Dagskrá afreksráðstefnu ÍF 2008

Afreksráðstefna ÍF

Ólympíu- og afreksráð Íþróttasambands fatlaðra stendur fyrir ráðstefnu um stefnumörkun afreksíþrótta fatlaðra og afreksstefnu ÍF 2008 – 2012.

Til afreksráðstefnunnar er boðið formönnum aðildarfélaga ÍF, þjálfurum, landsliðsþjálfurum ÍF, fulltrúum íþróttanefnda og stjórnarfólki ÍF. Umsjón með ráðstefnunni og aðalfyrirlesarar eru Kári Jónsson, landsliðsþjálfari ÍF í frjálsum íþróttum og Ingi Þór Einarsson, formaður sundnefndar ÍF.

Án efa verða líflegar umræður um stefnumörkun afreksíþrótta fatlaðra og leiðir til að fatlað íslenskt íþróttafólk verði áfram í fremstu röð fatlaðra afreksmanna í heiminum.

Dagskrá ráðstefnunnar er eftirfarandi:

MARKMIÐ: AÐ NÁ VERÐLAUNUM Á ÓLYMPÍUMÓTI FATLAÐRA Í LONDON 2012

“Hvað getur hver og einn þjálfari/félag gert til að ná því markmiði?”

10.00 KAFFI

10:15 Setning

10:20 AFREKSSTEFNA ÍF

10.30 AFREKSSTEFNA ÍSÍ

11.00 AFREKSMENNSKA OG SAMFÉLAG SIGURVEGARA

12.00 MATARHLÉ

13.00 HVAÐ ÞARF TIL?

14.00 HVERJIR KOMA TIL GREINA Í DAG VEGNA 2012?

14.30 UMRÆÐUHÓPAR:

- Hvað getur hver þjálfari/félag gert til að ná meiri árangri?

15.30 SAMANTEKT UMRÆÐUHÓPA KYNNT.

16.00 PANELUMRÆÐUR:

- Landsliðsþjálfarar ÍF sitja fyrir svörum um Peking og fleiri mót og leiðina framávið

17.00 Óformlegar samræður

18.00 Kvöldverður í boði ÍF

20.00 RÁÐSTEFNUSLIT