Íþróttasamband fatlaðra hefur valið Sonju Sigurðardóttur íþróttakonu ársins 2009 |
Sonja Sigurðardóttir er fædd árið 1991 og er uppalinn Reykvíkingur. Sonja er nemandi við Borgarholtsskóla en fötlun hennar er takmarkaður vöðvastyrkur í öllum útlimum og hún hefur lítinn sem engan vöðvastyrk fyrir neðan hné og olnboga. Sonja keppir í flokki S5 og syndir fyrir Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík, ÍFR. Þjálfarar Sonju í gegnum tíðina hafa verið þeir Jón Heiðar Jónsson, Halldór Guðbergsson og Erlingur Þ. Jóhannsson. Árangur Sonju á árinu 2009:
Þrátt fyrir minnkandi vöðvastyrk sökum sjúkdóms þess er Sonja glímir við
heldur hún ótrauð áfram æfingum og keppni og stefnir markvisst að betri árangri
og ná enn lengra í íþrótt sinni. |