Reglur um klæðnað:

Reglur um klæðnað:

  • Keppendum og starfsmönnum í mótum á vegum Íþróttasambands fatlaðra eða félaga innan þess er skylt að vera hreinir og snyrtilegir til fara. Klæðnaður keppenda og starfsmanna skal vera í samræmi við reglur sérsambands viðkomandi íþróttagreinar og í klæðnaði sem hæfir opinberum viðburðum sem og íþróttamótum
  • Yfirdómari og mótsstjóri bera ábyrgð á því framfylgja þessum reglum. Skulu þeir veita áminningu við fyrsta brot á reglum þessum og tilkynna ÍF um áminninguna. Mæti sami keppandi aftur til móts brotlegur við reglur þessar, skal veita honum áminningu og skora á hann að lagfæra klæðnað. Verði hann ekki við því skal honum vísað úr keppni. Við þriðja brot skal tafarlaust vísa þeim sem brotlegur er úr keppni.
  • Yfirdómari og mótsstjóri skulu grípa til þessara aðgerða eftir því sem við verður komist áður en mót hefst . Hér ber og að hafa í huga að reglurnar gilda um þann fatnað sem íþróttamaðurinn keppir eða tekur við verðlaunum í og telst keppni hafin þegar upphitun er hafin. Dómara er heimilt að benda keppanda á misbresti og gefa honum kost á að færa til betri vegar áður en til áminningar eða brottvikningar kemur.
Dæmi um fatnað sem bannaður er í mótum á vegum Íþróttasambands fatlaðra eða félaga innan þess:
  • Rifinn, götóttur eða slitinn fatnaður
  • Fatnaður með áberandi bótum
  • Ermalausir bolir og hlýrabolir (ekki átt við venjulega stuttermaboli)
  • Fatnaður með óviðeigandi / óíþróttamannslegum áletrunum, myndum eða merkjum.
  • Skálmalausar stuttbuxur eða stutt pils
  • Íþróttafatnaður annarra íþróttafélaga en þeirra sem íþróttamaðurinn keppir eða æfir með. T.d. uppáhalds erlenda boltafélag viðkomandi.