Íþróttasamband Fatlaðra | miðvikudagur 7. mars 10:53

Glæsilegur árangur Jóhanns Rúnars á Íslandsmóti BTÍ í borðtennis

Borðtenniskappinn Jóhann Rúnar Kristjánsson frá Keflavík, sem hefur verið á stöðugri uppleið að undanförnu og stefnir að þátttöku á Ól fatlaðra 2008, hefur bætt enn einni skrautfjöðrinni í hatt sinn.
Á Íslandsmótinu í borðtennis ófatlaðra sem haldið var 3. - 4. mars sl. lék Jóhann í 1. flokki karla og endaði í 3 - 4 sæti en 1. flokkur er næst sterkasti flokkurinn á Íslandsmótinu, á eftir meistaraflokki.

Í viðtali sem tekið var við Jóhann í Morgunblaðinu sagðist Jóhann afskalpega stoltur og glaður yfir árangrinum. ''þetta gefur mér sjálfstraust itl þess að æfa enn meira og ná markmiðinu sem er að komast á Ólympíumót fatlaðra árið 2008 sagði Jóhann í gær en þetta er besti árangur hans á Íslandsmótinu í borðtennis.

Ég hef tekið þátt í keppni í 2. flokki áður en aldrei í 1. flokki og ég leyni því ekki að ég er montinn af þessum árangri. Ég þarf að skipuleggja leik minn betur í keppni gegn ófötluðum og þar legg ég helst áherslu á að dragra úr hraðanum og láta andstæðingana hlaupa. Ég hleyp ekki sjálfur þar sem ég er í hjólastól, bætir Jóhann við í léttum tón en hann lamaðist í bifhjólaslysi árið 1994. Það sem skiptir mig mestu máli þegar ég er að leika gegn þeim sem eru ekki í hjólastól er að ná stjórn á hraðanum í leiknum. Ég er með sérstakt gúmmí í spaðanum sem degur úr hraða boltans og það hjálpar mér mikið. Ég á yfirleitt ekki séns í leiki ef þeir verða of hraðir og ég reyni því að draga eins mikið úr hraðanum og hægt er.

Það eru ekki margir í Reykjanesbæ sem æfa borðtennis og þarf Jóhann að sækja allar æfingar til Reykjavíkur. Það var verið að opna lyftu fyrir hjólastóla í TBR húsinu í Reykjavík og það gerir mér kleift að æfa meira en áður. Ég æfi einnig í HK húsinu í Kópavogi, auk þess sem ég lyfti lóðum þrisvar í viku. Þetta eru að meðaltali 7 - 8 æfingar á viku og það getur tekið á. Jóhann keppir fyrir íþróttafélagið Nes og er í fullu starfi hjá Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis.

Ég er oft þreyttur á kvöldin eftir að hafa unnið allan daginn og keyrt til Reykjavíkur á æfingar og til baka aftur. Stundum segi ég að ég búi á Reykjanesbrautinni en ég veit að allar þessar æfinga eiga eftir að skila sér. Og árangurinn á Íslandsmótinu er miklu betri en ég bjóst við.

Jóhann er í 16. sæti á heimslistanum í sínum flokki og ætlar að reyna að taka þátt í sem flestum mótum erlendis til þess að safna stigum á heimslistanum og styrkja þar með stöðu sína þegar kemur að Ólympíumótinu á næsta ári. Það verður lokað á listann þann 1. desember á þessu ári og ég verð mikið erlendis fram að þeim tíma. Fyrsta mótið erum miðjan apríl í Dublin á Írlandi og ég nonast til þess að geta komist í æfingabúðir í Danmörku og Finnlandi. Einnig eru mót í Rúmeníu, Þýskalandi, Slóveníu og víðar. Þetta er spennandi fyrir mig og um að gera að nýta tækifærin sem gefast, sagði Jóhann R. Kristjánsson”.