Íþróttasamband Fatlaðra | föstudagurinn 8. febrúar 20:04

Ólympíueldurinn borinn af fötluðum íþróttamanni

Amanda Boxtel, sem hefur verið í forsvari "Challenge Aspen" hópsins sem styður ÍF í uppbyggingu vetraríþrótta fatlaðra, tók þátt í því að bera kyndil ólympíumóts fatlaðra en mótið fer fram í Salt Lake City 7.-16. mars 2002.

Hún var tilnefnd til að vera í hópi kyndilbera, 100.000 tilnefningar bárust og 11.000 voru valdir úr hópnum, þannig að hún var mjög ánægð með þennan mikla heiður.
Amanda er eini aðilinn sem hefur skíðað með kyndilinn og sagðist hafa verið ótrúlega taugaspennt þegar hún lagði af stað niður fjallið Buttermilk Mountain. “Smjörfjallið”

Ýmsar aðferðir hafa verið notaðar við að flytja kyndilinn áfram, m.a. synti einhentur sundmaður með kyndilinn en flestir notuðu hefðbundnar aðferðir og gengu eða hlupu með hann.
Eldurinn var fluttur frá Grikklandi til Atlanta, þaðan um 46 fylki í Bandríkjunum og loks til Salt Lake City.

" I dedicated my flame to the power of the disabled - truly lighting the fire within and finding the spirit despite adversity".