
Keppnisdagar Íslendinga eru fjórir 7. og 8. Júlí og 10. og 11. júlí.

Þriðjudagur 7. júlí
Jón Margeir 100m baksund
Ragnar Ingi 100m baksund og 400m skriðsund

Miðvikudagur 8. júlí
Jón Margeir 100m skrið og 50m bak
Ragnar Ingi 100m skrið og 50m bak

Föstudagur 10. júlí
Jón Margeir 100m flug og 50m skrið
Ragnar Ingi 50m skrið

Laugardagur 11. júlí
Jón Margeir 50m flug og 200m skrið
Ragnar Ingi 50m flug og 200m skrið

Keppt verður í undanrásum á morgnana og í úrslitum seinnipartinn.