Íslandsmót Íþróttasambands Fatlaðra í boccia, bogfimi, lyftingum og sundi fór fram um helgina. Keppni í sundi fór fram í 50 m lauginni í Laugardal, bogfimi og lyftingar fóru fram í ÍFR húsinu Hátúni 14 og bocciakeppni fór fram í íþróttahúsinu Austurbergi. Rúmlega 300 keppendur frá 16 félögum tóku þátt í mótinu. 3. árs nemendur Kennaraháskóla Íslands, íþróttakennaraskorar sáu um dómgæslu á bocciamótinu og aðstoðuðu einnig á sundmótinu. Samstarf ÍF og KHÍ er mjög þýðingarmikið en íþróttakennarar þurfa að þekkja til þjálfunar og kennslu fatlaðra ekki síður en annarra nemenda. |
Í sundgreininni á mótinu setti Kristín Rós Hákonardóttir heimsmet þegar hún synti 50 m bringusund á tímanum 45.34 sekúndur. Eftirtaldir einstaklingar settu Íslandsmet í sundinu; Pálmi Guðlaugsson, Firði - flokki S6 - 50 m flugsund á 54.06 sek - ÍSLANDSMET Guðmundur Hermannsson,ÍFR - flokki SB8 - 50 m bringusund á 1:06.53 - ÍSLANDSMET Guðmundur setti einnig ÍSLANDSMET í sameinuðum flokkum S6-S10 er hann synti 50 m baksund á tímanum 56.95 sekúndur. Björn D. Daníelsson, ÍFR - flokki S10 - 100 m skriðsund á 1:57.7 - ÍSLANDSMET Jóna Dagbjört Pétursdóttir, Ösp - flokki S10 - 50 m flugsund á 39.68 - ÍSLANDSMET Berent K Hafsteinsson, Þjóti - flokki S8 - 50 m baksund á 57.52 - ÍSLANDSMET Elma Guðmundsdóttir, Ívari - flokki S8 - 50 m baksund á 1:12.80 - ÍSLANDSMET Anna K Jensdóttir, ÍFR - flokki SB6 - 100 m bringusund á 3:06.03 - ÍSLANDSMET |
Í lyftingagreininni setti Vignir Unnsteinsson, ÍFR Íslandsmet í bekkpressu með því að taka 112.5 kg og tvíbætti Íslandsmetið í réttstöðulyftu með því að taka 225 kg. Sérgreinanefndir ÍF sáu um skipulag hverrar greinar og tókst mótið í heild mjög vel. Lionsklúbburinn Víðarr gefur öll verðlaun Íslandsmóta ÍF 2006. Íþróttasamband Fatlaðra vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem störfuðu að undirbúningi og framkvæmd mótsins. Úrslit bogfimi Úrslit boccia Úrslit lyftingar Úrslit sund |