Íþróttasamband Fatlaðra | mánudagur 3. október 12:40

Frábært samstarfsverkefni íþróttafélaga á Austurlandi

Íslandsmót Íþróttasambands Fatlaðra í boccia einstaklingskeppni, fór fram um helgina á Seyðisfirði Mótið var haldið í umsjón íþróttafélagsins Örvars á Egilsstöðum og Viljans á Seyðisfirði.
Félagar úr Lionsklúbbnum Múla á Egilsstöðum og Lionsklúbbi Seyðisfjarðar sáu um dómgæslu á mótinu en Lionsmenn hafa stutt íþróttastarfsemi fatlaðra á Austfjörðum í fjölda ára. Fjölmargir heimamenn aðstoðaðu íþróttafélögin við framkvæmd mótsins og fólk tók frí úr vinnu til að leggja hönd á plóg. Eldri grunnskólanemendur aðstoðuðu dómarana og yngstu bekkir grunnskóla og leikskólabörn mættu á mótssetninguna með starfsfólki skólanna.
Að venju gaf Lionsklúbburinn Víðarr öll verðlaun á mótinu en klúbburinn gefur öll verðlaun á Íslandsmótum Íþróttasambands Fatlaðra.
Öll framkvæmd mótsins tókst mjög vel og samstarf félaganna á Austurlandi var til mikillar fyrirmyndar.
Íslandsmót í boccia einstaklingskeppni hefur undanfarin ár verið haldið á haustin og mótið hefur verið staðsett á þeim stöðum sem aðildarfélög ÍF eru með starfsemi sína. Tilgangur með því að þetta mót sé í umsjón aðildarfélaga hefur verið að vekja athygli á starfseminni á hverjum stað, bæta aðstöðu ef þörf er á m.t.t aðgengismála og efla starfið á landsvísu.
Íþróttasamband Fatlaðra vill koma á framfæri þakklæti til þeirra sem stóðu að mótinu og óskar Austfirðingum til hamingju með glæsilega framkvæmd.

1. Deild
1. sæti Guðbjörg Ellý Gústafsdóttir, Akri
2. sæti Lindberg M. Scott, Þjóti
3. sæti Helga Helgadóttir, Akri

2. Deild
1. sæti Hrafnhildur Sverrisdóttir, Snerpu
2. sæti Nanna Haraldsdóttir, Eik
3. sæti Íris Gunnarsdóttir, Snerpu

3. Deild
1. sæti Jón S. Bæringsson, Grósku
2. sæti Friðgeir Friðgeirsson, Suðra
3. sæti Valdimar Sigurðsson, Eik

4. Deild
1. sæti Einar Kr. Jónsson, Firði
2. sæti Sveinn Bjarnason, Firði
3. sæti Edvin Strom, Grósku

5. Deild
1. sæti Guðmundur Guðmundsson, Þjóti
2. sæti Laufey Gísladóttir, Eik
3. sæti María Sigurjónsdóttir, Suðra

Rennuflokkur
1. sæti Margrét Edda Stefánsdóttir, ÍFR
2. sæti Björgvin Björgvinsson, ÍFR
3. sæti Steinar Þ. Björnsson, Grósku


U Flokkur
1. sæti Hildur Marinósdóttir, Akri
2. sæti Jóhanna Valborg Kolbeinsdóttir, Akri







f.v. Þorvaldur Jóhannsson, Lionskl. Seyðisfjarðar, Unnur Óskarsdóttir, formaður Viljans, Sigurður "altmulig" Lionsmaður og helsti skipuleggjandi á Seyðisfirði og Sóley Guðmundsdóttir, formaður Örvars og fulltrúi Lionsklúbbsins Múla á Egilstöðum.