Íþróttasamband Fatlaðra | mánudagur 17. september 11:52

Samstarfsverkefni KSÍ og ÍF - Sparkvallaæfingar

Sparkvallaæfingin sunnudaginn 16. september tókst mjög vel og mættu 17 knattspyrnuhetjur til leiks. Umsjón með æfingunni höfðu íþróttakennaranemarnir Marta og María Ólafsdætur. Sérstakir gestir á æfingunni voru landsliðskonurnar Katrín Jónsdóttir og Greta Mjöll Samúelsdóttir. Þær tóku þátt í æfingunni og sýndu góða takta ásamt því að ræða við þátttakendur og gefa góð ráð.

Einnig er mynd af Marinó Adolfssyni sem mætir á hverja æfingu en hjólið sem hann mætti á vakti athygli enda flott tæki. Sjá mynd