Samtök Íţróttasambanda Fatlađra á Norđurlöndum, Nord HIF standa fyrir norrćnum barna og unglingamótum annađ hvert ár, til skiptis á hverju Norđurlandanna. Dagana 29. júní til 6. júlí 2007 verđur mótiđ haldiđ á Íslandi og fer mótiđ fram í Laugardal. Á mótiđ koma 75 keppendur ásamt um 40 fararstjórum og ađstođarmönnum frá Íslandi, Danmörku, Fćreyjum, Noregi og Svíţjóđ. Mikil áhersla er lögđ á félagslega ţáttinn og ađ ţátttakendur kynnist jafnöldrum sínum frá öđrum löndum. Ćfingar og keppni í sundi, frjálsum íţróttum og borđtennis fara fram í Laugardal, fariđ verđur á hestbak hjá Íshestum, í keilu og í skođunarferđir. Lokahófiđ verđur haldiđ í fjölskyldugarđinum í Laugardal 5. júní. Í tengslum viđ mótiđ mun GLÍ standa fyrir kynningu á glímu ţar sem ţátttakendur fá ađ prófa ađ glíma og kynning fer fram á verkefninu “Sterkasti fatlađi mađur heims” sem er í umsjón Arnars Jónssonar og Magnúsar Vers Magnússonar. Norrćn barna og unglingamót hafa veriđ hvati ađ íţróttaiđkun margra fatlađra afreksmanna, jafnt á Íslandi sem öđrum Norđurlöndum. Međal annars hófu Kristín Rós Hákonardóttir og Jón Oddur Halldórsson, íţróttamenn ársins 2006 úr röđum fatlađra íţróttaferil sinn á norrćnu barna og unglingamóti . Jón Oddur var orđinn 15 ára ţegar hann tók í fyrsta skipti ţátt í íţróttamóti fyrir fatlađa en ţađ var eimmitt norrćnt barna og unglingamót. Leitađ var ábendinga um einstaklinga sem ekki voru innan rađa íţróttafélaga fatlađra og ábending barst m.a. frá sjúkraţjálfara á Hellissandi um Jón Odd Halldórsson. Sú ábending leiddi til ţess ađ hann var valinn á mótiđ en ţar komu hćfileikar hans í ljós og í kjölfariđ hófst glćsilegur íţróttaferill hans og ţátttaka í heims og ólympíumótum fatlađra. Fötluđ börn og unglingar sem eru efnileg í íţróttum en ekki innan rađa íţróttafélaga fatlađra geta misst af tćkifćrum til ađ vera valinn til ţátttöku í verkefnum á vegum ÍF. Ţess vegna er lögđ mikil áhersla á ađ fá ábendingar um slíka einstaklinga ţannig ađ upplýsingar berist til ţeirra og ađstandenda ţeirra. Dagskrá mótsins |