Afreksráðstefna ÍF 2008 |
Þann 8. nóvember sl. stóð Ólympíu- og afreksráð Íþróttasambands fatlaðra
fyrir ráðstefnu um stefnumörkun afreksíþrótta fatlaðra og afreksstefnu ÍF 2008 –
2012. Til að móta afreksstefnu ÍF til næstu ára voru til ráðstefnunnar boðaðir fulltrúar hinna ýmsu aðila er tengjast starfi sambandsins og mótun þess. Ráðstefnuna sátu því formenn aðildarfélaga ÍF og þjálfarar þeirra, landsliðsþjálfarar ÍF, fulltrúar íþróttanefnda og stjórnarfólk ÍF. Umsjón með ráðstefnunni og aðalfyrirlesarar voru Kári Jónsson, lektor við HÍ og landsliðsþjálfari ÍF í frjálsum íþróttum og Ingi Þór Einarsson, aðjunkt við HÍ og formaður sundnefndar ÍF. Á ráðstefnunni var kynnt á hvern hátt þróa mætti ,,Afreksmennsku og samfélag sigurvegara'' og hvað þarf til að ná því markmiði að Ísland vinni til verðlauna á Ólympíumóti fatlaðra í London 2012. Skipaðir voru fjórir rýnihópar þar sem rætt var um hvernig hver og einn þjálfari/félag í samvinnu við ÍF næði þessu markmiði. Margar athyglisverðar tillögur komu fram en rauði þráðurinn í tillögum allra hópa var;
Þeir sem eiga möguleika á að fá verðlaun 2012 eru nú þegar að æfa og eru nú í dag á aldrinum 12 - 14 ára. Því þarf ÍF og aðildarfélög þess að huga strax að undirbúningi fyrir Ólympíumótið 2012 og hafa hugrekki til þess að stíg stórt skref framávið og framfyrir keppinauta sína um allan heim. Meðfylgjandi eru
kynningar þeirra Kára Jónssonar og Inga Þórs Einarssonar á
ráðstefnunni. |