Dagana 23. - 25. september sl. var haldinn í Malmö í Svíþjóð Norræn þjálfara og leiðbeinendaráðstefna. Ráðstefna þessi var haldin á vegum Nord-HIF (Íþróttasambanda fatlaðra á Norðurlöndum) og með fjárhagslegum styrk Norðurlandaráðs en tilgangur hennar var að fá fram hugmyndir um aukið og betra samstarf Norðurlandanna um málefni íþrótta fatlaðra. Ráðstefnuna sóttu fulltrúar þeirra íþróttagreina sem keppendur eiga á Ólympíumótum fatlaðra auk þeirra aðila sem tengjast afrekssviðum hvers lands. |
Á ráðstefnunni lýstu fulltrúar flesta íþróttagreina yfir vilja sínum um að Norðurlandamótum fatlaðra yrði fram haldið. Einnig var mikið rætt um leiðir til “nýliðunar”, uppbyggingu afreksíþrótta og hvernig Norðurlöndin gætu aðstoðað og upplýst hvert annað um þær aðferðir sem best mættu að gagni koma varðandi þessi mál. Ráðstefna sem þessi var síðast haldinn í Kaupmannahöfn árið 1995 og gaf sú ráðstefna stjórn Nord-HIF skýr skilaboð varðandi vilja einstakra íþróttagreina um hvernig staðið yrði að framþróun íþrótta fatlaðra á Norðurlöndum. Líkt og þá mun stjórn Nord-HF án efa taka fullt mark á tillögum þeim sem frá ráðstefnunni í Malmö koma og þannig efla samvinnu og tengsl Norðurlandanna. |
Fyrir Íslands hönd sátu ráðstefnu þessa: Erlingur Þ. Jóhannsson, formaður afrekssviðs ÍF, Kári Jónsson, landsliðsþjálfari ÍF í frjálsum íþróttum, Ingi Þór Einarsson, formaður sundnefndar, Karl Þorsteinsson fulltrúi boccianefndar, Þröstur Steinsþórsson fulltrúi bogfiminefndar, Svanur Ingvarsson, fulltrúi vetraríþróttanefndar og Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri fjármála og afrekssviðs ÍF. |