Íţróttasamband Fatlađra | föstudagur 29. júní 13:01

Norrćnt barna og unglingamót á Íslandi fyrir fötluđ börn á aldrinum 12. - 16. ára

Samtök Íţróttasambanda Fatlađra á Norđurlöndum, Nord HIF standa fyrir norrćnum barna og unglingamótum annađ hvert ár, til skiptis á hverju Norđurlandanna. Dagana 29. júní til 6. júlí 2007 verđur mótiđ haldiđ á Íslandi og fer mótiđ fram í Laugardal. Á mótiđ koma 75 keppendur ásamt um 40 fararstjórum og ađstođarmönnum frá Íslandi, Danmörku, Fćreyjum, Noregi og Svíţjóđ.

Mikil áhersla er lögđ á félagslega ţáttinn og ađ ţátttakendur kynnist jafnöldrum sínum frá öđrum löndum. Ćfingar og keppni í sundi, frjálsum íţróttum og borđtennis fara fram í Laugardal, fariđ verđur á hestbak hjá Íshestum, í keilu og í skođunarferđir.
Lokahófiđ verđur haldiđ í fjölskyldugarđinum í Laugardal 5. júní.

Í tengslum viđ mótiđ mun GLÍ standa fyrir kynningu á glímu ţar sem ţátttakendur fá ađ prófa ađ glíma og kynning fer fram á verkefninu “Sterkasti fatlađi mađur heims” sem er í umsjón Arnars Jónssonar og Magnúsar Vers Magnússonar.

Norrćn barna og unglingamót hafa veriđ hvati ađ íţróttaiđkun margra fatlađra afreksmanna, jafnt á Íslandi sem öđrum Norđurlöndum. Međal annars hófu Kristín Rós Hákonardóttir og Jón Oddur Halldórsson, íţróttamenn ársins 2006 úr röđum fatlađra íţróttaferil sinn á norrćnu barna og unglingamóti .


Jón Oddur var orđinn 15 ára ţegar hann tók í fyrsta skipti ţátt í íţróttamóti fyrir fatlađa en ţađ var eimmitt norrćnt barna og unglingamót. Leitađ var ábendinga um einstaklinga sem ekki voru innan rađa íţróttafélaga fatlađra og ábending barst m.a. frá sjúkraţjálfara á Hellissandi um Jón Odd Halldórsson. Sú ábending leiddi til ţess ađ hann var valinn á mótiđ en ţar komu hćfileikar hans í ljós og í kjölfariđ hófst glćsilegur íţróttaferill hans og ţátttaka í heims og ólympíumótum fatlađra.

Fötluđ börn og unglingar sem eru efnileg í íţróttum en ekki innan rađa íţróttafélaga fatlađra geta misst af tćkifćrum til ađ vera valinn til ţátttöku í verkefnum á vegum ÍF. Ţess vegna er lögđ mikil áhersla á ađ fá ábendingar um slíka einstaklinga ţannig ađ upplýsingar berist til ţeirra og ađstandenda ţeirra.

Ţađ er ósk ÍF ađ fjölmiđlar geri ţessu mikilvćga verkefni góđ skil og hvetji fólk til ađ mćta í Laugardalinn og fylgjast međ keppninni.


Dagskrá mótsins