Íþróttasamband fatlaðra hefur valið Sonju Sigurðardóttur íþróttakonu ársins 2009

Sonja Sigurðardóttir er fædd árið 1991 og er uppalinn Reykvíkingur.

Sonja er nemandi við Borgarholtsskóla en fötlun hennar er takmarkaður vöðvastyrkur í öllum útlimum og hún hefur lítinn sem engan vöðvastyrk fyrir neðan hné og olnboga. Sonja keppir í flokki S5 og syndir fyrir Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík, ÍFR. Þjálfarar Sonju í gegnum tíðina hafa verið þeir Jón Heiðar Jónsson, Halldór Guðbergsson og Erlingur Þ. Jóhannsson.

Árangur Sonju á árinu 2009:

  • Í febrúar vann Sonja til gullverðlauna á Malmö Open mótinu í Svíþjóð.
  • Í apríl vann Sonja til tvennra gullverðlauna á Íslandsmóti ÍF í 50m. laug í 50 m skrið og 50 m baksundi.
  • Í október sl. tók Sonja ásamt 12 öðrum fötluðum sundmönnum í fyrsta sinn þátt í Evrópumeistaramóti  fatlaðra í sundi sem fram fór hér á landi. Þar stóð Sonja sig með miklum ágætum þótt hún ynni ekki til verðlauna og hafnaði í 5. sæti í 100 m baksundi, 6. sæti í 50 m baksundi og 8 sæti í 50 m skriðsundi.
  • Í nóvember keppti Sonja á Íslandsmóti ÍF í 25m. laug vann til nokkurra verðlauna.

Þrátt fyrir minnkandi vöðvastyrk sökum sjúkdóms þess er Sonja glímir við heldur hún ótrauð áfram æfingum og keppni og stefnir markvisst að betri árangri og ná enn lengra í íþrótt sinni.