Íþróttasamband Fatlaðra | fimmtudagur 18. október 18:39

Norðurlandamót fatlaðra í sundi



Norðurlandamót fatlaðra í sundi fer fram í Laugardalslaug 26. - 27. október n.k. Um 85 sundmenn frá 7 löndum taka þátt í mótinu sem er fyrsta Norðurlandamótið í sundi sem haldið hefur verið hér á landi síðan 1981 en þá var mótið haldið í Vestmannaeyjum. Mótið í Vestmannaeyjum var einnig fyrsta Norðurlandamótið sem Íþróttasamband fatlaðra hefur staðið fyrir og var sambandinu og sér í lagi ÍBV til sóma.
Þar sem langt er um liðið síðan slíkt mót hefur verið haldið hér á landi og með tilkomu hinnar glæsilegu innisundlaugar í Laugardalnum var því ákveðið að bjóðast til að halda á ný Norðurlandamót á Íslandi. Mótið er viðurkennt af Alþjóðaólympíuhreyfingu fatlaðra - IPC sem þýðir að þeir tímar sem á mótinu nást gefa stig á stykrleikalista sundnefndar IPC, en listinn er notaður til viðmiðunar fyrir val keppenda á Ólympíumót fatlaðra sem fram fer í Kína 2008
Kepppendur á Norðurlandamótinu koma auk Íslands frá Finnlandi, Færeyjum, Noregi og Svíþjóð auk sundmanna frá Eistlandi og Lettlandi sem sérstaklega var var boðin þátttaka á mótinu.

Setning mótsins verður þann 26. október kl. 19:00 og hefst keppnin að henni lokinni. Mótinu verður síðan fram haldið á laugardeginum og lýkur á um kl. 19:00 þann sama dag.
Íslenski hópurinn samanstendur að mestu af ungum og upprennandi sunmönnum og verður spennandi að sjá hverning þeir spjara sig í keppni við jafninga sína frá Norðurlöndunum. Eftirtaldir einstaklingar skipa sundlandslið Íslands á Norðurlandamótinu:

Flokkur hreyfihamlaðra:
Pálmi Guðlaugsson, Firði
Guðmundur Hermannssoon, ÍFR
Vignir Hauksson, ÍFR
Hrafnkell Björnsson, ÍFR
Embla Ágústsdóttir, ÍFR
Sonja Sigurðardóttir, ÍFR
Anna Kristín Jensdóttir, ÍFR
Jana Björnsdóttir, ÍFR

Flokkur blindra og sjónskertra:
Eyþór Þrastarson, ÍFR
Guðfinnur Karlsson, Firði

Flokkur þroskaheftra:
Adrian Ó. Erwin, Ösp
Jón Gunnarsson, Ösp
Jakob B. Ingimundarson, Ösp
Skúli Steinar Pétursson, Firði
Ragnar I. Magnússon, Firði
Hulda Hrönn Agnarsdóttir, Firði
Karen Gísladóttir, Firði
Lára Steinarsdóttir, Firði