Íþróttasamband Fatlaðra | föstudagur 24. júní 15:55

Norrænt barna- og unglingamót í Noregi dagana 26. júní-3. júlí 2005


Nú er enn komið að því að Íslandi taki þátt í norrænu barna og unglingamóti fatlaðra sem haldið er annað hvert ár til skiptis á norðurlöndunum, og að þessu sinni verður mótið haldið í Tønsberg í Noregi.

Þátttakendur á þessum mótum eru á aldrinum 12-16 ára og eru tilnefndir af aðildarfélögum ÍF og einstaka keppandi er valinn til þátttöku eftir ábendingum frá einstaklingum eða samtökum þar sem viðkomandi hefur ekki tekið þátt í íþróttastarfi fatlaðra áður.

Þær greinar sem íslensku keppendurnir taka þátt í á mótinu eru SUND,  FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR og BORÐTENNIS

Þetta mót er ekki eingöngu keppni heldur er lagt mikið upp úr félagslega þættinum þar sem farið verður í leiki, útsýnisferðir og og haldnar kvöldvökur en af þessum mótum hafa einstaklingar komið heim með meiri reynslu og þekkingu á sjálfum sér og sinni getu ásamt því að kynnast erlendum börnum í svipuðum aðstæðum.  Þetta mót hefur oftar en ekki orðið til þess að þessir einstaklingar fái aðra sýn á hvað þeir geta gert og hvað þeir vilja gera í framtíðinni, jafnt í íþróttum sem og öðru sem þeir taka sér fyrir hendur.

Keppendurnir á barna- og unglingamótinu 2005 eru 22 talsins og koma að þessu sinni frá Reykjavík, Mosfellsbæ, Hafnarfirði, Stykkishólmi, Akureyri, Egilsstöðum, Kópavogi, Garðabæ, Ísafirði, Selfossi, Akranesi, Seltjarnarnesi og  Keflavík.

KEPPENDUR :

Rósa Ö. Traustadóttir

Tómas Björnsson

Jana B. Björnsdóttir

Guðmundur H. Hermannsson

Aron Kale

Valur F. Ástuson

Kristín L. Sigurðardóttir

Harpa H. Hannesdóttir

Karen Axelsdóttir Clausen

Anna K. Jensdóttir

Embla Ágústsdóttir

Elma Guðmundsdóttir

Ragney L. Stefánsdóttir

Vignir G. Hauksson

Kolbeinn J. Pétursson

Atli M. Indriðason

Freyr Karlsson

Kristján V. Kristinsson

Anna V. Ómarsdóttir

Eyrún M. Magnúsdóttir

Ragnar I. Magnússon

Einar K. Guðmundsson

 

Fararstjórar og aðstoðarmenn verða 9 talsins og eru eftirtaldir;

Erlingur Jóhannsson, fararstjóri og aðstoðarmaður

Júlíus Arnarson, aðstoðarfararstjóri og aðstoðarmaður

Arndís Sverrisdóttir, aðstoðarmaður

Valgerður Hróðmarsdóttir, aðstoðarmaður

Ingi B. Guðmundsson, aðstoðarmaður

Theodór Karlsson, aðstoðarmaður

Sif Huld Albertsdóttir, aðstoðarmaður

Dýrleif Skjóldal, aðstoðarmaður

Vigdís Ebenezersdóttir, aðstoðarmaður