Íþróttasamband Fatlaðra | föstudagur 9. desember 14:55

Borðtennis; HM þroskaheftra og Stockholm Games

Nýverið tóku íslenskir borðtennismenn þátt í Heimsmeistaramóti þroskaheftra sem fram fór í Frakklandi og í Stockholm Games sem haldið var í Svíþóð.
Á Heimsmeistaramóti þroskaheftra sem fram fór í Thouars í Frakklandi tóku þær Gyða Gunnarsdóttir og Sunna Jónsdóttir þátt fyrir Íslands hönd
Í liðakeppni sigruðu þær portúgalska liðið og höfnuðu í 5.-6. sæti af 10 liðum.
Í einliðaleik unnu stúlkurnar einn leik hvor í sínum riðli. Tóku þær síðan þátt í aukakeppni þeirra sem ekki komust áfram úr sínum riðlum en í aukakeppninni hafnaði Gyða í 2. sæti og Sunna í 5.-8. sæti.
Í tvíliðaleik höfnuðu þær í 5.-8. sæti af 10 pörum en þær stöllur töpuðu á móti pari frá Hong Kong sem síðan vann keppnina.
Á Stockholm open kepptu þeir Jóhann R. Kristjánsson sem keppir í flokki C2 og Viðar Árnason sem keppir í flokki flokki C4
Jóhann varð í 3. sæti í einliðaleik í sínum flokki C2. Hann varð einnig í 3. sæti í liðakeppni þar sem hann keppti með Ítalaum Julius Lampacher. Þar var svo jöfn keppni að það varð að telja lotur svo að úrslit fengust þar sem að liðin í sætum 1 - 3 voru öll jöfn.
Í opnum flokki lenti Jóhann á móti næst sterkasta spilaranum í flokki C5 og það var ójafn leikur.
Viðar Árnason vann ekki leik á Svíþjóðarmótinu að þessu sinni.