Jón Margeir er fæddur árið 1992
Jón Margeir Sverrisson er nemi við Fjölbrautaskólann í Breiðholti og sundmaður hjá Ösp/Fjölni. Árið 2010 hefur verið afdrifaríkt hjá Jóni þar sem hvert Íslandsmetið hefur fallið af öðru og Jón okkar fremsti sundmaður í flokki S14 (flokkur þroskahamlaðra). Þjálfarar Jóns Margeirs frá upphafi eru: Ingi Þór Einarsson, Ingigerður Maggý Stefánsdóttir og Vadim Forafonov.
*Í janúar voru tvö mót, Reykjavik International þar sem Jón vann allar 6 greinarnar sem hann keppti í ásamt að vera stigahæsti fatlaði karlkyns keppandinn og Reykjavíkurmeistaramót þar sem hann setti sitt fyrsta Íslandsmet í 400 skrið (25m laug). *Í mars voru bæði Íslandsmót SSÍ og ÍF. Á SSÍ keppti hann í boðsundi með Fjölni og á ÍF mótinu keppti hann í 7 greinum og vann allar. *Í apríl var Ármannsmótið og náði hann nokkrum sinnum á pall þar ásamt að bæta metið síðan í janúar í 400 skrið (25m laug). *Nóg var um að vera í maí en þá keppti hann á Sparisjóðsmóti ÍBR og setti Íslandsmet í bæði 800 og 1500 metra skriðsundi (50m laug) Sama dag keppti hann svo á Asparmótinu í 5 greinum og vann allar ásamt að vera stigahæsti keppandinn. Í lok mánaðarins keppti hann svo á Bikarmóti SSÍ. *Í júní var Actavis International í Hafnarfirði en þar setti hann Íslandsmet í 200 metra flugsundi (50m laug). Síðan var flogið til Berlínar og keppt á Opna þýska meistaramótinu en þar gekk honum frábærlegaog kom heim klyfjaður verðlaunum ásamt titlinum "Internationaler Deutscher Jugendmeister" fyrir 200 metra skriðsund. Síðan í log mánaðarins keppti hann á AMÍ og bætti þar enn einu sinni metið í 400 skrið (25m laug). *Í ágúst var svo stærsti viðburður ársins en þá var farið til Eindhoven í Hollandi á Heimsmeistaramót Fatlaðra. Skemmst er frá að segja að niðurstaðan varð 14., 15. og 18 sæti sem er vel viðunandi miðað við ungan aldur. *Eitt mót var í september, Haustmót Ármanns þar sem Jón setti Íslandsmet í 800 og 1500 metra skriðsundi (25m laug). *Þrjú mót voru í oktober, Tyr mót Ægis þar sem Íslandsmetin í 200 metra skrið og 100 metra flugsundi (25m laug) féllu. Síðan var það Fjarðarmótið þar sem hann bætti vikugamla metið í flugsundinu og náði svo að setja met í 50 skrið (25m laug). Á haustmóti Fjölnis fór hann hamförum í lauginni og setti met í 200 bringu og 400 fjór ásamt því að bæta metið í 400 skrið (25m laug) enn einu sinni. *Í nóvember voru svo Íslandsmót SSÍ og ÍF með 2ja vikna millibili. Á SSÍ mótinu bætti hann metin sín í 800 og 1500 metra skrið (25m laug) og á ÍF mótinu keppti hann í 5 greinum og vann allar ásamt að bæta metin sín í bæði 200 og 400 skrið (25m laug).
*Samtals eru þetta 19 Íslandsmet í 11 greinum
|