Þátttakendur voru fatlaðir einstaklingar sem æft hafa á vegum GSFÍ í Básum í sumar en golfæfingar hafa verið þar í boði alla miðvikudaga kl. 1600 - 1800 í samstarfi GSFÍ og GolfPro. Aðaldriffjöður og umsjónarmaður þessa verkefnis er Hörður Barðdal sem hefur sýnt einstakan áhuga á því að efla golfáhuga fatlaðra á Íslandi. Mótið var skipulagt m.t.t. þess að allir gætu verið með, sumir spiluðu einir og aðrir Texas Scramble með aðstoðarmanni. Teiggjafir voru afhentar hverjum keppanda og mikil stemming ríkti í hópnum. Mynd 203 Hluti þátttakenda ásamt aðstoðarfólki sem spilaði með í Texas Scramble og Herði Barðdal. Mynd 205 Runólfur Flekkenstein ásamt Herði Barðdal. |