Þessa dagana er stödd hér á landi í boði Össurar hf. Sarah Reinertsen. Sarah, sem nú starfar fyrir Össur er aflimuð og hefur náð frábærum árangri sem íþróttamaður. Þannig hefur hún m.a. tekið þátt í Ólympíumótum fatlaðra en síðasta afrek hennar var að hún komst í gegnum Iron-man keppnina í Bandaríkjunum þar sem þarf að hlaupa, hjóla og synda í sjó og er hún er fyrsta aflimaða konan sem nær þessum árangir. Í kjölfarið hefur hún hlotið mikla athygli og komið víða fram til að segja sína sögu um hverju íþróttir fái áorkað. Í tengslum við heimsókn sína hingað til lands heimsótti Sarah fatlaðra sundmenn á æfingu í Laugardalslaug og hvatti þá til dáða - með viljann að vopni og góðri ástundun æfinga væri þeim flestir vegir færir. Össur hf., einn aðalstyrkataraðili Íþróttasambands Fatlaðra mörg undanfarin ár, hefur verið óþreytandi við að aðstoða og kynna íþróttir fatlaðra hér á landi sem erlendis auk þess að kosta íþróttalegan undirbúning og þátttöku nokkra fremstu íþróttamanna heimsins úr röðum fatlaðra. |