Íþróttasamband Fatlaðra | mánudagur 5. september 14:25

HM þroskaheftra í sundi, Liberec Tékklandi

Dagana 6. - 10. september fer fram í Liberec í Tékklandi Heimsmeistaramót þroskaheftra í sundi.
Fjórir íslenskir sundmenn taka þátt í mótinu en það eru þau Gunnar Örn Ólafsson, Jón Gunnarsson, Bára B. Erlingsdóttir og Úrsúla Baldursdóttir.
Allir sterkustu sundmenn þroskaheftra munu taka þátt í mótinu en keppendur koma frá 20 löndum. Á Heimsmeistaramótinu sem haldið var í Hong Kong í ársbyrjun 2004 vann Gunnar Örn m.a. tveggja gullverðlauna, einna silfurverðlauna og þriggja bronsverðlauna. Vonandi nær hann að fylgja þeim glæsilega árangri eftir því hann er óumdeilanlega einn besti sundmaður þroskaheftra í heiminum í dag.
Þjálfarar og fararstjórar eru þau Ingigerður M. Stefánsdóttir og Ólafur Þórarinsson.

Neðanmáls er keppnisdagskrá íslensku þátttakendanna:

6. september:
100 m baksund: Gunnar Örn Ólafsson
100 m bak- og 400 m skriðsund: Jón Gunnarsson
200 m fjór- og 800 skriðsund: Úrsúla Baldursdóttir
100 m flug- og 800 m skriðsund: Bára Bergmann
7. september:
50 m bak- og 100 m skriðsund: Gunnar Örn Ólafsson
50 m bak- og 100 m skriðsund: Jón Gunnarsson
100 m bringu- og 200 m skriðsund: Úrsúla Baldursdóttir
8. september:
50 m skrið-, 100 m flug-, 200 m bak- og 200 m fjórsund: Gunnar Örn Ólafsson
50 m skrið- og 200 m fjórsund: Jón Gunnarsson
100 m bak- og 400 m skriðsund: Úrsúla Baldursdóttir
400 m skrið- og 400 m fjórsund: Bára Bergmann
9. september:
50 m flugsund: Gunnar Örn Ólafsson
50 m flug- og 200 m skriðsund: Jón Gunnarsson
100 m skriðsund: Úrsúla Baldursdóttir
200 m bringu- og 200 m flugsund: Bára Bergmann