[frétt af ksi.is] Eins og áður hefur verið kynnt hafa ÍF og KSÍ verið í samstarfi undanfarin ár í tengslum við Íslandsleika Special Olympics. Nýtt samstarfsverkefni hófst í sumar þar sem boðið var upp á opnar æfingar fyrir fatlaða á sparkvellinum við Laugarnesskóla. Tvær æfingar verða í september og var fyrri æfingin sunnudaginn 11. september. Þar var mikið mikið fjör og landsliðsmennirnir Grétar Rafn Steinsson og Hermann Hreiðarsson mættu á æfinguna og léku listir sínar. Hópurinn var í góðu formi á æfingunni, undir stjórn íþróttakennaranemanna Ingvars Kale og Mörtu Ólafsdóttur, en um 20 þátttakendur voru mættir ásamt góðum hópi áhorfenda. Mikill áhugi var hjá hópnum og ekki minnkaði hann þegar landsliðsmennirnir Grétar Rafn Steinsson og Hermann Hreiðarsson mættu á æfinguna og tóku þátt. Var vel tekið á þeim og lærðu þeir vafalaust mikið sem nýtist þeim í næsta landsleik gegn Norður Írlandi. Eftir æfinguna voru málin rædd til hlítar og voru þátttakendur þreyttir en ákaflega ánægðir eftir æfinguna. Önnur æfing verður haldin, á sama stað, sunnudaginn 16. september og hefst kl. 10:00. Fleiri myndir á 123.is |
|