 Jón Margeir Fæddur 22. nóvember 1992
Jón Margeir Sverrisson er sundmaður hjá Fjölni. Árið 2012 hefur verið afdrifaríkt hjá Jóni þar sem Jón varð Ólympíumeistari í 200m. skriðsundi á Ólympíumótinu í London. Jón setti einnig nýtt og glæsilegt heimsmet í þessu sama sundi. Jón er okkar fremsti sundmaður í flokki S14 (flokkur þroskahamlaðra). Þjálfarar Jóns Margeirs frá upphafi eru: Ingi Þór Einarsson, Ingigerður Maggý Stefánsdóttir, Vadim Forafonov og Ragnar Friðbjarnarson.
- Jón Margeir eins og svo margir aðrir sundmenn hóf árið 2012 með þátttöku á RIG þar sem hann setti þrjú ný Íslandsmet.
- Á Gullmóti KR í febrúar setti Jón heimsmet í 1500m skriðsundi á tímanum 17:18,86 mín. og annað heimsmet leit dagsins ljós á Opna þýska meistaramótinu mánaðarmótin júní-júlí þegar Jón synti 800m skriðsund á 9,00,03 mín.
- Ólympíumótið í London tók svo við þar sem Jón setti nýtt og glæsilegt heimsmet í 200m skriðsundi er hann synti á tímanum 1:59,62 mín. Þessi tími var jafnframt Íslandsmet og Ólympíumet sem standa mun óhaggað amk. þangað til Ólympíumótið í Ríó 2016 fer fram.
- Á Íslandsmóti ÍF í 25m laug í nóvember setti Jón Margeir svo þrjú ný Íslandsmet.
- Jón er margfaldur Íslandsmeistari árið 2012, þrefaldur heimsmethafi, ólympíumótsmethafi og gullverðlaunahafi í 200m skriðsundi á Ólympíumótinu í London.
|