Íslandsleikar Special Olympics 2007 í knattspyrnu fóru fram í Reykjaneshöll 1. apríl. Framkvæmd leikanna var samvinnuverkefni ÍF, KSÍ og íþróttafélagsins Ness í Reykjanesbæ. Glitnir sem er aðalstyrktaraðili Special Olympics á Íslandi gaf öllum keppendur boli og gaf verðlaun mótsins. Special Olympics á Íslandi hlaut í ár grasrótarverðlaun UEFA og KSÍ en verðlaunin voru m.a. boltar sem keppendum voru afhentir á mótinu. Kristján Guðmundsson þjálfari bikarmeistara Keflavíkur í knattspyrnu sá um upphitun keppenda ásamt tveimur fulltrúum meistaraflokks. Landsdómarar KSÍ sáu um dómgæslu og Freyr Sverrisson fulltrúi KSÍ afhenti verðlaun í mótslok. Íþróttafélagið Nes bauð keppendum í pizzuveislu og voru móttökur í Reykjanesbæ í alla staði frábærar. Úrslit; Í flokki A-liða eða getumeiri sigraði Nes, í öðru sæti varð lið ÍFR og lið Asparinnar varð I þriðja sæti. Í f lokki getuminni B-liða sigr aði lið, Aspar, lið Suðra hafnaði í öðru sæti, lið Ness í því þriðja og lið Eikar í því fjórða. Freyr Sverrisson, fulltrúi KSÍ og Una Steinsdóttir,fulltrúi Glitnis afhentu keppendum verðlaun mótsins. Myndir frá verðlaunaafhendingu Íþróttasamband Fatlaðra þakkar öllum þeim sem lögðu fram krafta sína við undirbúning og skipulag leikanna í Reykjanesbæ. Nánari upplýsingar um verkefnið Undanfarin ár hafa Special Olympics samtökin í samvinnu við UEFA (Evrópudeild alþjóðaknattspyrnusambandins) staðið fyrir "Knattspyrnuviku þroskaheftra" - Special Olympics European football week. Special Olympics eru alþjóðasamtök þroskaheftra íþróttamanna og er Íþróttasamband Fatlaðra fulltrúi samtakanna hér á landi. Kattspyrnuvikan er liður í átaki Special Olympics og UEFA að auka knattspyrnuiðkun meðal fatlaðra. Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu eru haldnir árlega og eru samstarfsverkefni Íþróttasambands Fatlaðra og Knattspyrnusambands Íslands . Leikarnir hafa verið haldnir í tenglum við knattspyrnuviku Special Olympics í Evrópu. Aðildarfélög ÍF eru samstarfsaðilar leikanna þegar þeir fara fram úti í heimabyggð aðildarfélaganna. Samstarfsaðili leikanna í Reykjanesbæ varr íþróttafélagið Nes . Keppni fer þannig fram að keppt er í A. og B. styrkleikaflokki og einnig fer fram viðureign - Reykjavík og Landið. Hver leikur stendur yfir í 10 mín. |