Dagana 1. - 7. maí n.k fer fram í Manchester í Englandi Visa Paralympic Cup en mót ţetta var fyrst haldiđ áriđ 2005. Til móts ţessa er bođiđ öllum bestu íţróttamönnum heims úr röđum fatlađra ţar sem keppt er í hjólreiđum, hjólastólakörfubolta, frjálsum íţróttum og sundi en til mótsins var stofnađ til ađ bjóđa fötluđum afreksíţróttamönnum upp á hágćđa keppni á árunum milli Ólympíumóta sem haldin eru á fjögurra ára fresti. Ţađ er íţróttasamband fatlađra í Bretlandi sem sér um framkvćmd mótsins međ fjárhagslegum stuđningi frá Visa International auk ţess sem breska sjónvarpstöđin BBC sýnir beint frá keppni í frjálsum íţróttum 7. maí n.k. kl. 13:40. Einnig mun BBC dreifa samantekt frá helstu afrekum mótsins til um 150 landa víđs vegar um heiminn. Tveimur íslenskum afreksmönnum var bođin ţátttaka í mótinu, ţeim Kristínu Rós Hákonardóttur sem keppir í sundi og Jóni Oddi Halldórssyni sem keppir í frjálsum íţróttum og eru ţau ţar samankomin međ "rjómanum" af afreksfólki fatlađra í heiminum - sannarlega mikill heiđur fyrir ţessa tvo frábćru íţróttamenn. Sundkeppnin fer fram laugardaginn 6. maí ţar sem keppni í undanriđlum hefst kl. 10:00 og úrslitasundin kl. 15:00. Keppni í frjálsum íţróttum fer fram sunnudaginn 7. maí n.k. og hefst eins og áđur segir kl. 13:40. |