Handhafi Guðrúnarbikarsins árið 2009 er Jóna B. H. Jónsdóttir | |
Jóna B.H. Jónsdóttir Handhafi Guðrúnarbikarsins árið 2009 er Jóna B. H. Jónsdóttir Jóna B. H. Jónsdóttir hefur verið virkur félagi í ÍFR, íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík í fjölmörg ár. Fyrst sem keppandi í boccia, síðan sem aðstoðarmaður á æfingum og í ferðum á vegum ÍFR. Undanfarin ár hefur hún starfað sem þjálfari hjá félaginu. Í þeim fjölmörgu ferðum sem Jóna hefur farið á vegum ÍFR hefur hún ekki látið fötlun sína aftra sér frá því að aðstoða aðra sem eiga við jafnmikla eða jafnvel meiri fötlun að stríða en hún sjálf. Jákvætt viðhorf hennar til íþróttastarfs fatlaðra er og hefur verið öðrum mikil hvatning. Hún lætur hindranir ekki aftra sér frá því að takast á við krefjandi verkefni, er fyrirmyndarfélagi, jákvæð og dugleg og alltaf reiðubúin til að aðstoða ef til hennar er leitað. Slíkir liðsmenn eru ómetanlegir í starfi Íþróttasambands fatlaðra og aðildarfélaga ÍF. Stjórn ÍF samþykkti samhljóða að handhafi Guðrúnarbikarsins árið
2009 | |