Íþróttasamband Fatlaðra | miðvikudagur 18. apríl 12:13

Sambandsþing Íþróttasambands Fatlaðra

Sambandsþing Íþróttasambands Fatlaðra var haldið laugardaginn 14. apríl 2007 á Hótel Sögu.
Forseti Íslands var viðstaddur þingsetningu þar sem hann ávarpaði þingfulltrúa. Hann situr í alþjóðastjórn Special Olympics og áhugi hans á íþróttastarfi fatlaðra hefur haft mikla þýðingu fyrir Íþróttasambands Fatlaðra. Hann verður m.a. viðstaddur alþjóðaleika Special Olympics í Shanghai 2007.
Einnig fluttu ávörp Sveinn Áki Lúðvíksson, formaður ÍF, Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ , Sigursteinn Másson, formaður ÖBÍ, Þór G. Þórarinsson, skrifstofustjóri Félagsmálaráðuneytisins. Afróliðarnir, nemendur við Fjölmennt fluttu tónlistaratriði.

Ólafur Magnússon framkvæmdastjóri ÍF fór yfir skýrslu ÍF frá 2005 - 2007 en þar kemur fram að að starfsemin hefur verið mjög fjölbreytt. Afreksíþróttir og undirbúningur afreksfólks fyrir stórmót erlendis er stór þáttur í starfinu og markvisst er stefnt að þátttöku í Paralympics eða Ólympíumóti fatlaðra í Peking 2008. Starfsemi Special Olympics á Íslandi verður sífellt umfangsmeiri og stærsta verkefni árið 2007 er þátttaka í alþjóðaleikum Special Olympics í Shanghai haustið 2007 þar sem verða 32 íslenskir keppendur sem keppa í 8 greinum. Barna og unglingastarf er mikilvægur þáttur starfsins og í júní 2007 verður haldið á Íslandi Norrænt barna og unglingamót. Samstarfs- og þróunarverkefni þar sem unnið er að uppbyggingu nýrra greina og nýrra tækifæra á sviði íþrótta fatlaðra eru einnig mikilvægur þáttur í starfinu.

Ein breyting var á stjórn ÍF, Ólafur Eiríksson gjaldkeri lét af störfum og í stað hans var kjörinn Kristján Svanbergsson.
Formaður var endurkjörinn Sveinn Áki Lúðvíksson, aðrir í stjórn Camilla Th. Hallgrímsson, Þórður Árni Hjaltested, Kristján Svanbergsson, Ólafur Þór Jónsson,. Varastjórn; Jóhann Arnarson, Erlingur Þ. Jóhannsson og Svava Árnadóttir
Þing ÍF kaus einn fulltrúa í Ólympíu- og afreksráð ÍF og var Ólafur Eiríksson kjörinn í ráðið.
Föstudagskvöldið 13. apríl kynnti Þórdís Gísladóttir íþróttafræðingur rannsókn sína um hagrænt gildi íþrótta og voru niðurstöður athyglisverðar.
Í tengslum við þingið var endurýjað áralangt samstarf ÍF og Radisson SAS og var skrifað undir samning þess efnis.

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á þinginu
Þrettánda sambandsþing Íþróttasambands Fatlaðra samþykkti eftirfarandi ályktun;

Sambandsþing Íþróttasambands Fatlaðra sem haldið var 14. apríl 2007 skorar á alla stjórnmálaflokka að stuðla að aukinni þátttöku fatlaðra í íþróttastarfi með því að beita sér fyrir eftirfarandi;

  1. Tollar og vorugjöld á íþrótta- og útivistaráhöldum fyrir fatlaða verði afnumin
  2. Sérkennslukvóti í íþróttum í grunn- og framhaldsskólum verði tryggður sem og aðstoð við þðá nemendur sem þurfa sérúræði til að geta stundað skólaíþróttir