Keppnisdagskrá íslensku þátttakendanna á HM í sundi

Nú eru aðeins þrír dagar þar til Heimsmeistaramót fatlaðra í sundi verður formlega sett í Eindhoven í Hollandi.

Setningarathöfnin, fer fram að kvöldi 14. ágúst í glæsilegri innilaug sem kennd er við fræknasta sundmann Hollendinga, Pieter van den Hoogenband.

Sundkeppnin hefst 15. ágúst og lýkur þann 21. ágúst. Undanrásir hefjast hvern dag kl. 09:00 að hollenskum tíma og úrslit kl. 17:00.

Mögulegt er að fylgjast em mótinu á heimasíðu mótsins www.wcswimming2010.com á www.facebook.com/IPCSwimming og opinberri vefsjónvarpsstöð IPC (Alþjóðaólympíuhreyfingar fatlaðra) www.paralympicsport.tv

Íslenski hópurinn hélt af landi brott í gær og dvelur við æfingar í Eindhoven fram að því að keppni hefst.Eins og ávallt dagana fyrir mót fer fram flokkun sundmanna en sundflokkar fatlaðra eru 14 talsins, S1 – S10 eru flokkar hreyfihamlaðra, S11 – S13 flokkar blindra og sjónskertra og S14 flokkur þroskaheftra.Flestir þeirra sundmanna sem þátt taka hafa áður verið flokkaðir og hlotið alþjóðlega flokkun en ávallt eru nokkrir sundmenn kallaðir inn til endurflokkunar þannig að tryggt sé að jafnræðis sé gætt í hverjum sundflokki fyrir sig.Einn þeirra sem verður endurflokkaður á mótinu er Pálmi Guðlaugsson og því er ekki endanlega útséð með þátttöku hans á mótinu.

Þetta er í fimmta sinn sem heimsmeistaramót fatlaðra í sundi er haldið en áður hafa mótin verið haldin í 1994 á Möltu, 1998 á Nýja-Sjálandi, 2002 í Argentínu, 2006 í Suður-Afríku og í ár fer mótið fram í Eindhoven í Hollandi.

Keppnisdagskrá íslenska hópsins má sjá hér:

Sunnudagur 15. ágúst Besti tími Íslandsmet
Eyþór 200 m fjór 3:08,43 2:39,00
Hjörtur 50 m skrið 0:46,40 0:46,40
?Pálmi 400 m skrið 6:27,10 6:27,10

Mánudagur 16. ágúst Besti tími Íslandsmet
Anna Kristín 100 m bringa 2:22,92 2:22,92

Þriðjudagur 17. ágúst Besti tími Íslandsmet
Eyþór 100 m skrið 1:06,75 1:05,65
Sonja 50 m bak 0:54,12 0:54,12
Jón Margeir 100 m bak 1:13,32 1:08,14
Ragnar Ingi 100 m bak 1:16,21 1:08,14
Aníta 100 m bak 1:36,03 1:24,17
Kolbrún Alda 100 m bak 1:35,90 1:24,17
Pálmi 50 m skrið 0:37,15 0:37,15
?Pálmi 100 m bak 1:48,42 1:47,90

Miðvikudagur 18. ágúst Besti tími Íslandsmet
Eyþór 50 m skrið 0:30,86 0:30,86
Jón Margeir 100 m bringa 1:21,55 1:17,72
Ragnar Ingi 100 m bringa 1:39,66 1:17,72
Aníta 100 m bringa 1:46,11 1:28,75
Kolbrún Alda 100 m bringa 1:40,04 1:28,75

Fimmtudagur 19. ágúst Besti tími Íslandsmet
Eyþór 400 m skrið 5:06,67 5:02,38
Hjörtur 200 m skrið 3:42,35 3:42,35
?Pálmi 100 m skrið 1:24,13 1:24,13

Föstudagur 20. ágúst Besti tími Íslandsmet
Eyþór 100 m bak 1:18,94 1:17,53
Hjörtur 100 m skrið 1:43,40 1:43,40
Sonja 100 m skrið 1:51,84 1:51,84
Jón Margeir 200 m skrið 2:10,20 2:09,59
Ragnar Ingi 200 m skrið 2:24,23 2:09,59
Aníta 200 m skrið 2:57,09 2:31,13
Kolbrún Alda 200 m skrið 2:48,65 2:31,13

Laugardagur 21. ágúst
Keppni í 5 km "sjósundi", synt verður í stöðuvatni.Keppni hefst klukkan 13:00.